Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 16
1. september 2006 FÖSTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Það er allt gott að frétta og haustið leggst vel í mig,“ segir
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona.
„Þessa dagana tek ég þátt í sýningunni Footloose sem
sýnd er í Borgarleikhúsinu og það er ofsalega gaman. Unni
Ösp, leikstjóra sýningarinnar, hefur tekist mjög vel til í að
raða í hlutverkin og ég reikna með að sýningar verði til ára-
móta.“
Guðlaug leikur mömmuna í verkinu en hefur engar
áhyggjur af því að hlutverkavalið skrifist á aldur hennar held-
ur frekar á hversu góð leikkona hún sé.
„Annars er ég bara búin að njóta þess að vera í fríi í
sumar. Þegar maður vinnur mikið allan veturinn finnst mér
gott að gera engin plön og getað skipulagt hvern dag eftir
mínum hentugleika. Ég hef bara verið að dútla heima, halda
matarboð og annað smálegt en fór síðan með syni mínum
á Snæfellsnesið þar sem við mæðginin gistum tvær nætur
á Hótel Búðum.“
Verkefni næstu missera eru að mestu óráðin hjá Guð-
laugu en hún er ekki fastráðin hjá neinu leikhúsi. „Ég hef
þó engar áhyggjur af verkefnaleysi og ef í harðbakkann
slær get ég alltaf fengið vinnu við eitthvað annað en
leiklistina. Ég reikna þó með því að ég verði á fullu
í mínu fagi.“
Margir sjónvarpsáhorfendur skemmtu sér kon-
unglega yfir þáttunum um Stelpurnar síðasta vetur
en Guðlaug fór einmitt með hlutverk í þeim. Hún
segir ekkert ákveðið um framtíð þáttanna en úti-
lokar ekki að þær vinkonur birtist aftur á skján-
um.
„Þó það sé gaman að takast á við ný og spenn-
andi verkefni uni ég mér líka vel heima og var ein-
mitt að ljúka við að prjóna úlnliðshlífar. Þá þarf ég
að fara að klára að hekla bekkinn á gardínurnar hjá
mér, segir Guðlaug og viðurkennir að þessi verkefni
séu kannski tákn þess að hún sé komin af ungl-
ingsaldri.
Guðlaug skorar að lokum á alla að vera
menningarlega í vetur og mæta í leikhús.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA
Slappar af fyrir komandi annirÓsköp hefðbundið
„ Þetta er ósköp
hefðbundið enda afgreitt
eins og hjá hverjum
öðrum Íslendingi.“
Árni Johnsen hefur hlotið
uppreist æru að ákvörðun
dómsmálaráðherra. Frétta-
blaðið, 31. ágúst.
Sjálfbær nýting
„Þetta [hvalveiðar] er
bara hluti af okkar
sjálfbæru og ábyrgu
nýtingu á auðlindum
hafsins og sú nútíma-
lega náttúruverndar-
stefna sem menn vilja
tileinka sér gengur út á
sjálfbæra nýtingu en
ekki friðun.“
Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra segist ekki
verða var við andmæli vegna
hvalveiða. Fréttablaðið, 31.
ágúst.
Brúin á milli leikskóla og
grunnskóla er viðfangsefni
Sue Dockett, prófessors í
menntunarfræðum við Uni-
versity of Western Sydney
í Ástralíu, en hún er hingað
komin vegna ráðstefnu um
menntamál.
Ráðstefnan er á vegum EECERA
sem eru samtök um menntarann-
sóknir á sviði yngri barna og er
haldin í Kennaraháskóla Íslands
frá 30. ágúst til 2. september.
„Þetta er stærsta ráðstefnan sem
samtökin hafa haldið,“ segir
Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í
menntunarfræðum yngri barna í
Kennaraháskólanum og formaður
undirbúningsnefndar ráðstefn-
unnar, en um 580 manns frá 43
löndum hafa skráð sig.
