Tíminn - 10.09.1978, Side 27
Sunnudagur 10. september 1978
Roxy Music-endurvakin
Breska stórhljómsveitin Roxy Musio sem leystist
upp í árslok 1975 hefur nú verið endurreist og má án
alls efa telja það með merkustu atburðum poppsög-
unnar á þessu ári.
Þaö eru þeir Bryan Ferry,
Phil Manzanera, Andy Mackay
og Phil Thompson sem hafa tek-
ið upp þráðinn þar sem frá var
horfið eftir útkomu hljómplöt-
unnar „Siren” haustið 1975, en á
þeirri plötu var m.a. að finna
topp lagið „Love is the Drug”.
Þeir fjórmenningarnir æfa um
þessar mundir á sveitasetri
Ferrys og þvi vantar aðeins
Eddie Jobson sem nú er i
hljómsveit Bill Brufords, UK, til
þess að myndin frá ’75 sé
fullkomnuö.
Að sögn Simon Puxley útgáfu-
stjóra Roxy Music verður liðs-
skipan hljómsveitarinnar að
mestu óbreytt i fyrstu, en auk
þeirra fjögurra, sem nefndir
hafa verið, æfir enn einn með
þeim en hann hefur ekki verið
nafngreindur enn sem komið er
og verið getur að siðar meir
verði jafnvel tveim liðsmönnum
bætt við þannig að Roxy Music
yrði þannig sjö manna band i
framtiðinni. Búist er við þvi aö
a.m.k. einum hljómborðs- og
synthesyzer leikara verði bætt i
hópinn, en eins og kunnugt er
var það Brian Eno sem fyrstur
reið á vaðið i hljómsveitinni
sem slikur og siðar Jobson,
þannig að það verður ekki létt
verk að finna mann sem haldið
getur merki þeirra á lofti. Að
öllu óbreyttu mun Mazanera sjá
áfram um gitarleik, Mackay um
saxófóninn, Thompson um
trommurnar, og svo virðist sem
bassaleikurinn muni komast á
fastan kjöl i fyrsta sinn, þvi að
Ferry ætlar sjálfur að sjá um
hann auk söngsins.
Eftir þvi sem komist hefur
verið næst mun Roxy Music
starfa á föstum grunni i fram-
tiðinni, þ.e. meðlimir hennar
munu láta sólóáform mæta
afgangi, en á sinum tima voru
flest allir meðlimir hljóm-
sveitarinnar komnir á kaf I
vinnu að eigin hagsmunum og
varð það framar ööru til þess aö
hön leystist upp. Þvi er búist við
þvi að „The Bride Stripped
Bare”, nýjasta sólóplata
Ferrys, „Resolving
Contradictions”, væntanleg
sólóplata Mackays og fullgerð
plata Manzanera sem ekki hef-
ur enn verið skirð, verði siðustu
sólóplötur þeirra i bili a.m.k.
Að lokum fyrir þá sem ekki
þekktu til Roxy Music, skal þaö
upplýst hér, að þegar hljóm-
sveitin var stofnuð árið 1971
þótti hún strax með þeim
merkilegri sem þá störfuðu og
ekki spilltu þrjár fyrstu plöturn-
ar fyrir: Roxy Music (1972), For
your Plesure (1972) og Stranded
(1973), en siðan fór að halla und-
an fæti með Country Life (1974),
sem var algjörlega misheppn-
uð, og Siren (1975), sem var
heiðarleg tilraun til að endur-
Brian Ferry
heimta forna frægð en ekkert
meira. Að mati undirritaðs
hafði Roxy Music gifurleg áhrif
á allt tónlistarlif, enda voru
þeir um margt á árunum 1972-
1973 langt á undan sinni samtið
og segja má að þá hafi grunnur-
inn að punk/new wave verið
lagður ef hægt er að komast svo
að orði, þvi að það er svo
ótrúlega margt af þvi besta i
nýbylgjunni nú sem svarar til
þess sem Roxy Music gerðu á
þessum árum. —ESE
Gylfi Ægisson — Blindhæð upp
í mót Geimsteinn 6S 108/Fálkinn
Blindhæð upp i mót er þriðja plata sjóarans si-
káta, eða Gylfa Ægissonar eins og hann heitir vist
fullu nafni, og er ég ekki frá þvi að þeim sem finnst
gaman að honum á annað borð finnist Blindhæðin
það besta sem frá honum hefur komiö hingaö til.
