Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 7
Föstu'dagur 15. séptembét' 1978 LSiJI'l'I' Þegar ósvinnir eiga hlut að máli Um réttindi bænda á ríkisjörðum Dr júgur hluti vinnandi bænda landsins byggir jaröir i eigu rikisin^ rikisjaröir, en þvi fer viösfjarri aö jafnvel sjálfsögö- ustu mannréttindi þeirra séu nægilega tryggö i lögum. I fyrstu grein þessa máls var fjallað um tilraunir Ræktunar- félag Jökuldals, sem er sel- skapur nálega tiu bænda þar i sveit til þess að sölsa undir sig vænan hluta af rikisjöröinni Hofteig á Jökuldal án samráös viö ábúanda. En það er ekki aöeins aö lög- um um rikisjaröir sé stórlega ábótavant — vinnubrögö jaröa- nefndar Noröur-Múlasýslu sýna áþreifanlega hve meingaliaö hiö nýja fyrirkomulag jaröanefnda er i framkvæmd sinni. Leynifundur jarðanefndar Landnámsstjóri haföi faliö jarðanefnd Noröur-Múlasýslu að taka til umsagnar erindi ábú- anda Hofteigs um sameiningu jarðanna Hofteigs I og II. Lög- um samkvæmt skal erindið af- greitt innan þrjátiu daga frá þvi að þaö barst, en nefndarmenn á Héraöi fórusér að engu óöslega. Þar sem fúnd jaröanefndar dró nú óhæfilega á langinn og haustið redö i garö án þess aö er- indi ábúanda væri sinnt. þá urðum viö til þess börn ábúanda að senda formanni nefndarinn- ar itarlega greinargerð um landkosti Hofteigsjaröar og málið i heild. Við ræddum viö hann simleiöis og sömuleiöis haföi ábúandi tal af honum og i hvert skipti brást Þorsteinn Kristjánsson ljúfmannlega viö og hét því að senn yröi fundað i jaröanefnd. En haustiö leiö og brá til vetrartiðar án þess aö nefndar- menn færu á stjá. Þaö er ekki fyrr en 6. desember 1977 aö nefndin kemur saman, sjö mánuöum eftir aö landnáms- stjóri felur Páli ráöunaut Sigur- björnssyni að Skriöuklaustri aö bera upp erindiö i nefndinni og næstum fjórum mánuöum eftir aö hann, landnámsstjóri, lagði fyrir Þorstein formann áö af- greiða máliö. En nú dynur reiðaslagiö yfir. Okkur var auðvitaö ljóst að Ræktunarfélagsmenn vönduöu ekki meðöl sin um of, en ekki flögraði þó að okkur né öðrum að fulltrúar i opinberri nefnd hefðu gerst sekir um jafn auöviröilegan niöingsskap og nú verður frá greint. I útdrætti úr fundargerö jarðanefndar 6. desember 1977 sem send var landnámsstjóra, kemur það fram, aö nefndin hélt leynilegan fund um Hofteigsjörö fyrr um áriö, 16. júni 1977. A leynifundinum var ekki vikiö einu oröi aö umsókn ábúanda um sameiningu, þó aö land- námsstjóri hefði þá mánuöi áður faliö Páli ráöunaut aö bera erindið fram. Hins vegar var tekin til umræöu umsókn Ræktunarfélagsmanna um land úr Hofteigi og hún samþykkt samhljóða. Hvorki Ræktunarfélagsmenn né nokkur jaröanefndarmanna haföi skýrt ábúanda jarðarinn- ar frá þessari hugmynd, ekki frekar en honum væri máliö gjörsamlega óviökomandi og ekkert þvi til fyrirstöðu aö hann vaknaöi einn morguninn upp viö þaö að ókunnir menn væru farn- ir aö reka búfénaö hans úr hög- um og djöflast á landi hans meö vinnuvélum. Jaröanefndarmenn höföu ekki einu sinni fyrir þvi aö kynna sér landkosti jaröarinnar og búskap ábúanda — i bréfkorni Páls Önnur grein Eftir leynifundinn 16. júni lét formaöur undir höfuö leggjast að senda ábúanda tilkynningu um samþykktina og enginn ann- ar nefndarmanna skýröi honum frá þvi aö nú yröi hann senn rændur verulegum hluta jarðar sinnar og þar meö gert ókleift aö búa þar áfram. Bæöi Ræktunarfélagsmenn og nefn- darmenn gættu þess vandlega aö ábúanda bærist ekki