Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 4

Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 4
4 1. september 2006 FÖSTUDAGUR GENGIÐ 31.8.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,0226 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,84 69,16 131,23 131,87 88,41 88,91 11,85 11,92 10,937 11,001 9,54 9,596 0,5873 0,5907 102,37 102,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Prófkjör Samfylking- arinnar í Reykjavík fyrir þing- kosningarnar í vor verður 11. nóv- ember. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi fulltrúaráðs í fyrrakvöld. Rétt til þátttöku hefur flokks- fólk í Reykjavík en aðrir þurfa að lýsa yfir stuðningi við Samfylk- inguna. Verða nöfn þeirra skráð á sérstaka stuðningsmannaskrá til afnota fyrir flokkinn og frambjóð- endur. Í tillögum stjórnar fulltrúa- ráðsins var kveðið á um að heimilt yrði að ákveða netkosningu, sam- hliða skriflegri eða rafrænni kosn- ingu á kjörstað. Margrét S. Björns- dóttir mælti gegn hugmyndinni og flutti tillögu um frávísun. Eftir talsverðar umræður lagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir formaður til að afgreiðslu yrði frestað og að haldinn yrði sérstakur fundur um málið. Á það féllust fundarmenn. Einnig var ákveðið að ræða síðar um hámarkskostnað frambjóð- enda en tillögur stjórnar kváðu á um að hann yrði bundinn við eina milljón króna. Hins vegar var samþykkt að beina þeim tilmælum til kjósenda að þeir hefðu kynja- jafnrétti til hliðsjónar er þeir fylltu út kjörseðilinn. Frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þurfa að greiða 40.000 króna þátt- tökugjald. - bþs Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verður laugardaginn 11. nóvember: Netkosning rædd á aukafundi INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Sér- stakur fundur verður um kosti og galla netprófkjörs. SACRAMENTO, AP Arnold Schwarz- enegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur náð samkomulagi við Demó- krata á Kaliforníuþingi um strang- ar takmarkanir á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Sam- komulagið þykir marka ákveðin tímamót, meðal annars vegna þess að það gengur þvert á stefnu Bandaríkjastjórnar og Bush for- seta í umhverfismálum. Sjálfur segir Schwarzenegger samkomulagið vera öðrum ríkjum Bandaríkjanna til eftirbreytni „meðan baráttan gegn loftslags- breytingum heldur áfram“. Flokksbræður Schwarzenegg- ers í Repúblikanaflokknum eru hins vegar engan veginn ánægðir með þetta framtak ríkisstjórans. Þeir segja að nýju reglurnar muni litlu breyta, en hafa þau áhrif að Kalifornía verði erfitt rekstrar- umhverfi fyrir fyrirtæki. „Þetta frumvarp leiðir til efnahagshruns í Kaliforníu,“ sagði öldungadeildar- þingmaðurinn Dennis Holling- worth. Umhverfisverndarsinnar fögn- uðu samkomulaginu og sögðu það skref í rétta átt, en sumir framá- menn í viðskiptalífinu í Kaliforníu gagnrýndu það. Þeir segja að sam- komulagið auki kostnað fyrir- tækja sinna og þeir sjái sig því til- neydda að draga úr umsvifum sínum í Kaliforníu. Samkvæmt frumvarpinu þurfa iðnfyrirtæki í Kaliforníu að draga úr útblæstri sínum um 25 prósent fyrir árið 2020. Til þess að liðka fyrir því að þessi markmið náist fá fyrirtækin leyfi til þess að kaupa og selja mengunarkvóta. Útblástur gróðurhúsaloftteg- unda er hvergi meiri en í Banda- ríkjunum, en Kalifornía er fjöl- mennasta ríki Bandaríkjanna og útblástur gróðurhúsalofttegunda þar er svo mikill að Kalifornía ein teldist vera í tólfta sæti yfir þau ríki heims sem stórtækust eru í menguninni. Töluverðu munar því um fram- lag Kaliforníu í þessum málum. Hlýnun jarðar, þótt ekki væri nema um fáeinar gráður, myndi auk þess hafa margvísleg neikvæð áhrif í Kaliforníu þar sem veður- far er fyrir býsna hlýtt. Samningaviðræður um frum- varpið hafa staðið vikum saman. Á miðvikudaginn var frumvarpið samþykkt í Öldungadeild Kali- forníuþings með 23 atkvæðum gegn 14. Hljóti það einnig sam- þykki í neðri deild þingsins, sem líklegt þykir að verði fljótlega fær ríkisstjórinn það til undirrit- unar. „Helsta markmið mitt var að fá lög sem umhverfisverndarhópar geta kynnt öðrum ríkjum og sagt: Þetta gerði Kalifornía, þið eigið að gera það líka,“ sagði demókratinn Fabian Nunez, sem er forseti neðri deildar þingsins. „Og okkur tókst það.