Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 20
1. september 2006 FÖSTUDAGUR20
fólkið í landinu
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
Laugarvatn er gárulaust
og endurspeglar heiðbláan
himinn. Ferðamenn og lær-
lingar eru á ferli í þorpinu
þegar Jón Sigurður Eyjólfs-
son ekur um á þessum
sögufræga stað þar sem
naflaskoðun og táskoðun
eru stundaðar af krafti.
Samfélagið á Laugarvatni tekur
miklum breytingum á þessum árs-
tíma, eins og það gerir reyndar
einnig á vorin. Ferðamenn hafa
verið fyrirferðarmestir í sumar en
nú eru nemendur mættir til leiks og
starfa í þessu litla samfélagi sem
státað getur af öllum skólastigum
frá leikskóla til háskóla. Ferðamenn
eru þó enn fjölmennir og sígaun-
arnir, eins og íbúar hjólhýsahverf-
isins kalla sig sjálfir, sem og sumar-
bústaðaeigendur í nágrenninu, setja
sinn svip á samfélagið allan ársins
hring. Um 160 nemendur stunda
nám við íþróttasetrið en þar fer
fram íþróttafræðikennsla við
Kennaraháskóla Íslands og rúm-
lega 130 eru í menntaskólanum. Þar
eru hefðir í hávegum hafðar og
nýnemar læra fljótt að bera virð-
ingu fyrir sögu skólans. Halldór
Páll Halldórsson skólameistari var
sjálfur nemandi við skólann og í
huga hans er ekki svo langt síðan,
enda gerist ýmislegt sem minnir
hann á menntaskólaárin.
Tattúmerktur skólanum
„Þegar ég kom hingað árið 2001 var
það eins og að koma heim,“ segir
Halldór Páll. „Enda eru margir af
því frábæra starfsliði, sem gerir
okkur kleift að halda uppi metnað-
arfullu skólastarfi, gamlir nemend-
ur héðan svo sú virðist vera raunin
að það sé erfitt að hafa sig héðan.
Enda er það fyrir löngu sannað að
menn hætta aldrei að vera ML-
ingar því samheldnin er svo mikil
hérna. Svo eru tengsl nemenda við
staðinn og skólann svo gífurlega
sterk og mikil að þau bönd bresta
aldrei.“
Ekki þarf að leita í sögubækur til
að finna sannanir fyrir þessu. „Það
var nú bara síðast í gær að einn
nemandi kom til mín og vildi fá að
tala við mig í einrúmi. Erindið var
að sýna mér húðflúr sem hann hafði
látið setja á handlegginn en það var
merki skólans. Hann sagði að skól-
inn hefði svo mikla þýðingu fyrir
sig að ekki hefði annað húðflúr
komið til greina. Ég varð nú nokkuð
klökkur þó ég sé nú ekki að mælast
til þess að nemendur fari að merkja
sig skólanum með þessum hætti,“
segir skólameistarinn, sem yngist
um áratugi þegar skemmtileg uppá-
tæki nemenda eru til umræðu.
Húmorískar hefðir í hávegum
Þegar hann er orðinn svo ungur í
anda á hann auðvelt með að muna
uppátækin frá menntaskólaárunum
þó ábyrgð skólameistarans sé
honum einnig hugleikin. „Hér eru
hefðir í hávegum hafðar en oft er
það þannig að menn vilja toppa for-
vera sína og gera hlutina aðeins
svæsnari en í fyrra svo stundum
verða skólayfirvöld að grípa inn í
og gera samning við nemendur um
að breyta hefðinni aðeins eða að
banna ákveðna hefð ef ekki verður
hjá því komist. En þó við séum
nokkuð fastheldin á hefðir pössum
við okkur á því að vera ekki of niður-
njörvuð. Hér fær hver og einn að
vera eins og hann er; við viljum alls
ekki steypa alla í sama mótið og því
síður afstrípa sérkennilegheit af
fólki.“
Áður fyrr var venjan að „hjóa“ á
heimavistinni en þá var farið inn á
herbergi manna um miðja nótt eða
snemma morguns og dýnunni snúið
á hvolf svo fórnarlambið vaknaði
undir henni. „Þetta er eiginlega
alveg búið,“ segir Halldór Páll og
harmar hann það ekki.
Naflaskoðun, táskoðun og
kennaragrín
Gestur sem leggur leið sína í
menntaskólann verður helst að hafa
meðferðis orðabók ML-inga því
hefðum og sögufrægum stöðum
fylgja oft nöfn sem aðeins innvígðir
skilja. Guðni Páll Pálsson stallari,
það er að segja formaður nemenda-
félagsins, kynnti blaðamanni menn-
inguna. „Vistirnar heita Nös, Kös og
Fjarvist,“ segir hann. „Nös er svo
nálægt gamla skólameistara-
bústaðnum að menn höfðu orð á því
að vistarmenn væru í nösinni á
honum,“ segir Guðni Páll. „Fyrstu-
bekkingar búa á Kös en þeir eru svo
fjölmennir að þar búa allir í einni
kös. Svo eru það öfugmæli að kalla
vistina sem er á hæðinni fyrir ofan
skólastofurnar Fjarvist. Kannski
voru vistmenn þar oft fjarverandi
líka.“
Samskipti kynjanna á heimavist-
inni geta verið með skrautlegu móti
á Laugarvatni. „Hér er karlrembu-
félagið Kamel og því til höfuðs var
stofnað Kvemel af stelpunum,“
útskýrir Guðni Páll. „Núna er svo
yfirvofandi táskoðun en hún fer
þannig fram að kona tælir karl inn á
herbergi og reynir svo að ná honum
úr sokknum en þá merkir hún hann
með lit á tám og það þykir hin mesta
hneisa fyrir okkur strákana ef þeim
tekst það. Á móti kemur að við erum
með naflaskoðun en þá tökum við
stúlkurnar og setjum vatn í nafla
þeirra og mælum svo rúmmál
vatnsins. Sú sem er með stærsta
naflann fær svo nafnbótina Nafla-
drottningin.“
Einnig er hefð fyrir því að halda
svokallað kennaragrín en þá koma
allir saman og gera grín að kennur-
um og öðrum starfsmönnum. „Þeir
eru margir hverjir skrautlegir og
með sín sérkenni,“ segir Guðni Páll.