kvittur af ráðabrugginu svo aö hann gæti boriö hönd fyrir höfuð sér. Og heföi ekki ófyrirsjáanleg tilviljun kippt I taumana þá bendir allt til þess aö þeir heföu haft sitt fram með fulltingi Gisla Brynjólfssonar deildar- stjóra i landbúnaöarráöuneyt- inu. Gunnar Karlsson ráðunautar til landnámsstjóra 14. mai 1977 greinir hannfrá þvi aö nefndin sé ekki enn tekin til starfa og klykkir út meö at- hugasemdum um Hofteigsjörö sem eiga enga stoö I veruleikan- um. Einnig kom þaö fram siöar aö annar nefndarmanna stóö i þeirri trú aö Hofteigur I væri eyöijörð og ekki nýtt að neinu leyti en eins og áöur er getið, þá er sá jaröarhelmingur einmitt undirstaða búskapar ábúanda. Þessi vinnubrögö nefndar- manna og þá sérstaklega Páls ráöunautar og Þorsteins for- manns eru svo hrikaleg og svo ámælisverð, aö þau ein ættu aö nægja til þess aö þeim yrði vikiö úr starfi fyrirvaralaust og meö fullri smán, en þvi fór fjarri aö þeir heföu lokiö sér af — þeir áttuenn eftir að kóróna skepnu- skapinn. Hofteigur á Jökuldal Sérálit Grétars á Skipalæk Nú er þaö svo eins og jafnan veröur þegar ósvinnir eiga hlut að máli aö nefndarmönnum ber ekki fyllilega saman um leyni- fundinn 16. júni. Páll ráðunaut- ur telur aö allir þrir hafi þá vitaö um umsókn ábúanda um sameiningu en hinir tveir kveð- ast ekkert hafa um hana heyrt fyrr en löngu siðar. Það er auövitaö mjög alvarlegt mál ef Páll hefur hunsað fyrirmæli landnámsstjóra og blekkt félaga sina i nefndinni, en ef svo er ekki mætti hann" gjarnan % koma út úr fylgsni sinu og gera grein fyrir geröum sinum — og heföi það mátt gerast fyrr. En jaröanefndarmenn létu sér ekki segjast. Þeir höföu aö engu nákvæmar upplýsingar okkar um landkosti Hofteigs- jaröar og á fundinum 6. desem- ber töldu þeir sig knúna til aö standa fast viö samþykkt leyni- fundarins fyrr um áriö sem þó byggðist einungis á fáfræöi og fláttskap. Þeir Páll og Þor- steinn héldu fast viö úthlutun lands handa Ræktunarfélaginu en féllust á sameiningu jarö- anna aö ööru leyti. A fundinum 6. desember var þó staddur Grétar Brynjólfsson bóndi að Skipalæk, sem varamaöur Sig- urjóns Friörikssonar,ogfór hon- um sem reyndar öllum öörum, sem ekki voru flæktir I samsæri Ræktunarfélagsmanna en litu málið hlutlausum augum, aö hann lagöist eindregiö gegn þeirri villimennsku aö ábúandi rikisjaröar væri að tilefnislausu sviptur starfsgrundvelli sinum. Lét hann bóka þaö sérálit aö ekki skyldi úthluta neinu landi úr Hofteigsjörö án samþykkis ábúanda. Var það skoöun Grét- ars, að rangt væri og óskynáam- legt að búta niöur góöar jaröir til þess meöal annars aö halda örreytiskotum i byggö. Sérálit Grétars er i samræmi viö þjóöhagsleg sjónarmiö i at- vinnumálum og reyndar yfir- lýsta stefnu forvigismanna landbúnaðar á Islandi. Flónskan vítt Eför þessa niöurstööu og eftír aðuppvistvaröum leynifundinn 16. júni lögðum viö máliö enn einusinni fyrir landnámsstjóra. Fyrirkomulag jaröanefnda er viöa iólestrienda nýttaf nálinni en annmarkar á vinnubrögöum jarðanefndar Norður-Múlasýslu voru svo alvarlegir og svo aug- ljósir, aö landnámsstjóri réö okkur eindregiö til þess aö nýta þann rétt okkar að krefjast nýs fundar um Hofteigsmál með þessu lagi: formaöur skyldi boða til fundarins þá tvo vara- menn sem ekki eiga sjálfir bein- an hlut aö málinu og fela öörum þeirra fundarstjórn. Hvorki Páll né Sigurjón skyldu koma þar nærri. Krafa um nýjan fund var send formanni i ábyrgöarpósti þann 20. desember 1977 og lögum samkvæmt bar honum aö efna til fundar eigi siöar en þrjátiu dögum siöar. En þaö þarf ekki aö orölengja aö formaöurinn var enn sem fyrr hafinn yfir lög og rétt islensku þjóöarinnar og hann hunsar þessi tilmæli vik- um saman og mánuðum en lét þó jafnan í þaö skina viö okkur, aö fundurinn væri á næsta leiti. 