Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 24
HM Sýrð eik er sígild eign GiÖCiH TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Föstudagur 15. september 1978 202. tölublað — 62. árgangur. simi 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Er Kjarvalsstöðum stýrt af menningarlegum óvitum? — Harðorð skilgreining listfræðings hússins á ástandi þar A&alsteinn Ingólfsson, listfræöingur. t gær kallaði Aöalsteinn Ingóifs- son listfræöingur, — sem á þriöja ár hefur veriö listfræö- ingur Kjarvalsstaöa, — blaöa- menn á fund viö sig aö Kjar- valsstöðum, en hann er ná aö láta af starfi þar. Var tilgangur Aöalsteins meö þessu aö gefa skýringu á þvi aö hannléti nú af starfi, en ýmsir heföu veriö aö spyrjast fyrir um orsök þess. A þessum fundi kom þaö fram að Aðalsteinn telur sig hafa, allt frá þvi er hann tók við starfi, orðið að afbera litinn skilning á málefnum Kjarvalsstaða af opinberri hálfu, en fjárveiting hefur verið skorin við nögl og starfið orðið aö hjálpast aö miklu leyti við góðfýsi hinna óikustu aðila. Heföi þetta oft orðiö til þess að ekki hefði veriö hægt að sinna áhugaverðum verkefnum, sem ekki heföu þurft að kosta mikið fé. Þá átaldi hann meingallað . stjórnskipulag hússins, en þar hafa haft stjórn með höndum tvær nefndir, hvor með einn framkvæmdastjóra, og heföi starfesvið þeirra veriö svo óljóst skilgreint að alls kyns tvíverkn- aður og flækjur heföu myndast. Allt hefði þó mátt bjargast að sögn Aðalsteins,heföi ekki verið fyrir tilverknaö forstööumanns hússins, sem vegna skorts á menntun, getu og nennd, hefði lagt stein i götu starfsins og jafnvel visvitandi reynt að hindra, tefja og mistúlka starf- semina. Þá átaldi Aðalsteinn enn hlut Sjafnar Sigurbjörnsdóttur sem er formaður hinnar nýskipuðu hússtjórnar, og kvað hana hafa af persónulegum fordómum gagnvart sér, hlutast til um að hann yrði strikaður út af iauna skrá, þegar ráðningartima hans var lokiö og sett stein i götu þess að um frekari ráðningu hans til starfsins yrði að ræða. Hefðu tveir borgarfulltrúar farið þess Framhald á bls. 23 „Skrýtinn fugl” Kittlivað taldi Ijósmyndarinn sig kannast við þennan skrýtna fugl sem hann sá á Reykjavikurflug- velli i gær. Hér var komin endur- bætt útgáfa af gamla góöa þrist- inum sem flutt hefur margan tslendinginn um óravegu loftsins. Þessi nýja útgáfa er meö þrjá skrúfuþotuhreyfla i staö tveggja bensfnhreyfla áöur, auk annarra nýjunga. Vonast fyrirtækiö sem sér um þessar endurbætur eftir aö lengja lífdaga þristins sem þegar eru orönir 43 ár. Timaniynd Tryggvi. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Ægisiða Snorrabraut Kjartansgata Sími 86-300 Neyðarástand i Kennaraháskólanum: 3. árs nemar í verkfalli HR — Eins og kom fram i Timanum í gær hefur Sam- band isl. grunnskólakennara átt f deilu viö rikisvaldiö um launajöfnun kennarapróf- anna. Til að þrýsta á rflús- valdiö hafa kennarasamtökin neitað aö ráöa sig sem æfinga- kennara og þar meö aö taka kennaranema i æfinga- kennslu. Hefur svo fariö fram s.l. þrjú ár. Afleiðingin er sú að kenn- aranemar á þriðja ári sjá nú ekki fram á að geta lokið námi á eölilegum tima vegna þess að mikið vantar á að þeir hafi lokið lögboðinni æfinga- kennslu. Þannig gat aðeins um helmingur þriðja árs nema hafið nám i haust. Til þess aö fá viðunandi lausn á þessum málum hafa. allir þriðja árs nemar 86 aö tölu nú ákveðið á að hef ja ekki nám. Vilja þeir með þessu móti þrýsta á báöa deiluaðila að leysa þetta mál hið snar- asta. Hafa þeir ennfremur sent báðum aðilum opið bréf þar sém þeir eru hvattir til að leysa deilur sinar þvi þær bitni harðast á aðila sem engan hlut á að þessari