Vandasöm skil
Sue Dockett er ein sérfræðing-
anna sem munu flytja erindi á ráð-
stefnunni. „Svipuð mál eru í deig-
lunni á Íslandi og í Ástralíu
varðandi hvernig við getum gert
börnunum auðveldara að fara úr
óformlegum leikskólum í skóla
sem eru mun formlegri og leggja
meiri áherslu á að fylgja nám-
skránni,“ segir Sue. „Það er ekk-
ert eitt módel sem er best, því það
sem virkar á einum stað virkar
ekki annars staðar. En við metum
þessi skil milli skólastiganna á því
hversu vel börnunum finnst þau
falla inn í skólann og hversu vel
þau eru tengd við skólann og kenn-
arana. Margar umfangsmiklar
rannsóknir í Bandaríkjunum og
Bretlandi benda til þess að börn
sem finna sterk tengsl
við skólann og finnst þau
tilheyra honum þegar
þau byrja gengur betur í
námi og eru lengur í skól-
anum en börnum sem
finnst skólinn ekki mjög
góður staður til að vera
á,“ segir Dockett.
Jóhanna tekur undir
þetta, en hún hefur starf-
að með Dockett að rann-
sóknum á færslunni milli
skólastiga. „Það er mjög
mikilvægt að þegar börn-
in fara í skólann viti þau hverju þau
eiga von á. Bæði í Ástralíu og á
Íslandi reyna kennarar að kynna
grunnskólann fyrir leikskólabörn-
unum. Hér á landi fara leikskóla-
kennararnir með börnin í heimsókn
í grunnskólann árið áður en þau
byrja en í Ástralíu taka foreldrar
meiri þátt í þessu,“ segir Jóhanna.
Samstarf leikskóla og grunnskóla
Tengsl leikskóla og grunnskóla
hafa verið í deiglunni undanfarið
vegna ákvörðunar borgaryfir-
valda um að kljúfa menntaráð í
leikskóla- og grunnskólaráð. Sue
bendir á að eigi skólastigin tvö að
vera aðskilin í stjórnkerfinu verði
samt sem áður að tryggja að ein-
hver tengsl og samvinna
séu á milli þeirra. „Í New
South Wales-fylki, þar
sem ég hef unnið í Ástr-
alíu, sjá mismunandi
deildir innan fylkis-
stjórnarinnar um leik-
skólamál og grunnskóla-
mál. Það eru ekki mikil
tengsl á milli þeirra, og
það eru lítil sem engin
tengsl milli kennaranna
úr stéttunum tveimur.
Leikskólakennararnir
vita ekki mikið um það
sem gerist í grunnskólanum og
öfugt. Það þýðir að stundum er
skortur á gagnkvæmri virðingu
milli skólastiganna og það hefur
slæm áhrif á þetta bil milli skól-
anna,“ segir Sue.
Leikurinn mikilvægur
Dockett segir að ákveðin spenna
ríki oft í leikskólunum þegar leik-
skólakennarar leggja áherslu á
leik á meðan foreldrarnir vilja að
börnin fái forskot áður en þau
byrji í skólanum og læri eitthvað
að lesa og skrifa. „Ef börnin vilja
læra er það gott, en það er ekki
sniðugt að neyða krakka til að lesa
og skrifa í leikskólum,“ segir Sue.
„Mikilvægast er að börnum líði
vel og séu full sjálfstrausts þegar
þau byrja í skólanum. Ef þeim
líður vel þegar þau byrja í skólan-
um munu þau læra mikið, en ef
þeim finnst þau vera beitt of mikl-
um þrýstingi verður námið ekki
jafn árangursríkt,“ segir Sue.
Jóhanna segir að þrýstingurinn
sé einnig mikill á Íslandi og að for-
eldrar átti sig oft ekki á mikilvægi
leiks. „Börnin læra margt í gegn-
um leik. Þau læra á samskipti sín á
milli, æfa tungumálið og aðra hluti
sem eru svo mikilvægir á þessum
aldri. Við höldum því fram að leik-
ur sé mikilvægari en að kenna
börnum að lesa og skrifa í leik-
skólanum,“ segir Jóhanna.
„Í sumum löndum er þessi
þrýstingur að færast neðar í skóla-
stigunum, til dæmis í Bretlandi.
Það er eitthvað sem við höfum
áhyggjur af,“ segir hún.
Aginn
Alltaf er verið að kvarta undan
agaleysi í skólastarfinu en Sue er
með gott svar við því. „Það besta til
að koma í veg fyrir agavandamál
er að láta börnin hafa eitthvað að
gera sem hefur þýðingu. Stundum
er það svo einfalt, sem og að kenn-
arinn stoppi og skýri út fyrir börn-
unum hvað þau séu að gera og
hvers vegna það sé mikilvægt.
