Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 15. september 1978 Föstudagur 15. september 1978 13 Sólbekkir Smiðum sólbekki eftir máli, álimda með harðplasti. Mikið litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur. Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin) Simi 33177 Útboð Hitaveita Akurevrar óskar eftir tilbobum i lagningu dreifikerfis I öngulsstabahreppi 2 áfanga. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitunnar Hafnar- stræti 88b gegn 30. þús. kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö föstudaginn 22. sept. 1978 kl. 11 á skrifstofum Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9. Hitaveitustjóri. íbúð til sölu Til sölu er ibúö á efri hæö i tvibýlishúsi viö öldustig á Sauöárkróki. íbúöin er þrjú herbergi, þvottahús og geymsla. Tilboö óskast. Upplýsingar i sima 95-5200 á daginn. Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn til að senda okkur hjólbarða til sólningar EÍRum fyrirlÍRRjundi flestur stœrdir hjólburdu, sóludu og nýju Mjög gott verð Ftjót og góð þjónusta POSTSEMDUM UM LAMD ALLT GUMMI VINNU STOfAN HF Skipholt 35 105 REYKJAVÍK slmi 31055 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiöar, sendibifreiö, ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiöar þ.á.m. Pick-Up bifreiö.jeppabifreiö og vörubifreiö er veröa sýndar að Grensásvegi 9 þriöju- daginn 19. sept. kl. 12-3. Tilboðin veröa opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA Húseign í Bolungarvík Kauptilboð óskast 1 neðri hæð húseignar- innar nr. 6 við Höfðastig, Bolungarvik (Póstur & Simi) sem er eign rikissjóðs. Eignin sem er 57 fermetrar að flatarmáli veröur til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 4-6 e.h. 19 og 20. sept.'n.k. Þar verða einnig allar nánari upplýsingar gefnar og þeim afhent tilboðseyðublöö sem' þess óska. Einnig eru eyðublöö afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik. Skráð fasteignamat eignarinnar er kr. 5.447.000,-. Tilboö veröa opnuö á skrifstofu vorri, mánudaginn 2. okt. 1978 kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 •Síðasta tækifærið til að sjá INÚK Á þriðjudags- og miövikudags- kvöld i næstu viku gefst þeim, sem ekki hafa séö sýningu Þjóöleikhússins á INOK, einstætt tækifæri til að sjá þessa margum- töluðu sýningu, sem nú hefur ver- iö sýnd yfir 230 sinnum i 19 lönd- um heims og hvarvetna hlotiö hinar bestu viötökur Nú er rúm- lega ár siðan þessi sýning var siö- ast á feröinni, á listahátiöinni i Bergen. Astæöan fyrir þvi að verkið veröur nú sýnt á Stóra sviöinu er aö æfingar hafa staðið yfir vegna fyrirhugaðrar þátttöku i leiklistarhátiöinni i Austur- Berlin i lok þessa mánaðar og jafnframt eru þá fyrirhugaðar nokkrar sýningar i skólum hér heima. Sýningarnar á Stóra sviöinu verða á þriðjudags- og miöviku- dagskvöld kl. 21 og er þetta slö- asta tækifæriö fyrir almenning aö sjá þessa rómuöu sýningu. •Nýr organisti við Dóm kirkjuna Marteinn Hunger Friðriksson hefur verið ráðinn organisti við Dómkirkjuna. Marteinn er gagnmenntaöur tónlistarmaður. Aö loknu stúdentsprófi árið 1957 stundaöi hann nám við Kirkju- tónlistarskólann i Dresden og lauk þaðan B-prófi 1960. Næstu ár varhann við Tónlistarháskólann i Leipzig og tók þar burtfararpróf (A-próf) 1964 i kirkjutónlist, tónsmiðum og hljómsveitar- stjórn. Hann var 'organisti Landa- kirkju i Vestmannaeyjum 1964-70 og var þá jafnframt skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Frá 1970 hefur hann verið organ- isti Háteigskirkju hér i Reykja- vik. Jafnframt hefur hann veriö kennari viö Tónlistarskólann i Reykjavik og stjórnaöi hljóm- sveit hans. Þá hefur hann verið stjórnandi Söngsveitarinnar Filharmoniu. Atriöi úr INÚK Marteinn hefur verið mjög at- hafnasamur i islensku tónlistar- lifi, haldið fjölda tónleika meö kirkjukór sinum, hljómsveit skól- ans og stjórnaö sameiginlegum tónleikum Filharmoniu og Sinfóniuhljómsveitar Islands. Marteinn tekur viö dómorgan- istastarfinu 1. desember n.k. Orgelleik- arar mótmæla Timanum hefur borist svohijóöandi ályktun: „Fundur i félagi Isienskra orgelleikara 11. september mótmælir