deilu, þ.e. kenn- aranemum. Vísitölunefnd clHnilft - einhvern ðliipUU næstu daga ESE — Eins og kunnugt er, er endurskoöun núgildandi visi- tölukerfis eitt þeirra mála sem rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar leggur hvað mesta áherslu á aö tekið veröi til gagngerörar endurskoöunar og veröi þaö verkefni faliö sérstakri stjórn- skipaöri nefnd. Timinn sneri sér i gær til Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra og var liann aö þvi spuröur hvort búiö væri aö skipa nefndina. ólafur kvaö svo ekki vcra, en þaö yröi gert einhvern næstu daga. Á stuttum tíma hefur álagníng verið skert um 20% Arnþórsson I viðtali VIU UlllcUlU urn Kás — „Staöa dreifbýlisverslun- arinnar i dag er mjög slæm, og miklu verri en hún hefur veriö áöur, a.m.k. um mjög langan tima,” sagöi Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri KEA og for- maöur Sambandsstjðrnar, þegar Tirninn bar undir hann spurning- una um stööu dreifbýlisverslun- arinnar i ljósi síöustu efnahags- ráðstafana. „Dreifbýlisverslunin á við sér- stök vandamál að striða umfratn þéttbýlisverslun og þá t.d. vegna þess, að hennar birgðahald verð- ur miklu þyngra heldur en þétt- býlisverslunarinnar og veltuhraðinn verður hægari og vaxtabyrðin verður þess vegna meiri. Þess vegna bitnar það mjög harkalega á dreifbýlisversl- un þegar fara samaan verðbólga, eins og verið hefur á undanförn- um árum, og hávaxtastefna, eins og hér hefur verið rekin einnig á siðustu árum. Verðbólgan sem við höfum búið við hefur verið þetta frá 22-50% siðustu ár, allar götur frá árinu 1973, og dreifbýlisverslunin hefur ekki fengið frekar en önnur versl- un, leyfi til þess að hækka endursöluverð sinna vörubirgða til að mæta verðhækkunum á nyj- um innkaupum. Þannig hafa vörubirgðir og rekturfé rýrnað stórkostlega vegna verðbólgunn- ar. Samt sem áöur hefur verslun- in þurft að greiða háu vexti af sinu veltufé, eins og hver önnur atvinnugrein. Nú er sjálfsagt vel rökstyðjan- legur hár verðbótaþáttur i vöxt- um, af t.d. lánum af fasteignum sem hækka i verði með verðbólg- unni. En það er hins vegar alveg út i hött, og alveg órökstyðjan- legt, að verslunin geti borgað verðbólguþátt vaxta af lánum eða af sinu reksturfé. Vegna þess að það er enginn þáttur i rekstri verslunarinnar sem getur staðið undir þessum veröbótaþætti. Ef ætti með eðlilegu móti að vera hægt að standa undir þessum verðbótaþætti vaxtanna þyrfti að vera leyft að hækka verð vöru- birgðanna til samræmis við verð- bólguna, en það hefur ekki verið leyft. stöðu dreifbýlis- verslunarinnar Valur Arnþórsson. Sem sagt vörubirgðirnar hafa i gegnum verðbólguna rýrnað stór- kostlega og verslunin hefur tapað stórum hluta af sinu rekstursfé. Það hefur siðan að sjálfsögðu gert versluninni i landinu erfið- ara fyrir núna á þessu ári, að álagningin var lækkuð i kjölfar gengisfellingarinnar. Nú er aftur beitt álagningarlækkun á grund- velli þessarar sömu reglu þ.e. 30% reglunnar, þannig að nú er búið að taka i burtu á tiltölulega stuttum tima, um 1/5 af álagn- ingu verslunarinnar, á sama tima og allir kostnaðarliöir hafa hækk- að stórkostlega. Það verður þess vegna að svara þinni spurningu með því, að dreif- býlisverslunin á við mjög mikla erfiðleika að striða, en vanda- málin eru ekki orðin neitt einka- mál dreifbýlisverslunarinnar, heldur er þetta orðið allsherjar- vandamál allrar smásöluverslun- arinnar i landinu, hvort sem er i dreifbýli eða þéttbýli. En erfiðleikarnir eru þó öllu meiri i dreifbýlinu, og þegar á heildina er litiö gæti ég trúað þvi að dagvöruverslunin væri rekin með um 3% halla, miðað viö veltu”, sagði Valur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.