Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 8
1. september 2006 FÖSTUDAGUR
FLUGSLYS Þeir Arnar Már Magnús-
son og Sigurberg Magnús Sigurðs-
son, 21 árs, sluppu með skrámur
eftir að lítil eins hreyfils flugvél
hrapaði með þá og flugkennara
þeirra innanborðs í Oxford-skíri í
Englandi í fyrradag. Þetta var
þeirra fyrsti verklegi flugtími. Það
þykir kraftaverki líkast að þeir
skyldu ekki slasast, því vélin er
talin gjörónýt.
Svo virðist sem flugmótor vélar-
innar, sem var af gerðinni Piper
Warrior, hafi gefið sig stuttu eftir
flugtak.
Þegar það gerðist var flugvélin í
um tuttugu metra hæð. „Flugkenn-
arinn okkar brást hárrétt við og
það er honum að þakka að við erum
enn á lífi í dag,“ segir Arnar Már,
annar tvímenninganna. Hann segir
þá félaga hafa fyllst skelfingu og
þeir hafi óttast um líf sitt.
Flugkennarinn lenti vélinni um
leið og vélarbilunin gerði vart við
sig og reyndi að stöðva flugvélina.
Þrátt fyrir að hafa náð að draga
verulega úr hraða hennar fór hún
brautina á enda og í gegnum lim-
gerði og grindverk við brautarend-
ann, með þeim afleiðingum að hún
sporðreistist og staðnæmdist á
hvolfi á vegi sem liggur hjá flug-
brautinni.
„Þegar við náðum áttum vorum
við á hvolfi og fundum mikla bensín-
lykt, enda frussaðist bensín út úr
vélinni og á veginn,“ segir Arnar
Már. „Flugkennarinn náði að losa
okkur og við flýttum okkur út úr
vélinni eins og við gátum, enda
mikil eldhætta á ferð.“
Arnar Már segir þá félaga í upp-
námi eftir atburðinn. Þeir séu þó
staðráðnir í að láta atvikið ekki
hafa áhrif á sig en þeir stunda nám
við Oxford Aviation Training flug-
skólann sem hafði umsjón með
umræddri vél. „Við fengum áfalla-
hjálp strax eftir atvikið frá mönn-
um frá skólanum sem eru þjálfaðir
í að tala við menn sem hafa lent í
svona lífsreynslu,“ segir Arnar
Már. „Við eigum að fara í flug strax
á morgun með sama flugkennaran-
um til að ná skrekknum úr okkur.“
aegir@frettabladid.is
Vorum vissir um að
við myndum deyja
Tveir íslenskir flugnemar voru hætt komnir þegar eins hreyfils flugvél hrap-
aði til jarðar með þá innanborðs í Oxford-skíri í Englandi í fyrradag. Þeir segja
mikla skelfingu hafa gripið um sig. Mótor vélarinnar gaf sig stuttu eftir flugtak.
BROTLENTU Í FYRSTA VERKLEGA FLUGTÍMANUM
FRÁ SLYSSTAÐ Mikill viðbúnaður slökkviliðs var á slysstað vegna eldhættu. Flugvélin er talin gjörónýt eftir slysið.
MYND/OXFORDSHIRE NEWS
SLUPPU MEÐ SKREKKINN Hér má sjá þá félaga, Arnar Má til vinstri og Sigurberg Magnús til
hægri sitt hvorum megin við flugkennara sinn, skömmu eftir slysið. Þeir segja rétt viðbrögð
kennarans hafi bjargað lífi þeirra. MYNDIR/OXFORDSHIRE NEWS
SLÖKKVILIÐ AÐ STÖRFUM
Þrjátíu slökkviliðsmenn tóku
þátt í aðgerðum eftir slysið.
STOKKHÓLMUR, AP Fulltrúar sextíu landa mættust í
Stokkhólmi í gær til ráðstefnu sem Jan Eliasson, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, bauð til. Ræddar voru
nánustu framtíðarhorfur Líbanons, þörfin á
neyðaraðstoð og allsherjar flutningabann
Ísraelsmanna, sem einangrar landið og tor-
veldar alla aðstoð. Einnig var klasasprengj-
unotkun Ísraelsmanna gagnrýnd.
Fouad Saniora, forsætisráðherra
Líbanons, sagði afleiðingar stríðsins
þær „að fimmtán ára þróun hefði
verið þurrkuð út á nokkrum dögum“
og að kostnaður við endurreisn
landsins hlypi á milljörðum doll-
ara.
Aðstoðaraðalritari Sameinuðu
þjóðanna, Mark Malloch Brown,
hvatti Ísraelsmenn til að aflétta
ferða- og flutningabanninu samstundis. Hann líkti
flutningabanni á neyðaraðstoð við „öndunarvél þar
sem stigið er á loftleiðsluna“.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði að heimurinn ætti að
sameinast um þau skilaboð til Líbana
að þeir stæðu ekki einir. „Stríð er
kannski bisniss sumra, en frið-
ur verður ætíð sameiginleg
skylda okkar allra,“ sagði
Persson. - kóþ
Forsætisráðherra Líbanons um herferð Ísraela:
Fimmtán ár voru þurrkuð út
SINIORA OG PERSSON, FORSÆT-
ISRÁÐHERRAR LÍBANONS OG
SVÍÞJÓÐAR Fulltrúar sextíu landa
mættust í Stokkhólmi í gær til
að ræða 34,5 milljarða króna
neyðaraðstoð til Líbanons.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þegar taka þarf til nesti í skólann á hverjum degi
skiptir miklu að það sé hollt og gott án þess að verða
leiðigjarnt. Notaðu gæðaáleggið frá SS til að gera
nestið fjölbreytt og gott. Flatbrauð og SS hangiálegg
er sígilt og sívinsælt í nestisboxið. Þú þekkir SS álegg
á gulu umbúðunum.
Hangiálegg frá SS
– á flatbrauð,
sívinsælt í nestisboxið
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
7
4
7
2