Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 15. september 1978 1. lönaður hefir verið stórefld- ur og nýjum iðngreinum bætt við. 2. Sölustarf sjávarafurða hefir NYTT verið stóraukið og Iceland Products gert að vel búnu markaösfyrirtæki. 3. Sam vinnusparisjóður — og sfðar Samvinnubanki hefir verið settur á stofn ásamt útibúum viðs vegar um landið. 4. Kaupskipaflotinn hefir stækkaö og skip veriö end- urnýjuð. — Stórt oliuflutn- ingaskip, „Hamrafell”, var keypt og rekið I 10 ár. 5. Santvinnufræöslan hcfir verið endurskipulögð og út- gáfustarfsemi aukin. Skóla- setrið flutt að Bifröst og það eflt og bætt viö skóladeild i Keykjavik. (i. Samstarfsfyrirtækin hafa vcrið efkl og ný bætst við svo sem Osta- og smjörsal- an og Samvinnuferðir. 7. Tölvuþjónusta hefir verið tekin uppog á þvi sviöi hefir Sambandið veriö í fremstu röð fyrirtækja hérlendis 8. Kjötiðnaðarstöö hefir verið byggð og matvælafram- leiðsla aukin. 9. Holtagarðar, sem er birgðastöð og vörugeymsla, hafa verið byggðir við Sundahöfn i Reykjavik. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru. Þessi upptalning gæti verið miklu lengri. Hliðstæða mynd má draga upp frá starfs- svæöum kaupfélaganna. Aug- ljóst er þvi, að hér er verið aö lýsa framfaratimabili. Sigurður Kristinsson minnti á það, að á vissum timum hefði orðið að hægja ferðina. Vera má að við stöndum nú i svipuðum sporum og fyrirrennarar okkar gerðu um 1920 og 1930. Yfir þá erfiðleika tókst að komast. Við- námsbaráttu virðist þörf á næstunni. Til hennar þurfa sam- vinnumenn að búa sig og þeir þurfa einnig að nota timann til að skipuleggja nýja framfara- sókn á komandi árum. Samvinnumaður. gerst? Ef litiö er á þann annálsþátt, sem minnst hefir veriö á, og getiö þeirra atriða, sem sér- staklega eru tengd sögu Sam- bandsins seinustu 25 árin, stað- næmist augað einkum viö þetta: GAMALT Hvað hefir Tveir áfangar Arið 1952 þegar 50 ár voru lið- in frá þvi aö Samband íslenskra samvinnufélaga var stofnað, var þess áfangaminnst á ýmsan hátt. Þá var dregin upp i stuttu máli greinileg mynd af fortiö, stöðu og framtiðarverkefnum kaupfélaganna. Sigurður Krist- insson, fyrrum forstjóri Sam- bandsins, sem þá var orðinn formaöur þess, ritaöi formáls- orö i' afmælisútgáfu Samvinn- unnar. Hann dró upp i stuttu máli glögga mynd af þróun kaupfélaganna og Sambands- ins. Hann sagði m.a. eförfar- andi: ,,Þó að vöxtur og viðgangur Sambandsins og sambandsfé- laganna hafi oröiö mikill á sið- ustu fimmtiu árum, er ekki svo að skilja, að starfsemin hafi þróast nokkurn veginn jöfnum skrefum. Það hafa komið fyrir timabil, þegar viö mikla örðug- leika var að etja og allt hefur nálega staðið i staö. Vil ég þar sérstaklega benda á hina miklu fjárkeppu um I920 ogaftur 1930 og næstu ár á eftir. Þá voru erfiðir timar fyrir Sambandiö og sambandsfélögin.” Þessiorðer timabært að rifja upp nú. Jónas Jónsson frá Hriflu skrif- aöi stutta grein i afmælisblaðið sem hann kallaöi: „Fyrir daga Sambandsins”. Þar rifjaöi hann upp kafla úr verslunarsögu okk- ar eftir aö einokum lauk 1854 og lýsti þætti samvinnufólks i þeim umbótatilraunum og átökum, sem viö tóku. Hann nefndi for- ystumennina og minntist leið- sagnar þeirra. Nöfn þeirra og saga er mörgum samvinnu- manni kunn, en nauðsynlegt er aö tengja fortið og nútiö saman með sögulegum fróöleik. Þessi grein Jónasarer.einsog raunar margt annaðsem hann skrifaöi, kjörið lestrar og umræðuefni i samvinnusö'gutimum aö Bifröst og annars staðar þar sem sam- vinnusaga er rifjuð upp. Auk