Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. september 1978 9 Samgönguerfiðleikar fatlaðra: SVR vill bæta úr _________.. ef fjárveiting fæst HR — „Samgönguerfið- leikum fatlaðra hefur litt verið sinnt hérlendis til þessa. Þó er sennilegt að einhver þjónusta fyrir þetta fólk verði tekin upp á næsta ári. Það er þó komið undir samþykki borgar- stjóra”. Svo mælti Eiríkur Ásgeirsson forstjóri SVR þegar Timinn ræddi við hann i gær. Eirikur sagöi ennfremur aö borgarráö heföi faliö stjórn SVR aö gera tillögur fyrir næsta fjár- hagsár um einhvers konar þjón- ustu fyrir fatlaö fólk. Hefði stjórnin ásamt fulltrúum fatlaöra kynnt sér þessi mál m.a. á Noröurlöndum til aö kanna hvaöa leiö væri best að fara hérlendis. Þeir sem lengst væru komnir i þessum málum væruSviár og þar hefði sú leiö veriö valin aö bjóöa upp á sérþjónustu fyrir fatlaöa. Væri þaö einkum af tveim orsökum: Þó aö tæknilegur möguleiki væri á aö koma fyrir lyftuútbúnaöi á almennum vögnum, þá tæki það of langan tima fyrir vagnana að biða á meöan fatlaöir kæmust inn i þá og út úr þeim. Þaö fældi aftur aöra farþega frá . Hin ástæöan væri sú aö fjöldinn allur af þeim sem þyrftu á þessari sérþjónustu aö halda vildi ekki tefja för annarra farþega af þessum sökum. Norrænu rlkissaksóknararnir Per Lindegaard frá Danmörku, Þóröur Björnsson frá tslandi, Lauritz Dorenfeldt frá Noregi, Magnus Sjöberg frá Svlþjóö og Risto Leskinen frá Finnlandi. Mynd: Tryggvi Norrænir ríkissaksóknarar þinga í Reykjavík: Tölfræðilegar upplýs- ingar um sakamál... — mjög ófullkomnar á íslandi ATA — Manndráp og fjármálabrot eru efst á baugi á íslandi, en brot tengd eiturlyfjavanda- málinu virðast hins vegarvera efst á baugi á öðrum Norðurlönd- um. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem rikissaksókn- arar á Noröurlöndum héldu á þriðjudaginn. Blaöamanna- fundurinn var haldinn vegna fundar rikissaksóknaranna i Reykjavik i vikunni. Eiturlyfjaneytendur gera allt til að útvega peninga til kaupa á eiturlyfjunum. Innbrotum i ibúðir um miðjan dag hefur fjölgað mjög aö undanförnu og eru þau talin i beinu framhaldi- af eiturlyfjavandamálinu. Sænski rikissaksóknarinn, Magnús Sjöberg, sagði það ekki fjarri lagi aö álita, aö hver eiturlyfjaneytandi i Sviþjóö, sem stæli fyrir skammtirium sinum, stæli verðmætum fyrir eitt þúsund sænskar krónur á dag ( um 68 þúsund islenskar). Aukning á ránum, aðallega banka- og póstránum hefur einnig oröiö gifurleg á hinum Norðurlöndunum aö undan- förnu. Rikissaksóknararnir voru sammála um þaö, aö velferöar- rikið svokallaöa útrýmir alls ekki glæpum eöa fækkar þeim. Hins vegar viröast afbrotin breytast. Um nokkurt skeiö hafa rfkis- saksóknarar Noröurlanda kom- iö saman til fundar einu sinni á ári. Fundur þeirra hefur einu sinni áöur veriö haldinn hér á landi, en þaö var 1971. A fundum þessum eru tekin til meöferöar margvisleg málefni, sem ákæruvaldiö varöar, svo sem breytingar á afbrotum og þróun þeirra, réttarfar og refs- ingar, framkvæmd laga á sviöi sakamálefna, æskilegar og fyrirhugaöar breytingar á lög- gjöf á þeim efnum, svo og ýmis- leg vandamál, sem upp koma i störfum þeirra, sem ákæruvald hafa á hendi. Aö þessu sinni voru fjögur málefni til umræöu á fundinum. 1. Tiöni afbrota og þróun þeirra á seinasta ári og árum. 2. Minniháttar afbrot útlend- inga og meðferö þeirra. 3. Tryggingarsvik i nútima þjóöfélagi. 4. Meðferð afbrota, sem framin eru af mánnfjölda eöa hópi manna. A blaöamannafundinum kom meöal annars fram, aö saman- burður á tiöni brota á Islandi og hinum Noröurlöndunum væri mjög erfiöur, þar sem tölfræöi- legar upplýsingar i sakamálum væru mjög ófullkomnar. Norski saksóknarinn, Lauritz Dorenfeldt, flutti smáávarp. Hann sagöist meöal annars vera bæði þakklátur og ánægöur fyrir aö vera hér á tslandi. Hann sagöist hafa heilsaö upp á nýjan dómsmálaráöherrann, sem væri ekki lögfræðingur heldur verkfræöingur. Þetta taldi hann mjög athyglisverða nýjung, sem taka bæri til athugunar á hinum Norðurlöndunum. Aö lokum sagði norski rikissak- sóknarinn, aö hann heföi komst að þvi, að hér á landi væri aðeins einn erlendur fangi og aö sjálfsögöu væri hann norskur. Næsti fundur rikissaksóknar- anna verður haldinn i Finn- Oft getur veriö erfitt fyrir þá sem lágir eru til hnésins aö komast upp I strætó — hvaö þá fatlaöa, Nú er rætt um aö koma upp sérþjónustu til aö bæta úr samgönguerfiöleikun þeirra. Eirikur sagði að Sviar hefðu skipulagt feröir fyrir fatlaöa meö sérhönnuöum vögnum, en auk þess væri boöiö upp á þjónustu þar sem menn gætu pantaö bil rétt eins og á bflastöö- Geröi hannráö fyrir aöþetta yröi ofan á hér á landi og aö SVR sæi um þessa þjónustu. Þá var Eirikur spurður hvort nægt tfllit væri tekið til barna i sambandi við strætisvagnana. Svaraði hann þvi til að aöstaöa væri i vögnunum til allra flutninga nema á stærstu geröum af barnavögnum og tækist þeim að veita þessa þjónustu i flestum tilvikum. YOKOHAMA atiTas snjóhjólbarðar Hjólbarðasala okkar er flutt íHöfðabakka 9 Sími 83490 Atlas og Yokohama hjólbarðar á hagstæðu verði Viðgeröir og sala Hjólbarðaverkstæöi Vesturbæjar Bjargi við Nesveg Sólning & Hjólbaröar Smiðjuvegi 32-34 Kópavogi M Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.