„Eins og til dæmis Hilmar efna-
fræðikennari sem er svo ör að við
tókum okkur til og töldum það
hversu mörg skref hann tæki í
einni kennslustund; þau voru eitt-
hvað um þúsund,“ segir hann og
brosir við.
Guðni Páll er ekki alsaklaus
þegar kemur að því að viðhalda
gömlum hefðum sem enn viðgang-
ast í óþökk skólayfirvalda. „Við
bundum einu sinni saman allar
hurðir en það vill svo vel til að á
vistunum er hurð á móti hurð svo
aðstæður eru mjög góðar fyrir
þennan hrekk. Menn urðu sumir
hverjir að skríða út um glugga,“
segir Guðni Páll og prakkarasvipur
kemur yfir stallarann. „Jú, og svo
hef ég hjóað,“ segir hann, svo ekki
virðist hjóið alveg fyrir bí þótt
skólameistari vilji trúa því.
Nafla- og táskoðun í Nös
GUÐNI PÁLL PÁLSSON STALLARI Stallarinn
hefur aldrei verið merktur á tánum en
hann tekur drjúgan þátt í naflaskoðun og
gerir prakkarastrik endrum og eins svo
að hefðirnar haldist. Svo trommar hann í
hljómsveitinni El Rodeo.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
HALLDÓR PÁLL HALLDÓRSSON SKÓLAMEISTARI Í huga skólameistarans er ekki svo langt
síðan hann sat sjálfur á skólabekk í Menntaskólanum að Laugarvatni og tók þá þátt í bralli
sem hann verður nú að reyna að hafa hemil á. Hann fær einnig sinn skammt af kennara-
gríni en það þykir eftirsóknarvert að Laugarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Hjónin Jóel Friðrik Jónsson og Þuríður
Steinþórsdóttir tóku sig til fyrir þremur
árum ásamt dótturinni Gróu Sif og fluttu
úr Garðabænum, þar sem þau áttu og
ráku Forn-ný járngallerí, í sælureitinn
sinn við Laugarvatn þar sem þau reka nú
Handverk gallerí.
„Við áttum sumarbústað hér skammt
frá og kunnum svo afskaplega vel við
okkur hér að við ákváðum einn daginn að
selja bústaðinn en byggja íbúðarhús hér í
staðinn og við sjáum svo sannarlega ekki
eftir því,“ segir Jóel Friðrik en hús þeirra er
við hliðina á galleríinu sem er í þorpinu
við Laugarvatn. „Hér er mikil umferð allan
ársins hring þannig að þó við séum komin
út á land fer meiri umferð um galleríið hér
en í Garðabæ,“ bætir hann við.
Þuríður vann á sínum tíma á verkstæði
ásamt bræðrum sínum. En sköpunargáf-
an tók oft af henni völdin og í stað þess
að gera við vélar og hluti var hún farin að
búa til hina ýmsa gripi úr járninu. „Svo
fór þetta bara að rokseljast og þannig
byrjaði nú þetta ævintýri,“ segir Jóel
Friðrik. Hann er sjálfur hagleikssmiður og
bólstrari. Hann reisti húsið sem galleríið
er í og íbúðarhúsið ásamt góðu fólki,
segir hann.
En ekki er nóg með að þau hjónin
leggi sitt af mörkum í listalífinu við
Laugarvatn því þau bjóða einnig upp
á hollar vörur sem matgæðingar eru
sólgnir í. „Við bjóðum upp á lífrænt
ræktað grænmeti, silung úr Laugarvatni
og Apavatni og harðfisk frá Þorlákshöfn,“
segir Jóel Friðrik og sest á bekkinn við
grænmetiskörfuna.
ATVINNUREKANDINN: HANDVERK GALLERÍ
Draumurinn rætist á Laugarvatni
Íbúafjöldi í desember 2005: 181
Íbúafjöldi í desember 2001: 149
Sveitarfélag: Bláskógabyggð
Íbúafjöldi: 921
Skólar: Leikskólinn Gullkistan, Grunn-
skóli Bláskógabyggðar (hefur einnig
aðsetur á Reykholti), Menntaskólinn
að Laugarvatni, Íþróttafræðasetrið að
Laugarvatni.
Helstu fyrirtæki: Hótel Edda (elsta
Edduhótel landsins), Veitingahúsið
Lindin, Gróðrarstöðin Laugarströnd,
Gistiheimilið Dalsel.
Laugarvatn