þeirra Sigurðar og Jónas- ar, ritaöi Vilhjálmur Þór eftir- mála en hann haföi tekiö viö sem forstjóri Sambandsins áriö 1946. Grein Vilhjálms er hvatn- ing til samvinnumanna. Hann sagði: ,,Sú unga kynslóð, sem brátt tekur við störfum, þarf engu að kviöa. Næg verkefni biöa hennar”. Seinni áfanginn Þetta er rifjað upp vegna þess, að þegar liöin voru 75 ár frá stofnun Sambandsins var þeirra timamóta minnst meö svipuðum hætti á s.l. ári. Sam- vinnan gaf út sérstakt afmælis- rit þar sem fróðlegt yfirlit var gefið um liöna tið. Það kom i hlut Eysteins Jónssonar aö rita formálsoröin. Hann undirstrik- aði þátt samvinnuhreyfingar- innar i islenskum þjóðarbúskap og sagði réttilega: „Hún hefir miklu hlutverki að gegna i lát- lausri baráttu þjóðarinnar fyrir efnalegu og atvinnulegu sjálf- stæöi og viðunandi lifskjörum”. Erlendur Einarsson, forstjóri, minnti á það, i eftirmála sem hann skrifaöi i þetta afmælisrit, að með þvi að efla félagsfram- takið i þjóðfélaginu yrði fjár- festing i atvinnurekstri sameign fjöldans. 1 þeim tveim afmælisritum, sem hér hefir verið vitnað til, er saga Sambandsins sögð i ann- álsformi og aðeins stiklað á stóru. Framkvæmdasaga kaup- félaganna er ekki rakin en birt- ar myndir frá heimahögum þeirra og verslunaraðstööu. t stað gamalla og litilla verslunarbúða eru viðast komin ný og myndarleg hús og i sam- ræmi við þaö hefir aðstaöan á öðrum sviðum einnig veriö bætt. Greinilegt er aö ekki hefir veriö um kyrrstööutimabil aö ræða hjá kaupfélögunum i þessi 25ár. Þótt árin haf i að visu veriö mis- jöfn, hefir timabilið i heild verið saga framfara og framsóknar. Þetta á að visu ekki aðeins viö um vettvang samvinnumanna, heldur er hið sama einnig hægt að segja um margra aðra þætti þjóölifsins, en þaö er stað- reynd, að samvinnustarfiö hefir haldið vel á sinum hlut. Kór Lang- holtskirkju — vel tekið í Finnlandi t siðasta mánuði tók Kór Lang- holtskirkju þátt i 12. norræna kirkjutónlistarmótinu sem að þessu sinni var haldiö i Heisinki. Söngvarar og hljóöfæraleikarar viös vegar aö af Noröurlöndunum tóku þátt í fiutningi tónverka á mótinu. tslensku tónleikarnir fóru fram i Gömlu kirkjunni i Helsinki 19. ágúst og hlaut Kór Langholtskirkju a fliuröaviötökur áheyrenda. Meðal verka sem kór- inn flutti voru sex gömul islensk sálmalög i útsetningu Dr. Róberts A. Ottóssonar, þrjú verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og eitt eft- ir Jón Asgeirsson. Verk Jóns og tvö verka Þorkels voru samin sérstaklega fyrir kórinn til flutnings á mótinu. Að aflokinni þátttöku sinni i mótinu hélt kórinn í tónleika- ferðalag um Suður-Finnland og voru haldnir tónleikar i þremur borgum, Turku, Tampere og Jyvaskyla. Hvarvetna hiaut kór- inn mjög góðar viðtökur og á það raunar jafnt við um flutning kórs- ■ - „Frábær hópur, lyriskt mjúkur, tær og i jafnvægi og hreinhljóma...” segir i tónlistargagnrýni dagblaösins Helsingin sanomat 21. ágúst si. um tónleika kórs Langholtskirkju i Ilelsinki. ins og verkin sem á efnisskránni voru. Kórinn hlaut mjög lofsam- lega dóma i finnskum blöðum. Vi'ða varð þess vart hversu litt Finnar þekkja til islenskrar tón- listar og var þvi fagnað mjög af þeim sökum að kórinn sky ldi hafa ráðist i þessa söngferð. Þátttakendur i ferð kórsins voru 63, þar af 43 söngfélagar. Um miðjan þennan mánuö hefjast æfingar á ný hjá kórnum og fyrirhugaöir eru nokkrir tón- leikar á vetri komanda. Stjórn- andi Kórs Langholtskirkju er sem fyrr Jón Stefánsson. tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.