harölega þeirri ráöstöfun rlkisstjórnarinn- ar aö hækka vörugjald á hljóöfær- um, sem væru þau munaðarvara en ekki menningartæki.” •Ljósmynda sýning í Kristalssal I dag veröur opnuð i Kristalssal Þjóðleikhússins ljósmyndasýning frá breska þjóðleikhúsinu, þar sem brugðið er upp myndum af leikhúsbyggingunni nýju og starf- seminni þar. Þessi nýja leikhús- bygging, sem i rauninni eru þrjú leikhús, var tekin i fulla notkun fyrir hálfu ööru ári. Hefur ieikhúsið vakið mikla athygli og þykir merkur áfangi i sögu breskrar leiklistar. Leikhússtjóri breska þjóðleikhússins er Peter Hall. Arkitekt byggingarinnar er Denys Lasdun. Þessi myndasýn- ing verður til sýnis á Kristalssal nú eitthvað fram eftir hausti. •Sonur bakarans og dóttir skóarans - frumsýnt í V_Þjóðleíkliúsinu _ 1 kvöld verður fyrsta frumsýning Þjóð- leikhússins á þessu leikári. Það er nýjasta leikrit Jökuls Jakobs- sonar, SONUR SKÓAR- ANS OG DÓTTIR BAK- ARANS eða SÖNGUR- INN FRÁ MY LAI, i leikstjórn Helga Skúla- sonar, sem sýnt verður. Leikmynd geröi Magnús Tómasson. Þetta leikrit Jökuls er viðameira en flest eldri verka hans, hann færist hér meira i fang en áður og eitt þorp verður að heilli samfélagsmynd með skir- skotun langt út fyrir landstein- ana. Leikritið gerist sem sé i litlu sjávarplássi, þar sem allt er i niðurniðslu og ibúarnir lepja dauðann úr skel uns heim kemur Jói, sonur skóarans, utan úr hin- um stóra heimi og tekur þá heldur að vænkast hagur þorpsins eða svo virðist að minnsta kosti fyrst i stað. Titilhlutverkin, son skóarans og dóttur bakarans, leika Arnar Jónsson og Kristin Bjarnadóttir. FIu hótelstýru leikur Kristbjörg Kjeld, Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir leika skringileg skötuhjú, Albjart og Matthildi. Róbert Arnfinnsson leikur oddvit- ann I plássinu, Bryndis Péturs- dóttir konu hans og Erlingur Gislason leikur auðkýfinginn Kap, sem sonur skóarans færir plássinu utan úr heimi. Tveir ungir leikarar, sem ekki hafa áð- ur leikið I Þjóðleikhúsinu, koma fram I stórum hlutverkum: Edda Björgvinsdóttir og Emil Guömundsson, en þau luku bæöi prófi frá Leiklistarskóla Islands i vor. Fjöldi annarra leikara kem- ur fram i sýningunni svo og hljómsveitin Melchior. •Þjóðleikhús- kórinn í söngför 1 gær hélt Þjóðleikhúskórinn i söngför til Færeyja. Ferð þessi er að nokkru farin i tilefni 25 ára af- mælis kórsins, sem var I vor. Þá voru haldnir afmælistónleikar i Þjóðleikhúsinu og er efnisskráin i aðalatriðum sú sama að viðbætt- um fjölmörgum islenskum lög- um. Eru það kórar úr ýmsum þekktustu óperum, óperettum og söngleikjum, sem kórinn hefur tekið þátt i Þjóðleikhúsinu. Rúmlega 30 kórfélagar taka þátt i ferðinni. Einsöngvarar eru Guðmundur Jónsson, Ingveldur Hjaltested og nokkrir kórfélaga. Söngstjóri er Ragnar Björnsson og Carl Billich annast undirleik. Ráðgerðir eru fernir tónleikar: tvennir i Þórshöfn, 1 i Vogum og 1 i Fuglafirði. Kórinn kemur aftur til landsins á sunnudagskvöld. Vignir á „Loftinu” í dag, föstudaginn 15. september kl. 18.00 opnar Vignir Jóhannsson frá Akranesisýningu á „Loftinu”, Skólavörðustig 4. Vignir sýnir teikningar og grafik, sem hann hefur unnið undanfarið ár. Vignir lauk námi frá Graflk- dcild Myndlista- og handiðaskóla tslands síðastliðið vor, og er nú ráðinn við skólann sem kennari. Sýningin verður opin kl. 9-18 virka daga, kl. 10-18 á laugardög- um og kl. 14-18 á sunnudögum. Sýningar á „Loftinu” hafa legið niðri i sumar vegna eigenda- skipta, en verða nú teknar upp að nýju og er sýning Vignis Jóhanns- sonar upphaf vetrarstarfseminn. • Ejler BUle með fyririestur Danski listmálarinn Ejler Bille, sem þessa dagana synir verk sin sem gestur SEPTEM-hópsins I Norræna húsinu, heldur fyrirlest- ur i samkomusal Norræna hússins á morgun kl. 16.00 Fyrirlesturinn nefnir hann „Kunstens betydning menneskeligt og sosialt”. Ejler Bilie hefur gert mjög vlð- reist um ævina, og að erindinu loknu sýnir hann litskyggnur frá siðustu ferð sinni til Bali. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Sýn- inginSEPTEM-78 er opin daglega frá kl. 14-19 fram til 24. septem- ber. Ejler Bille. , •Lístafólk frá Úkraníu til íslands Hðpur listafólks frá Úkrainu kom hingað til lands hinn 12. sept. siðastliðinn til þátttöku i „So- véskum dögum” sem félagið MIR efnir til á hverju ári. Þetta er þriðja árið i röö, sem eitt 15 lýðvelda Sovétrikjanna er sérstaklega tekið til kynningar á „Sovéskum dögum” MIR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarrikjanna: Armeniu- kynning var 1976, Lettlandskynn- ing i fyrra og nú Úkrainukynning. 1 hópi úkrainumannanna, sem hingað koma i tilefni „Sovésku daganna”, eru 12 þjóðdansarar, óperusöngvarinn Anatóli Mokrenko og bandúruleikararnir Maja Golenko og Nina Pesarenko. Allir þessir listamenn eru ifremstu röð i Úkrainu: dans- ararnir ú „Rapsódiu”, einum kunnasta þjöðdansaflokki úkrainska sovétlýðveldisins, Mokrenko er einn af frægustu Framhald á bls. 23 Arnar Jónsson og Rúrik Haraldsson i hlutverkum slnum I Sonur bakar- ans og dóttir skóarans. fólk í listum Tveimur kvöldum fýrir hinn áhættusama uppskurð fór hinn heimsþekkti leikari á lltið franska veitingahús i Boston, þar sem hann neytti (ef til vill hinsta) kvöldverðar ásamt son- um sinum, þeim Patrick og Micheal, og Pat Stacey, vinkonu sinni. Með matnum drakk hann uppáhaldsdrykk sinn, Tequila,- sem læknar höfðu fyrir löngu forboðið að hann snerti. 48 stundum eftir þetta sam- sæti hafði þessi 71 árs gamli kvikmyndagarpur fengið nýja hjartaloku og fann ekki til neinna öndunartruflana. Þetta var i annáð sinn sem John Wayne gekk dauðanum úr greipum, þvi fyrir 14 árum hafði hann verið talinn af, og þá var það lungnakrabbi. Likurnar á að lifa sllkt af eru minni en 10%. Þá var hluti hægra lunga hans fjarlægður. Og þessi lifseigi maður, John Wayne, sem bar sigurorð af öllu og öllum i kvik- myndum sinum, lagði krabbann þarna einnig að velli. Þess vegna má skilja að maður á borð við hann ræddi með hálfgerðri fyrirlitningu um „þessa heimskulegu hjartabil- unarsögu”. Ekki eitt augnablik hvarflaði að honum nein upp- gjöf. Og þar kom að Dr. Buckley gat að þrem vikum liðnum, sent hinn fræga sjúkling sinn út úr „Massachusetts General Hos- pital”, sem læknaðan. Þessi 192 cm hái og herðabreiði leikari hafði að visu tapað nokkrum kilóum, en ekki grammi af ágætu skapi sinu. „Ég ætlaði mér aldrei að fara að gera ykkur atvinnulausa drengir”, sagði hann við fréttamenn, sem staddir voru viö sjúkrahúsdyrn- ar, þegar hann útskrifaðist. Þetta var fyrir fáum mánuð- um og hann hefur þegar ákveð- ið gerð nýs sjónvarpsþáttar og tekið til við skipulagningu starfs sins á næstunni. Hann sló hug- hreystandi áherðar Patricks sonar sins og sagði: „Engar áhyggjur! Meðan ég vinn, er öllu óhætt. Enn verö ég að gera nokkrar góðar myndir. I sjónvarpsstúdiói i Holly- wood er byrjaö að prufumynda „John-Wayne-Special-Show” og i haust mun hann ekki láta sig muna um að skriða á öllum fjór- um i framhaldi myndarinnar „Rooster Cogburn”, sem hann fer með aðalhlutverkið i. Hann er fæddur leikari. Skirn- arnafn hans er Marion Michael Morrison og var faðir hans apó- tekari. Ungan dreymdi hann um að verða stjórnmálamaður, en fjölskylda hans sá sér ekki fært að kosta hann til náms. Hann fékk vinnu i kvikmyndaveri sem handlangari og þar fann hann og framtiöarstarf sitt. Hann lék hermenn og hetjur úr villta vestrinu, ævintýramenn og elskhuga. Kvikmyndir hans eru orðnar meira en 150. Sem eiginmaður var hann aldrei á réttri hillu. Þrjú hjóna- bönd þessarar drykkfelldu kempu enduðu með skilnaði við þær Josephine, Charta og Pilar. „Ég er nú oröinn 71 árs gam- all”, segir hann, ,,en konur hef ég aldrei getað skilið. Og ég ef- ast um að sá maður finnist, sem nokkru sinni getur skilið kon- ur”. En þó virðist vera til ein kona sem skilur hann. Sú er Pat, sem er 35 árum yngri en hann. Hún tefcur þetta gamla hörkutól, eins og'hann er, — óráðþæginn og þverlyndur. Ef til vill er það ekki svo undarlegt, þar sem hér á maður i hlut sem tvivegis hefur verið kominn á grafar- barminn. (Þýtt og endursagt AM Wayne er orðinn magur og tek- inn og i fyrsta sinn má sjá að þarna fer sjötugur maöur. Myndin er tekin eftir hjartaupp- skurðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.