10. mars 1978, næstum þremur mánuðum eftir aö formaöur fékk tilmælin boðar hann loks- ins til nýs fundar en þó alls ekki eins og fyrir hann var lagt. Fundinn sóttu auk hans þeir Páll ráöunautur og Grétar á Skipalæk og fjölluöu þeir um ýmis mál. En þaö er ekki fyrr en Grétar hefur yfirgefið fundinn vegna annaað þeir kumpánar PáU og Þorsteinn fara að spjalla um Hofteigsmál og ráöa þaö meö sér aö hafna tilmælum okkar. Er þetta vissulega i anda þeirr- ar stefnu aö lögleysur skuli árétta meö enn fleiri lögleysum, þangaö til þeim sem eiga i vök aö verjast fallist hreinlega hendur og sætti sig viö skaröan hlut. Þegar þessi grein er sett saman sitja þeir enn i jaröa- nefnd, kumpánar, og leika viö hvern sinn fingur. Þannig er þá ástatt um lög og rétt i islenska lýðveldinu þaö herrans ár 1978. Það kann vel aö vera aö Þor- steinn hafi goldið þess aö hann var nýr i' starfi og þess vegna fylgt sér tíl vansa græskufullum ráöum reyndari manns. Þaö má lika lengi deila um þaö hvort sé verri löstur, flónskan eða ill- mennskan en i bréfi okkar til hæstv. landbúnaðarráðherra, Halldórs E. Sigurössonar dag- settu 12. april 1978, látum við ráöunautinn liggja milli hluta en leggjum til aö Þorsteinn for- maður veröi tafarlaust fjar- lægður úr starfi sem hann sé sannanlega ekki maöur til að gegna. Aðalfundur Norrænu bændasamtakanna: Áhugi á búrekstri meöal ungs fólks — mestiir 1 Svíþjóö Dagana 2.-4. ágúst sJ. komu fulltrúar frá öllum helstu þænda- samtökum á Norðurlöndum til fundar i Mariehamn á Alands- eyjum. Frá tslandi mættu 10 full- trúar. Samtals voru fundarmenn 230, Þaö voru bændur og starfs- menn bændasamtakanna. Megin tilgangur aöalfunda NBC er að kynna þróun landbúnaðarins i hverju landi, framleiöslu,sölu og markaösmál. A fundinum störfuðu fimm umræöuhópar og skilaði hver hópur áliti I þeim málum sem þeim var faliö að fjalla um. Einn hópurinn fjallaöi um ættliöaskipti i landbúnaöi, annar um tómstundabúskap, þriðji hópurinn um sumarleyfi I sveit, fjóröi hópurinn um samvinnu- félög bænda og sá fimmti um starfsemi NBC. Ættliöaskipti i landbúnaði er algengasta leiöin fyrir ungt fólk sem er aö hefja búskap, synir og dætur taka viö af foreldrum. Lögö er áhersla á aö unga fólkiö ráöi þvi sjálft, aö mestu.hvenær þaö tekur viö bú- rekstrinum, þennan rétt má ekki skerða meö lögum. 1 Sviþjóö og Danmörku fær ungt fólk, sem er að hefja búskap verulega fyrir- greiðslu til aö kaupa jörð, bústofn og vélar. Mestur viröist áhuginn vera i Sviþjóð hjá ungu fólki að hefja búskap og þar mun stuö- ningur vera mestur.í Finnlandi er aftur á móti sú stefna aö fækka beribændum, frekar en aö stuöla að endurnýjun. Lögð var áhersla á aö bænda- samtökin mörkuöu ákveöna stefnu gagnvart tómstundabú- skap en á þaö hefur nokkuö skort. Næsti aðalfundur NBC veröur haldinn á Islandi um mánaða- mótin júli-ágúst næsta sumar aö Laugavatni. Forseti var kosinn Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri Framleiösluráös landbúnaöarins og aöalritari Agnar Guðnason blaöafulltrúi bændasamtakanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.