Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 10
10 1. september 2006 FÖSTUDAGUR
PLATSPRENGJA Taílenskur lögreglu-
maður heldur á poka sem fannst nærri
heimili Thaksin Shinawatra forsætis-
ráðherra í Bangkok í gær og reyndist
innihalda platsprengju með harðorðri
orðsendingu til Thaksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Ungur bandarísk-
ur lögfræðingur klifraði inn um
glugga nágranna síns í Connecti-
cut á mánudag og banaði honum
með hníf.
Þetta gerðist eftir að eiginkona
lögfræðingsins tilkynnti honum
að nágranninn hefði kynferðis-
lega misnotað tveggja ára gamla
dóttur þeirra. Barnið mun hafa
sagt móður sinni frá meintri
misnotkun nágrannans.
Lögfræðingurinn var handtek-
inn og ákærður fyrir morð og
innbrot, en honum var sleppt
lausum gegn tryggingu á
miðvikudag.
Lögregla hefur haft afskipti af
mönnunum fyrr, þegar lögfræð-
ingurinn kvartaði yfir ósæmilegri
hegðun nágrannans. - smk
Lögmaður drap nágranna:
Hefndi fyrir
misnotkun
LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjór-
ans er þessa dagana að fara nákvæmlega ofan í það
hver hlutur grunaðra sé í fjársvikamálinu hjá Trygg-
ingastofnun og taka afstöðu til þess í hvaða tilvikum
sönnun um sekt liggur fyrir þannig að hægt sé að
ákæra.
Sakborningar eru á þriðja tug en starfsmaður Trygg-
ingastofnunar telst vera höfuðpaurinn í málinu. Jón H.
B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir
nokkuð ljóst hverjir hafi haft stærstu hlutverkin en
þáttur ýmissa sé kannski óljósari. Ekki sé búið að ákveða
hverjir og hversu margir verði ákærðir.
„Það er verið að fara nákvæmlega ofan í það með
hvaða hætti þetta var framkvæmt og hver var hlutur
hvers og eins til að geta tekið afstöðu til þess í hvaða til-
vikum sönnun er talin liggja fyrir. Rannsóknin beinist
að því að upplýsa hvort grundvöllur sé fyrir ákæru eða
ekki,“ segir hann.
Fjárhæðin sem svikin var út nemur sjötíu og fimm
milljónum króna og áttu millifærslurnar sér stað í átta
hundruð tilvikum.
Verið er að safna öllum bankagögnum og gera
aðgengileg þannig að hægt sé að hefja frekari með-
ferð. - ghs
Rannsókn á 70 milljóna þjófnaði fyrrum starfsmanns Tryggingastofnunar:
Hátt í þrjátíu manns viðriðnir málið
NOREGUR Norðmenn sem fæddust
á áttunda áratugnum hafa lélegt
fjármálavit, kemur fram á
fréttavef Aftenposten.
Fjármálafyrirtækið Credit-
Inform lét rannsaka skuldir fólks
eftir fæðingarárum, sem og
hversu vel fólk stendur í skilum.
Sjö prósent Norðmanna sem fædd-
ust árið 1970 borga ekki fyrir sig,
um helmingi fleiri en þeir sem
fæddust árið 1950. „Þeir sem eru
komnir yfir sextugt ólust upp við
þrengri fjárhag en yngri kynslóð-
in. Þeir hafa meiri ábyrgðartil-
finningu en þeir ungu,“ segir
Hanne Broen, markaðsstjóri
CreditInform. - smk
Skuldugir Norðmenn:
Lélegt fjármála-
vit hjá ungum
VIRKJANIR Guðmundur Pétursson,
verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun,
fór vandlega yfir alla stærstu
verkþætti framkvæmdanna við
Kárahnjúka á hádegisfundi Verk-
fræðingafélagsins í gær, og sagði
virkjanirnar á svæðinu sterkar og
öruggar. Þá fór hann yfir verká-
ætlanir og hvernig verkferlum
vegna framkvæmdanna miðar.