“ gudsteinn@frettabladid.is RÍKISSTJÓRINN GEFUR EIGINHANDARÁRITANIR Í nóvember ganga Bandaríkja- menn til kosninga og þá verður meðal annars kosið um framtíð Schwarzeneggers í ríkisstjóraembættinu. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann þrettán prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Schwarzenegger vill minnka mengun Ríkisstjórinn í Kaliforníu gengur þvert á stefnu Bandaríkjaforseta í umhverfis- málum. Arnold Schwarzenegger hefur samið við Demókrata um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Hafnarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að hefja viðræður við Siglingastofn- un um frumhönnun hafnarmann- virkja sem mæta þörfum Alcoa vegna flutninga að fyrirhuguðu álveri við Bakka. Hugmyndir Alcoa snúast um að sigla á sextíu þúsund tonna skipum til Húsavíkur, að sögn Gauks Hjartarsonar hafnarstjóra, og er áætlaður kostnaður við höfn sem getur tekið á móti slíkum skipum um 2,6 milljarðar króna. „Það er ekki farið að ræða um kostnaðinn við hönnunina en þessi framkvæmd er alfarið á vegum sveitarfélagsins. “ - sdg Undirbúningur fyrir álver: Stækkun hafn- ar á Húsavík LÖGREGLUFRÉTTIR Brotist var inn í efnalaug í höfuðborginni í gærdag og þaðan stolið tveimur skyrtum að sögn lögreglu. Alls voru sjö innbrot tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík síðastliðinn sólarhring. Tilkynnt voru fjögur innbrot í bifreiðar þar sem verðmætum var stolið og þá var brotist inn í íbúðarhúsnæði í Grafarvogi um hádegisbilið í fyrradag. Brotist var inn í vinnuskúr við Vesturlandsveg og þar unnar skemmdir. Ekki er vitað hvort einhverju hafi verið stolið. Lögregla segir að töluvert beri á gaskútaþjófnuðum um þessar mundir. Fjölda gaskúta hefur verið stolið úr fellihýsum, hjólhýsum og gasgrillum að undanförnu og lögregla ráðþrota. - æþe Erilsamt hjá lögreglunni: Brotist inn og skyrtum stolið STJÓRNMÁL „Samfylkingin þarf að leggja meiri áherslu á að tala um það sem skiptir fólk máli,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi, sem sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember vegna þingkosn- inganna í vor. Steinunn Valdís segir tíma kominn á ríkisstjórn með manngildi, velferð og jöfnuð að markmiði. „Ég vil koma þessari ríkisstjórn frá. Eftir hana liggja verk sem ég er ósátt við.“ Steinunn Valdís hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur síðan 1994 og gegndi embætti borgar- stjóra í tæp tvö ár. Verði hún kjörin til Alþingis segist hún munu víkja úr borgarstjórn. - bþs Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Fer í prófkjörs- slaginn STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Segir sig úr borgarstjórn nái hún kjöri til Alþingis. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs, ræðir samstarfsmögu- leika flokksins og áherslurnar í kosningabarátt- unni á fundi flokksráðs VG í dag. Fundurinn er sagður marka upphaf baráttu VG fyrir þing- kosningarnar á næsta ári en einnig verður farið yfir úrslit sveitarstjórnarkosninganna í vor. Á morgun hefst svo ráðstefna sveitarstjórnarfulltrúa flokksins. Í flokksráði sitja allir helstu trúnaðarmenn flokksins, stjórnar- menn og kjörnir fulltrúar. - bþs Steingrímur á flokksráðsfundi: Ræðir mögulegt stjórnarsamstarf STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON 15 ára handtekin Fimmtán ára gömul unglingsstúlka var handtekin í Telemark í Noregi í gær, grunuð um að hafa beitt móður sína svo ofsafengnu ofbeldi að konan lést. Lík móðurinnar, sem var frá Sómalíu, fannst á heimili þeirra í gærmorgun. Í samráði við lögfræðing sinn neitaði stúlkan að leyfa lögreglu að yfirheyra sig í gær. NOREGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.