Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.09.1978, Blaðsíða 19
Föstudagur 15. september 1978 Feyenoord? Frá Sigþóri Eirikssyni i Köln: — Allar likur benda nú til þess aö hinn marsækni miö- framherji Skagamanna, Pétur Pétursson, muni fara til hollenska stórliösins Feyenoord síöar i haust. — Njósnarar frá Feyenoord svo og mörgum öörum iiöum voru hér saman komnir i gær- kvöldi á leik Skagamanna og Kölnar, og hrifust þeir mjög af Pétri, svo og Karli Þóröarsyni en ekkert tilboö hefur enn bor- ist i Karl en nokkuö vist er aö hann fái álitleg tilboö áöur en liöiö heldur heim á ný. Kari hefur vakiö enn meiri athygli en Pétur og er honum alls staðar hrósaö f þýskum blöö- um og almennt nefndur maöur leiksins og eitt er vist, aö ég hef sjaidan séö hann i öörum eins ham og i gærkvöldi sagöi Sigþór aö lokum. Pétur til Om kom Eyja- mönnum áfram — jöfnunarmark hans 1 síðari hálfleik tryggði Eyjamönnum 1:1 jafntefli og rétt til að halda áfram í UEFA-keppninni Vestmannaeyingar komu svo sannarlega á óvart í gærkvöldi með því að tryggja sér réttinn til að leika í 2. umferð UEFA keppninnar. Eyjamenn náðu jafntefli 1:1 í Irlandi í gærkvöldi og það dugði þeim til að komast áfram, þar sem leiknum hér heima lauk með 0:0 jafn- tefli og það lið sem gerir f leiri mörk á útivellí kemst áfram. Litið er vitaö um leikinn i gær, þar sem algerlega ómögulegt reyndist aö ná i Eyjamennina i sima eftir leikinn. Glentoran náöi forystu um miöjan fyrri hálfleik meö marki Billy Caskey, en hann var seldur til Derby County ásamt félaga sinum Moreland fyrir 90.000 pund fyrir skömmu, en fékk aö leika meö Glentoran i þessum leik, þar eö þaö var skil- yröi i samning hans viö Derby. Staöan i leikhléi var þvi 1:0 Glentoran i hag, en Eyjamenn gáfust ekki upp og mættu tviefldir til leiks i siöari hálfleik; tókst Eyjamönnum aö jafna og var örn Öskarsson þar aö verki. Fleiri mörk voru ekki skoruö i leiknum og lauk honum þvi meö jafntefli 1:1. Þetta er sannarlega óvæntur árangur hjá Eyjamönnum og óskar Timinn þeim innilega til hamingju meö árangurinn, en nú er bara spurningin hvaö veröur um sumarleyfi þeirra Eyja- manna. Þeir höföu ætlaö sér aö fara til Spánar i fri ásamt eigin- konum sinum, en hvort þeir hætta viö þaö og halda áfram er ekki en vitaö. Þaö væri þó synd og skömm ef Eyjamenn sóuöu sliku tækifæri þvi þaö er ekki á hverj- um degi sem islensk liö komast áfram i Evrópukeppni. —ssv. örn óskarsson skoraöi jöfnunar- mark Eyjamanna Ásgeir með gegn Hollendingum „Vöktu meirí athygli en Cosmos” — sagði Sigþór Eiriksson um leik Skagamanna gegn FC Köln tslenska landsliöiö i knatt- spyrnu, sem leikur I næstu viku gegn silfurliöi Hollendinga frá HM hefur veriö vaiiö og er þaö al- veg óbreytt frá leiknum viö Pól- verja nema hvaö snillingurinn Asgeir Sigurvinsson mun leika meö liöinu og veröur hann liöin geysilegur styrkur. Islendingar hafa áöur leikiö viö Hollendinga og hingaö til er árangurinn ekkert stórkostlegur. Viö höfum fjórum sinnum leikiö gegn hollensku snillingunum og ávallt tapaö. Fyrsti leikurinn var háöur i Amsterdam 1973 og þá tapaöi landsliöiö 0:5. Viku siöar var aftur leikiö viö Hollendinga og tapaöistsá leikur 1:8. Ariö 1976 lékum viö svo enn viö Hollend- inga, nú i Reykjavik. Þessi leikur var jafnasta og mest spennandi viöureign þjóöanna og náöi Hol- lendingar rétt aö aö merja okkur 1:0. Slöasti leikur þjóöanna var svo i fyrrahaust I Nijmengen og tapaöist