Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 6
6 1. september 2006 FÖSTUDAGUR
ÖRORKA Allar símalínur hafa logað
hjá Öryrkjabandalagi Íslands
vegna ákvörðunar fjórtán lífeyris-
sjóða um að skerða eða fella niður
lífeyrisgreiðslur til á þriðja þúsund
öryrkja. Öryrkjarnir hringja til að
spyrjast fyrir og veita ÖBÍ umboð
til að fara með sín mál.
Miðstjórn Alþýðusambands
Íslands hefur tekið fyrir bréf frá
Öryrkjabandalaginu og vísað því til
lífeyrisnefndar ASÍ. Gylfi Arn-
björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ,
segir að málið verði kannað nánar.
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalagsins, segir að ÖBÍ
líti á launþegahreyfinguna sem
mikilsverðan bandamann í bættum
kjörum þeirra sem höllustum fæti
standa í íslensku samfélagi og
treysti því að ASÍ veiti öryrkjum
stuðning.
Fjórtán lífeyrissjóðir sendu
nýlega á þriðja þúsund öryrkjum
bréf um skerðingu eða niðurfell-
ingu lífeyrisgreiðslna. Algengt er
að kjaraskerðingin nemi fjórðungi
heildartekna og allt upp í þriðjung
heildartekna. Þetta getur numið tíu
til þrjátíu þúsund krónum á mán-
uði.
Reglur lífeyrissjóðanna segja að
greiðslur til öryrkja skuli aldrei
verða hærri en þær tekjur sem
öryrkinn hafði áður en hann varð
öryrki, annars beri að lækka eða
fella niður greiðslurnar. Sjóðirnir
bera því árlega saman tekjur
öryrkja fyrir örorkuna við greiðsl-
ur og bætur sem þeir fá í dag.
„Við höfum gert þetta í mörg ár
en reglur og framkvæmd er mark-
vissari og stífari en áður. Fjölmarg-
ir hafa haft samband og gert
athugasemdir og mörg mál eru í
skoðun. Þau verða hugsanlega leið-
rétt,“ segir Árni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gildis lífeyris-
sjóðs.
„Við drögum þessa útreikninga
mjög í efa, bæði forsendur þeirra
og aðferð. Þar fyrir utan er frestur-
inn til 1. nóvember óviðunandi. Við
krefjumst þess að þetta verði dreg-
ið til baka eða aðgerðum frestað
meðan farið verður yfir þetta með
sómasamlegum hætti,“ segir hann.
Sigursteinn segir að lífeyris-
sjóðirnir séu að „reiða hátt til höggs
gagnvart sjóðfélögum sem lægstar
tekjurnar hafa. Þeir sem einkum
lenda í þessu eru fiskvinnslufólk,
sjómenn, verkamenn og bygginga-
menn.“
„Ég geng út frá því sem vísu að
það verði hætt við þetta. Ég trúi því
ekki að þetta gangi eftir,“ segir
hann. ghs@frettabladid.is
SIGURSTEINN
MÁSSON
ÁRNI
GUÐMUNDSSON
Símalínur logandi
vegna skerðingar
Símalínur hafa logað hjá Öryrkjabandalaginu vegna ákvörðunar lífeyrissjóða
um að skerða lífeyrisgreiðslur. Lífeyrissjóðirnir „reiða hátt til höggs,“ segir for-
maður Öryrkjabandalagsins. Ósk ÖBÍ um stuðning ASÍ er hjá lífeyrisnefnd.
+ = 20% afsláttur
Með kaupum á tveimur Kellogg’s Corn Flakes pökkum færðu
20% afslátt af miðaverði á barnaleiksýninguna Hafið bláa.
Hafið bláa fékk áhorfendaverðlaun Grímunnar árið 2006 og
var tilnefnt sem barnasýning ársins og fyrir búninga.
Geymdu kassakvittunina og framvísaðu henni í miðasölu
Austurbæjar þegar þú kaupir miða.
Kauptu Corn Flakes og fáðu
afslátt á Hafið bláa!
Þú sparar allt að640 kr.á miða!