Kennararnir gætu útskýrt „við
þurfum að læra þetta fyrir þetta,“
eða „þetta er gott að læra af því
að...“. Börn eru líklegri til að hlusta
ef þau fá útskýringu,“ segir Sue.
Hún segir að virðing sé lykil-
atriði í skólastarfi. „Við skoðum
hvernig börnin virða skólann og
hvernig skólarnir virða börnin. Ef
það eru ekki góð tengsl milli skól-
ans og kennaranna og barnsins þá
sjáum við veggjakrot um alla
veggi og brotna glugga, því engin
virðing ríkir,“ segir Sue að lokum.
rosag@frettabladid.is
Virðing er lykilatriði í skólastarfi
SUE DOCKETT
FYRSTI SKÓLADAGUR Dockett segir að ákveðin spenna ríki oft í leikskólunum þegar leik-
skólakennarar leggi áherslu á leik á meðan foreldrarnir vilja að börnin fái forskot áður en
þau byrji í skólanum og læri eitthvað að lesa og skrifa.
Búnaðarsamband Suðurlands og
Félag kúabænda á Suðurlandi
stóðu fyrir kúasýningunni KÝR
um síðustu helgi í Ölfushöllinni
að Ingólfshvoli. Það var í fjórða
sinn sem sú sýning er haldin.
Þar bar að líta 46 gripir, þar á
meðal nautin tvö Danna frá Nýja-
bæ undir Eyjafjöllum og Stássa
frá Nautastöðinni á Syðri Bæg-
isá. Haldið var sérstakt kúa-
fitness svo menn gætu séð hvort
gripirnir væru ekki í góðu formi
en því næst var kosinn besti grip-
ur sýningarinnar en það var kálf-
urinn Ör sem fékk þau verðlaun.
Eygló Arna Guðnadóttir sem
sýndi verðlaunagripinn fékk
verðlaun í flokki sýnenda 11 ára
og yngri.
Aðstandendur sýningarinnar
voru hæstánægðir með hana en
um 600 gestir mættu en einnig
voru þeir ánægðir með þátttöku
barna og unglinga sem var mjög
góð og einnig var greinilegt að
sýnendur höfðu lagt mikið á sig
og gripi sína við undurbúning.
- jse
Vel á sig komnar í kúa-fitness
EYGLÓ MEÐ VERÐLAUNAKÁLFINN ÖR
Besti gripurinn á sýningunni var valinn
kálfurinn Ör sem hér er milli sýnandans
Eyglóar Örnu Guðnadóttur og Þórólfs
Sveinssonar, formanns Landssambands
kúabænda. MYND/GUÐMUNDUR JÓHANNESSON
DANNI FRÁ NÝJABÆ Nautið Danni fékk
mikla athygli á sýningunni enda var
hann annað af tveimur nautum sem þar
bar að líta. Eins og sjá má er hann mikill
vexti. MYND/GUÐMUNDUR JÓHANNESSON
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
R
V
62
15
A
Blár sápuskammtari Foam
Blátt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur
Á tilboði í september
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
3.982 kr.
1.865 kr.
1.865 kr.
Blár enMotion snertifrír skammtari
Í dag rann út frestur Írana til að taka til-
boði nokkurra vesturveldanna og láta af
kjarnorkuáætlun sinni. Þeir sitja fast við
sinn keip og segja önnur ríki ekki eiga
að ráða því hvernig Íranar nýti auðlindir
sínar en þeir segjast ekki munu nýta
úran til að framleiða kjarnorkuvopn.
En geta vesturveldin, sem sjálf hafa yfir
kjarnorkuvopnum að búa, sagt Írönum
fyrir verkum hvað þetta varðar?
„Ég hef ekki kynnt mér þetta svo vel
en ég skyldi ætla að þessi ríki sem
eru að þrýsta á Írana hafi eitthvað fyrir
sér í þessu máli,“ segir Guðný Hrund
Karlsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á
Raufarhöfn.
„Einnig vona ég að menn hafi lært af
þeim fjölmörgu mistökum sem átt hafa
sér stað í Íraksstríðinu svo ekki komi
til átaka á þessu viðkvæma svæði. En
vissulega orkar það tvímælis að ríki sem
búa yfir kjarnorkuvopnum setji öðrum
stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum en enn
og aftur vona ég að þeir viti hvað þeir
eru að gera.“
SJÓNARHÓLL
KJARNORKUÁÆTLUN ÍRANA
GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR FYRRVER-
Orkar
tvímælis