hann 1:4 og voru mörkin sem landinn fékk á sig I þeim leik, heldur af ódýrari tegundinni. Þaö veröur þvi fróölegt aö sjá hvernig okkur gengur n.k. miövikudag, en Hollendingar eru um þessar mundir aö byggja upp nýtt landsliö eftir HM keppnina I Argentinu, en eins og kunnugt er hlutu Hollendingar silfur- verölaunin þar og einnig I Þýskalandi 1974. En landsliös- hópurinn verður þannig skipaöur. Markveröir: Þorsteinn Bjarnason IBK Arni Stefánsson Jönköbing Aörir leikmenn: Janus Guölaugsson FH Árni Sveinsson 1A Karl Þóröarson 1A Pétur Pétursson 1A Jón Pétursson Jönköbing Jóhannes Eövaldsson Celtic Asgeir Sigurvinsson Standard Liege Atli Eðvaldsson Val Dýri Guðmundsson Val Guðmundur Þorbjörnsson Val Ingi Bjöm Albertsson Val Ólafur Júliusson IBK Siguröur Björgvinsson ÍBK —biw—n Asgeir Sigurvinsson veröur meö i leiknum gegn Hollandi FráSigþóriEirikssyniiKöln: — Nafniö Akranes er nú á allra vörum hér i Köln og ailstaöar i Þýskalandi eftir stórleik Skaga- manna gegn FC Köln. — Þýsku blööin eru öll uppfull af hrósi um Akranessliöiö og er þaö sam- dóma álit þeirra allra, aö sigur- inn hafi veriö allt of stór — 2:1 heföi veriö sanngjarnara. — Blööin segja ennfremur að Schumacher markvöröur Köln- ar hafi hreinlega bjargaö liöi sinu frá þvi aö fá á sig 2-3 mörk til viöbótar er hann varöi tvivegis stórkostlega frá Pétri. — Þetta er aö öllum líkindum langbesti leikur Akurnesinga I allt sumar og erum viö vongóöir um aö hagstæö úrslit náist heima i siöari leiknum. Skagamenn léku i dag viö verksmiöjuliö frá Grohe og sigruðu þaö létt 8:0, enda var þetta ekki sterkara en miölungs 3. deildar liö heima. — Þaö má geta þess hér i lokin, sagöi Sigþór aö New York Cosmos lék hér i Þýskalandi á mánudag — tapaði 1:7 gegn Bayern Munchen og þaö er ekkert vafa- mál aö leikur Akurnesinga gegn Köln vakti mun meiri athygli en koma Cosmos meö Beckenbau- er innanborös. Ruddaleg framkoma Þegar blaöamenn ætluöu aö fá aö spjalla viö leikmenn Magdeburg eftir leikinn kom i ljós, aö þeir höföu ekki einu sinni gefiö sér tima til aö fara i sturtu og hlaupiö rakleiöis út i rútu og gætu blaöamenn fund- ið þá þar, ef þeir væru þá ekki farnir af staönum. Þá var hlaupið eins og fætur toguöu i átt aö rútunni og viti menn þeir voru þar enn. Þegar blm. Morgunblaösins ætlaði aö stiga upp I rútuna var huröinni harkaiega skellt á fætur honum og mátti hann hrökklast burtu viö svo búiö. Slík framkoma forráöamanna Magdeburg er til háborinnar skammar og er ekki viö þvi aö búast i náinni framtiö aö blm. geri sér far um aö ná tali af leikmönnum frá A-Þýska- landi. —SSv— Duncan tíl John Duncan var I gær seldur frá Tottenham til Derby County fyrir um 150.000 sterlingspund. Sala hans kemur ekki svo mjög á óvart þar sem vitað var aö Tottenham átti i miklum fjárhagskröggum vegna kaup- anna á Ardiles og Vilia, en svo keyptu þeir einnig John Lacy frá Fulham fyrr í sumar fyrir um 200.000 pund þannig aö pyngjan var farin aö léttast Iskyggilega hjá Spurs. Derby Duncan hefur gert þaö gott hjá Tottenham frá þvi aö hann var keyptur frá Dundee fyrir nokkr- um árum og hefur hann skoraö reglulega. Þaö kemur hinsvegar dálitiö á óvart aö þaö skuli vera Derby sem kaupir hann þvi Derby virðist hafa nægan mann- skap, en engu aö siöur hefur þeim gengið illa þaö, sem af er keppnistimabilinu og er Duncan greinilega ætlaö aö hressa upp á sljóa framlinu Derby. _ssv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.