BÍLSLYS Söfnun fyrir ekkju
Jóhanns Fannars Ingibjörnsson-
ar, sem lést í bílslysi á Garð-
skagavegi 16. ágúst, gengur vel
að sögn Olgu Guðgeirsdóttur, í
Vogum frumkvöðuls söfnunar-
innar. Ekkja Jóhanns Fannars á
þrjú börn. Olga missti sjálf
eiginmann sinn fyrir þremur
árum með sviplegum hætti. Þá
var fé safnað fyrir hana. „Hana
munar um allt,“ segir Olga. „Hún
er í barnseignarfríi og veit ekki
hvað við tekur að því loknu.“
Þeir sem vilja leggja ekkju
Jóhanns Fannars lið er bent á
reikninginn 1109-05-411333 á
kennitölunni 201079-3149. - æþe
Banaslysið á Garðskagavegi:
Fjársöfnun
gengur vel
DÓMSMÁL Stúlka sem reyndi að
smygla inn tveimur kílóum af
kókaíni í ágúst, hefur verið látin
laus. Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði úrskurðað hana í áframhald-
andi gæsluvarðhald. Hún kærði
úrskurðinn til Hæstaréttar, sem
hnekkti honum.
Upphaf málsins er að par var
handtekið 9. ágúst á Keflavíkur-
flugvelli, en það var að koma frá
Spáni, með viðkomu á Bretlandi,
þar sem það hafði fengið efnin. Í
farangri stúlkunnar fundust tæp-
lega tvö kíló af kókaíni. Karlmað-
urinn fór í gegnum hlið tollgæsl-
unnar en var handtekinn skömmu
síðar í flugstöðinni. Skömmu síðar
var þrennt til viðbótar handtekið,
ein kona og tveir karlar. Síðar-
nefnda konan er grunuð um að hafa
átt hlutdeild í skipulagningu fíkni-
efnasmyglsins.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins er stúlkan sem sleppt var
fædd 1988, en hin fjögur eru öll
rúmlega tvítug. Þau sitja öll í
gæsluvarðhaldi. Einn úr hópnum
hefur áður komið við sögu lögreglu
vegna fíkniefnamisferlis. - jss
KÓKAÍN Margar tilraunir hafa verið
gerðar til að smygla kókaíni til landsins
að undanförnu.
Hæstiréttur hnekkir úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur:
Kókaínburðardýr látið laust
ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld hafa haldið áfram að auðga
úran þrátt fyrir að í gær hafi runnið út fresturinn, sem
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum til
þess að hætta við kjarnorkuáform sín.
Eftirlitsmenn frá Alþjóðlegu kjarnorkumálastofn-
uninni hafa verið í Íran að fylgjast með kjarnorku-
vinnslu. Þeir skiluðu í gær skýrslu til Öryggisráðsins,
þar sem staðfest er að Íranar hafa ekki hætt að auðga
úran, en það er ferli sem gerir að verkum að hægt er
að nota það í kjarnorkuvopn. Í skýrslunni segir
jafnframt að eftirlitsmönnum stofnunarinnar hafi á
þremur árum ekki tekist að fá staðfestingar á því að
Íranar ætli sér eingöngu að nota kjarnorku í friðsam-
legum tilgangi.
John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að nú verði
Öryggisráðið að fara að ákveða til hvaða refsiaðgerða
eigi að grípa, þar sem fresturinn sem Írönum var
gefinn til þess að hætta auðgun úrans er nú liðinn.
Hann sagðist ekki líta svo á að einróma samþykki
þurfi í Öryggisráðinu áður en gripið verði til aðgerða
gegn Íran. Javier Solana, utanríkismálafulltrúi
Evrópusambandsins, ætlar á næstu dögum að hitta Ali
Larijani, aðalsamningamann Íransstjórnar í kjarn-
orkumálum. - gb
Íranar auðga úran fram á síðasta dag:
Láta sér fátt finnast um hótanir
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
�����������������������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
MAHMOUD AHMADINEJAD Íransforseti virðist ekki ætla að
fara að kröfum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Finnst þér að Árni Johnsen eigi
að bjóða sig fram til þings á ný?
Já 16%
Nei 84%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlarðu að sjá eitthvað á kom-
andi kvikmyndahátíðum?
Segðu þína skoðun á visir.is
FISKVINNSLUFÓLK Að mati Sigursteins Mássonar verður fiskvinnslufólk, sjómenn, verkamenn og byggingamenn einkum fyrir
barðinu á ákvörðun lífeyrissjóðanna um að skerða lífeyrisgreiðslur.
KJÖRKASSINN