Áður en lengra er haldið er rétt að taka þaö fram
til að forðast misskilning að ég hef persónulega ekk-
ert gaman af því sem Gylfi Ægisson býður upp á á
þessari plötu, en ég geri mér hins vegar ljóst að til
eru þeir sem teyga tónlist hans i sig eins og áfengt
vin og það án þess að fá timburmenn og þvi verður
einnig leitast við að skyggnast yfir Blindhæöina til
þess að fá úr þvi skoriö hvað býr þar aö baki.
Það sem teljast verður jákvætt á þessari plötu er i
fyrsta lagi húmorinn sem býr i sumum textanna. og
undirieikurinn, sem „fjölskyldan Geimsteinn” sá
um. Þaö sem er miður er það aö sjóndeildarhringur
Gyifa hefur ekki vikkað vitundarögn, a.m.k. kemur
það ekki fram á piötunni. Þá er ótaliö útlit plötuum-
slagsins en það er til hreinnar skammar og hefði
varia gengið þegar Gylfi sendi frá sér sina fyrstu
piötu. Og ekki veit ég hvað það á að þýða þegar
þriðjungur myndanna, sem „skreyta” bak hliö um-
siagsins, eru ekki I fókus, en vera má að sumum
þyki það smekkiegt og við hæfi.
Að lokum er rétt að geta þess að það er vel við
hæfi að lagið „Minning um mann” sé endurvakið,
en þaö heföi að ósekju mátt vera á betri plötu en
þessari. —ESE
Ian Dury—New Boots and Panties
Hljómsveitin New Boots and Panties með ný-
bylgju hljómiistarmanninum Ian Dury hefur nú um
nokkurt skeiö verið hátt skrifuö á breska vinsælda-
listanum og m.a. komst hún i hóp tiu söluhæstu
hljómpiatna þar i landi. Trúlega á lagið „Wake up
and make love to me” stærstan þátt f velgengni plöt
unnar, en önnur lög eru ekkert sérstök að minu viti.
Þegar talað er um vinsældir plötunnar I Bretlandi,
ber að hafa það I huga að Dury hefur getið sér orð
sem mikill furöufugl og frægð sem slikur og þykir
vist ekkert slor að komast á hljómleika hjá honum.
Þó að ég hafi látiö þau orð falla hér að framan, að
önnur lög væru ekkert sérstök, þá er ekki þar meö
sagt að þau séu léleg. Margt spilar inn I og ég held
að þessari plötu sé fyrst og fremst ætlaö að vera
fyndin. En það er ekki fyrir alla að skilja „absúrd”
kimnigáfu Durys og bresk fyndni hefur nú alltaf
verið sér á priki. Engir textar fylgja umslaginu og
er það stór galli þegar um plötu sem þessa er að
ræða. Undirleikur er góöur og Dury er ágætur i sfnu
hlutverki enda hæfir það honum vel. Til marks um
þá „fyndni” sem á plötunni er að finna er ekki úr
vegi að vitna að lokum tii setningar á umslagi, sem
er hæfilega rugluð eins'og platan öll: — This record
was not produced and recorded at the Workhouse in
the old Kent Road. — —ESE
SEEZ 4/Karnabær
★ ★ ★+
27
Staða
viðskiþtafræðings
i atvinnurekstrardeild Skattstofu Reykja-
vikur er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. sept. n.k.
Skattstjórinn i Reykjavik.
Forstaða
dagvistunar
Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra óskar
eftir að ráða karl eða konu til þess að veita
forstöðu dagvistun (dagcenter) fyrir fatl-
aða i Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12.
Skriflegar umsóknir sendist i pósthólf 5147
fyrir 20. september.
Rannsóknarmaður
— Búfjárhirðing
Við tilraunabúið Laugadælum, Hraun-
gerðishreppi er staða rannsóknamanns II
laus nú þegar og til 1. mai, 1979.
Starfið er fólgið i framkvæmd búfjártil-
rauna.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Allar frekari upplýsingar veitir Páll B.
Ingimarsson, Laugadælum.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Í Starf ritara 1;
/>; við sálfræðideild i Fellaskóla er laust til vý
; umsóknar. •/?*
\ U vví
Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima :M
74050 M
i” Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu 'Vr
y r? Reykjavikur fyrir 18. sept. n.k.
v.-i'.A
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN
Staða FÉLAGSRAÐGJAFA við
spitalann er laus til umsóknar.
Umsóknir er greini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist yfirfélags-
ráðgjafa spitalans fyrir 29. sept.
n.k. og veitir hann einnig allar upp-
lýsingar i sima 38160.
STARFSMAÐUR óskast að barna-
heimili spitalans (vaktavinna).
Upplýsingar gefur forstöðukona
barnaheimilisins i sima 28160.
Reykjavik, 10.9. 1978
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000