Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 1
Eyjamenn áfram f UEFA- keppninni eftir 1:1 gegn Glentorian - Bls. 19 Siöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Allir taxtar BSRB fyrra mánuði MÓL — Allir félagsmenn innan BSRB fá kauphækkun i kjöifar þess, aö samningarnir hafa ver- iö settir í gildi og er þá miðaö viö þau iaun, sem I gildi eru núna og þau sem I gildi voru i siðasta mánuöi. Hækkun þessi er breytileg eft- ir um hvaða launaflokk af hin- um 32 er aö ræöa og eftir þvl hvaða þrep af hinum þrem þaö er. Hækkunin er minnst meöal launþega i lægstu flokkunum svo og þeim hæstu, en mest I launaflokkum um miöblik töfl- unnar. Minnst er þó hækkunin hjá þeim I lægstu flokkunum og sem dæmi má taka aö mánaöar- launin 11. flokk hækka um 3,6%, um 4,6% hjá þeim i 6. flokk og svo um 8% hjá þeim I 11. flokk. Þeir i 1. þrepi 31. flokks fá um 7,5% hækkun. 1 Morgunblaðinu i gær er frétt þess efnis, aö sumir taxtar innan BSRB lækki viö breyting- una. Er hér auövitaö aöeins átt viö þau laun, sem I gildi voru fyrstu tiu daga yfirstandandi mánaöar eöa þangaö til bráöa- birgöalögin gengu I gildi frir viku. hækka frá Fyrirsögn á fréttinni I Morgunblaöinu i gær. Það átti enginn að fá tvíbættan sama hlutinn — segir Gunnar Gunnarsson hjá BSRB, vegna lækkana á launum hjá lægstlaunuðu mönnunum Kás — „Staöreyndin er sú, aö þaö sem verkalýöshreyfingin hefúr barist fyrir hingaö til er aukinn kaupmáttur. Þaö hefur verið númer eitt, en ekki þaö aö krön- unum i umslaginu fjölgaöi. Aö krönurnar væru raunhæfar”, sagði Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjöri starfsmannafélags rikisstofnana. Þegar Timinn bar undir hann hiö mikla fjarðafok sem orðiö hefur út aö þvi aö kaup þeirra lægst launuöu hjá BSRB lækkar miðað við septemberlaun sam- kvæmt gömlu lögunum. vera að gegna upplýsingarskyldu sinni,sem eru bara staöhæfulaus- ar upphrópanir. Svo ég segi eins og er, aö eiga aö fara ræöa viö þig um þessi mál og reyna að gera einfalda hluti skýra, þaö er bara hlutur sem ég vil tæpast taka á mig. Fólk er orðið nógu ruglaö á þvi sem er aö gerast. Sannleikurinn er sá, aö þaö er verið að reyna aö vinna aö kaup- máttaraukningu, og menn hafa Framhald á bls. 23 ATA — í dag tekur gildi nýtt vöruverö á matvörum. Söluskattur hefur veriö afnuminn af allflestum matvörum auk þess sem niöurgreiöslur hafa veriö auknar. En þaö kostaöi mikla vinnu hjá kaupmönnum og ietarfsfólki þeirra aö verömerkja allar matvörur og þess vegna voru flestar matvöruverslanir lokaöar i gær. A bls. 2-3 eru myndir úr nokkrum verslunum, þar sem starfsfólk var önnum kafið viö inerkingar, og viötöl viö verslunarmenn. Minnst kauphækkun hjá láglaunafólki EKKI MEIRA EN ALLIR VISSU — miðað við samnmgana í gildi sagði Þórir Daníelsson „Eg held að þaö sem er að ger- ast og það sem veldur þessu róti sé það að fjölmiðlar og þeir sem upplýsingarskyldir hafa brugðist. Þeir vita einfaldlega ekki hvaö þeir eru að gera, sbr. yfirlýsingar Benedikts og Tómasar I Visi, sem gersamlega stangast á. ,Þaö er furöulegur hlutur aö þessir menn skuli vera búnir að standa i tveggja mánaða • um- ræðusyrpu, m.a. hvernig eigi að vinna gegn himinhrópandi kjara- skerðingarlögum, en vita siöan ekki hver var niðurstaða af þeirra- eigin umræöu. Þetta er bara sorglegt, þaö er ekki hægt aö hlæja aö þessu. Siöan birta blöðin alls konar skýringar og þykjast Ríkisstjórnin skýrir lögin Kás — i dag er væntanleg fréttatilkynning til fjölmiðla frá rikisstjórninni um hin nýju bráðabirgðarlög hennar um ráöstafanir i efnahagsmálum, að því er Timinn haföi eftir Tómasi Arnasyni fjármálaráö- herra i gærdag. í fréttatilkynningunni, mun veröa skýrt frá ástæöum fyrir setningu þeirra, og þ.á.m. rfkis- fjármálaþáttinn. HEI — „Þetta var nú ekkert meira en það sem allir vissu miö- aö viö þaö aö samningarnir færu i gildi, þvi aö lægstu launin höföu verið minnst skert” sagöi Þórir Danielsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins þegar Timinn baö um hans álit á þvi, aö frá 1. sept. fær lægst launaða fólkiö langminnstar launahækk- anir. En á er aö lita sagöi Þórir þá á þetta að sjálfsögðu fyrst og fremst viö þegar fólk ber saman dagvinnuna. Hann sagði að aftur á móti ef miðað væri viö fisk- vinnslufólk sem ynni aukavinnu og fengi bónusgreiðslur, þá stæöi það fólk nokkurn veginn jafnt eft- ir og áður. Þá sagöi Þórir, að það mætti iika gera samanburö á kaupi frá 1. des. 1977 og sá samanburður væri lægst launaða fólkinu siöur en svo óhagstæður. Hverjar verða launabreytingarnar hjá Dagsbrún? Þeir í lægri töxtunum — fá minni kauphækkun MÓL — Ekki er enn Ijóst hvern- ig kaup einstaklinga innan einstakra atvinnugreina muni breytast i kjölfar þess, aö samn- ingarnir hafa veriö settir I gildi. Þó er ljóst, aö launabreyting- ar hjá launþegum innan t.d. Dagsbrúnar, verða þess eðlis, að þeir með hærri laun fá hærri kauphækkun bæði með tilliti til krónutölu svo og prósentutölu. A bls. 11 i Timanum i dag, er tekið dæmi um einn launþega, sem er i 3. taxta Dagsbrúnar og annan, sem er i 5. taxta. Kemur þar m.a. fram, að sé miðað við dag- vinnu einungis, þá fær sá i lægri taxtanum 3,3% kauphækkun, en hinn 4,6%. Sá samanburður gildir milli ágúst og september. Þessi útkoma, sem ef til vill kemur á óvart, er skýrð meö þvi að áður fékk launþegi i 3. taxta fullar verðbætur, en sá i 5. taxta var með skertar verðbætur að einhverju leyti, sem nú leiðrétt- ist. Sjá bls. 11 _____________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.