Verkfræðingar spurðu Guð-
mund, og sérfræðinga Landsvirkj-
unar sem voru í salnum, út í
athugasemdir Gríms Björnssonar
jarðeðlisfræðings auk annarra
þátta sem tengjast framkvæmd-
unum við Kárahnjúka. Sagði Pálmi
Ragnar Pálmason, einn sérfræð-
inga Landsvirkjunar, athugasemd-
ir Gríms vera lítilvægar. „Ég get
svo sem sagt frá því, í þessum
hópi, að athugasemdirnar eru satt
að segja lítilvægar. Að mati okkar
gætir misskilnings hjá Grími.
Hann ruglar saman hættu á því að
stíflunum sé hætt, vegna hættu á
hreyfingum í iðrum jarðar, en þær
skipta engu máli varðandi öryggi
stíflnanna,“ sagði Pálmi Ragnar á
fundinum í gær.
Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði
um athugasemdir Gríms Björns-
sonar á löngum fundi í fyrra dag.
Meirihluti iðnaðarnefndar sendi
frá sér fréttatilkynningu í gær þar
sem segir meðal annars að „meiri-
hluti iðnaðarnefndar fái ekki séð
að það hefði breytt nokkru um
ákvörðun fyrirhugaðra fram-
kvæmda þótt þingmönnum hefðu
verið birtar athugasemdir og
spurningar Gríms Björnssonar.“
Minnihlutinn í iðnaðarnefnd
sendi einnig frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem segir meðal annars
að „engin viðunandi skýring hafi
verið gefin á þeirri ákvörðun
iðnaðarráðuneytisins að greina
Alþingi ekki frá athugasemdum
Gríms Björnssonar.“
Að auki gerir minnihlutinn í
nefndinni, sem skipaður er Katr-
ínu Júlíusdóttur, Helga Hjörvar,
Jóhanni Ársælssyni og Sigurjóni
Þórðarsyni, þá kröfu að iðnaðar-
ráðuneytið „taki saman greina-
gerð um meðhöndlun málsins þar
sem fram koma upplýsingar um
allar bréfa- og tölvuskeytasend-
ingar vegna þessa máls og önnur
þau samskipti er að málinu snúa.“
Steingrímur J. Sigfússon var
áheyrnarfulltrúi í iðnaðarnefnd
og samþykkti bókun minnihluta
nefndarinnar.
magnush@frettabladid.is
Segja öryggið
í fyrirrúmi
Verkefnisstjóri Landsvirkjunar fór í gær yfir starfs-
ferla vegna Kárahnjúkavirkjunar. Athugsemdir
Gríms Björnssonar byggja á misskilningi, sagði
Pálmi Pálmason. Athugasemdirnar enn umdeilar.
FRÁ FUNDI VERKFRÆÐINGAFÉLAGSINS Fjöldi verkfræðinga hlýddi á Guðmund
Pétursson, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun, fara yfir ýmis verkfræðileg atriði varðandi
Kárahnjúkavirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
���������������������������������������������������������������
����������� ��������������������� ���������������������������
����������������������������� ������������������
������ �������� ���� ������������� ������ ��� ����� �������
� ��������������� ���������������������� �������
�����������
��������������
����������������������
������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������
IÐNAÐUR Síðustu kerin í kerskála
þrjú í álveri Alcan í Straumsvík
voru gangsett í gær, en öll kerin í
skálanum voru tekin úr rekstri í
sumar eftir alvarlega rafmagns-
bilun.
Verkinu er því lokið rúmlega
tveimur mánuðum á undan áætlun
en gangsetning keranna hófst um
miðjan júlí síðastliðinn.
Endanlegt mat á tjóni vegna
rekstrarstöðvunarinnar liggur
ekki fyrir en ljóst er þó að fram-
leiðslutapið verður mun minna en
óttast var í fyrstu og er nú áætlað
um fjórtán þúsund tonn, sem er
aðeins níu prósent af framleiðslu-
getu álversins. - shá
Álver Alcan í Straumsvík:
Gangsetningu kera
í Straumsvík lokið
ÚR KERSKÁLA Ljóst er að tjón er mun
minna en óttast var í fyrstu eftir raf-
magnsbilun í álverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓN H. B. SNORRASON
Segir ljóst hverjir hafi
haft stærstu hluttverkin.