Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 15. september 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. ' - Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjaid kr. 2.000 á mánuði. Blaöaprent h.f. V______________________________________________) Hrikalegir erfið- leikar í arf Guðbrandur Magnússon skrifar frá Svíþjóð: Borgarflokkarnir eiga í erfiðleikum - skattar hafa hækkað í stjórnartíð þeirra þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða Það var eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun hins nýja borgarstjórnarmeirihluta i Reykjavik að láta gera úttekt á fjárreiðum og fjármálastöðu borgarinnar eftir valdaferil Sjálfstæðismanna. í sjálfu sér fól þessi ákvörðun ekki i sér neitt vantraust á fyrri meirihluta eða vanmat á fjár- málastjórn hans. Hins vegar var það og er öllum landsmönnum kunnugt hversu ótæpilega ihalds- menn hafa sýknt og heilagt gumað af peninga- legu ágæti sinu og frábærri leikni við kassann. Það var þvi enn fremur sérstök ástæða til þess að gera þeim það til þægðar, að hlutlaus aðili sýndi fram á þetta margumtalaða „fjármála- vit”, alla þessa marglofuðu „ábyrgðartilfinn- ingu” og aðrar slikar eigindir sem borgar- stjórnaríhaldið hefur árum og áratugum saman viljað prýða sig með. Nú er þessi úttekt komin fram. Og samtimis hætti nokkrum minnsta imynduðum ljóma að stafa frá ihaldsmönnum i Reykjavik. Háifguðum þessum hefur verið varpað af stalli, og nú eru þetta venjulegir menn sem eru að reyna að fóta sig á jafnsléttu. Það kemur auðvitað engum á óvart að Reykja- vikurborg á i fjárhagsvandræðum um þessar mundir. Bæði er að þessi árstimi er jafnan óhag- stæður, en þó fyrst og fremst hitt, að borgin er að sjálfsögðu háð þeim sömu öflum sem valda þvi að gervallt þjóðarbúið stendur frammi fyrir veru- legum vanda. Og menn vita það og að opinberir sjóðir, stofnanir og bæjarfélög eiga i miklum erfiðleikum eins og Timinn hefur margsinnis bent á frá þvi löngu fyrir siðustu kosningar. En hinn mikli vandi Reykjavikurborgar verður ekki skýrður með þvi einu að visa til hins al- menna efnahagsvanda i þjóðfélaginu. Það er ekki af tilviljun að i greinargerð borgarstjórnarmeiri- hlutans segir svo orðrétt: „Reykjavikurborg á við hrikalega greiðslu- erfiðleika að striða um þessar mundir. Nauðsyn- legt er að brúa þá fjárvöntun að upphæð um tvö þúsund milljónir króna, sem nú blasir við, eftir viðskilnað fyrrverandi borgarstjórnarmeiri- hluta”. Það er alveg Ijóst að áralöng gagnrýni á ráðsiag reykviska ihaldsins hefur verið staðfest. Það er alveg ljóst að hinn hefðbundni eyðsluvixill ihaldsins i Reykjavik fyrir kosningar er fallinn. Og það er lika ljóst að ekki höfðu verið gerðar neinar ráðstafanir til þess að fé væri fyrir hendi til að greiða hann á gjalddaga. Þetta er arfurinn sem hinn nýi meirihluti borgarstjórnar hefur fengið. Þetta eru stað- reyndirnar að baki öllu hvimleiða ihaldsraupinu um það, að Reykjavikurborg væri ein allsherjar- sönnun þess hverjir einir gætu stjórnað málum þjóðarinnar af festu og ábýrgð. Þessi arfur varpar skugga sinum yfir fyrstu störf og aðgerðir hins nýja meirihluta. Nú þarf fyrst að stinga út úr þessu húsi og lofta þar ræki- lega út. JS — HIN borgaralega ríkis- stjórn Svia á við mikla erfið- leika að striða um þessar mundir. Annars vegar er versnandi fjárhagur sænska rikisins, og hins vegar klofn- ingur innan rikisstjórnarinnar um orkumál. Samstarf þeirra þriggja flokka sem aö sænsku stjórninni standa hangirá blá- þræði og getur hvenær sem er splundrast. Miöflokkurinn, sem er i for- sæti, hefur nú sagt þvert nei við kjarnorkuverunum tveim, Forsmark 1 og Ringhals 3. Þessi ákveðna afstaða þeirra hefur valdið miklum óróleika innan samstarfsflokka Miö- flokksins. Forystumenn stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir þvi, að ef rikis- stjórnin klofnar núna, þá eru borgaraflokkarnir liklega úti- lokaðir frá völdum i náinni framtið i Sviþjóð. Þeir gera þvi allt sem þeir geta til að bjarga lifi þessarar fyrst— borgaralegu rikisstjórnar i Sviþjóð i 44 ár. Baráttan stendur á milli Miðflokksins annars vegar, og Folkepartiet og Moderata samlingspartiet hins vegar. Miðflokkurinn heldur þvi fram að öryggiskröfur varöandi geislavirkan úrgang frá orku- verunum séu alls ófullnægj- andi. Hinir 'flokkarnir halda þvi aftur á móti fram, aö orku- þörfin sé svo mikil aö tengja verði kjarnorkuverin Ringhals 3 og Forsmark 1 strax. LEITAÐ var til Frakka um vinnslu úrgangsins i Sviþjóð, og lögöu þeir fram samning, sem sænska rikisstjórnin átti að svara fyrir 12. ágúst s.l., en ekkertsvar hefur ennþá borist frá stjórninni. Foringi stjórn- arandstöðunnar, Olaf Palme, upplýsti i siöustu viku, aö þar sem Frökkum hefði ekki bor- ist neitt svar fyrir tilskildan tima, bæri sænsku stjórninni að greiða Frökkum 900 milljónir sænskra króna, hvort sem endanlegt svar yröi jákvætt eða neikvætt. Falldin forsætisráðherra segir þetta rangt, og hægt sé að selja samninginn til annars lands, s.s. Japans, V-Þýskalands eða álika iðnvelda. Þá sé einnig hægt að laga samninginn að þeim kjarnorkuverum sem nú þegar eru fyrir hendi i Sviþjóö. HIN ákveðna afstöaa Mið- flokks FHlldins markast greinilega af þvi að kosningar eru á næsta ári. Kosninga- baráttan er þvi i raun hafin nú þegar, og séð er aö hún veröur hörö og óvægin. Þar munu takast á annars vegar borg- araflokkarnir og sósialdemó- kratar, en hins vegar borgara- flokkarnir innbyrðis. Borgaraflokkunum, sem hafa verið utan stjórnar i 44 ár, hefur lærst aö þaö er erfitt aö stjórna. Fyrir siöustu kosn- ingar lofuðu þeir að minnka afskipti rikisvaldsins, en hafa þess i stað aukið þau. Skattar hafa einnig hækkað verulega i stjórnartið þeirra, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæöa. Borgaraflokkarnir unnu Gösta Bohman, Moderata Samlingspartiet Thorbjörn Falldin, Miðflokk- urinn \vTvT\\v:v!WS.‘< Ola Ulisten, Folkepartiet Olaf Palme, Sósialdemókrata- flokkurinn kosningarnar á þvi, að segja að sósialdemókratar ætluðu að gera Sviþjóö sóslaliska en siöan hafa þeir sjálfir beitt sósialdemókratiskum úrræð- um. Þrátt fyrir þetta hefur stjórnarandstaða kratanna verið frekar máttlitil, og þeir hafa ekki bent á neinar nýjar leiðir til lausnar efnahags- vandanum. Hinn stjórnarand- stööuf lokkurinn litill kommúnistaflokkur, hefur misst fylgi og klofnað i tvennt. Þrátt fyrir efnahagsérfið- leika þá sem stjórnin á viö að etja er almennt álitið að hún muni halda meirihluta sinum eftir næstu kosningar, ef flokkunum tekst að jafna ágreininginn um orkumálin. Ef þeir héldu meirihlutanum yrði það mikið áfall fyrir sósialdemókratana, og þá sér- staklega Olaf Palme, þvi sósialdemókrataflokkurinn hefur tapað fylgi i öllum kosn- ingum siðan Palme tók við formennskunni af Tage Erlander. Mjög sennilega yrði þvi hörð valdabarátta i flokknum eftir slikan ósigur. FARI svo að rikisstjórn Falldins klofni vegna kjarnorkumálsins finnast fimm möguleikar á nýrri rikisstjórn: Sósialdemókratisk minni- hlutastjórn undir forsæti Palme. Borgaralegi meiri- hlutinn i Rikisdeginum, sænska þinginu, mundi fljót- lega fella slika stjórn. Meirihlutastjórn s ó s i a1demókrata og Folkepartiet undir forsæti Palme eða Ullsten, formanns Fp. Ekki er áhugi á slikri stjórn hjá hvorugum aðilan- um. Minnihlutastjórn hinna mjög hægri sinnuðu Moderata undir forsæti Gösta Bohman formanns þeirra. Kratar mundu fella slika stjórn fljót- lega. Rikisstjórn Moderata og Fp undir forsæti Ullsten. Palme greiöir örugglega atkvæöi gegn öllum rikisstjórnum sem Moderatar eiga aðild að. Geri Miöflokkurinn það einnig er slik stjórn fallin. Minnihlutastjórn Fp undir forsæti Ullsten. Veiti sósial- demókratar slikri stjórn hlut- leysisstuðning heldur hún velli. Palme hefur ekki gefið ákveðiö svar viö þeirri spurn- ingu sænskra blaðamanna, hvort hann kæmi til með að veita Fp hiutleysi, aðeins sagt: ,,Það kemur i ljós!” Palme vill sem sagt ekki úti- loka þennan möguleika. Möguleikinn á minnihluta- stjórn Folkepartiet hefur auk- ið þrýstinginn á Falldin forsætisráöherra um að slaka á i spurningunni um kjarn- orkuverin. Og i fljótu bragöi virðist það eina leiöin til að koma i veg fyrir klofning stjórnarinnar. Ef stjórnin klofnar er það rnikið persónu- legt áfall fyrir Falldin, og um leið sigur fyrir Palme. Hvort verður ákvarðast á næstu vik- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.