Fréttablaðið - 01.09.2006, Qupperneq 34
[ ]
Hægt er að bregða sér út á svalir til að
anda að sér fersku lofti og njóta útsýnis á
meðan veitinga er neytt.
Það getur verið gott að grípa í bók til að gleyma daglegu amstri en kaffihúsið býr yfir
vænum bókakosti.
Á kaffihúsinu með skemmti-
lega nafninu, Babalú, er tekið
á móti gestum eins og heima-
mönnum.
Babalú er rúmlega eins árs kaffi-
hús, sem hefur yfir sér heimilis-
legan blæ með notalegri stemn-
ingu. Það mætti jafnvel segja að
það sé í skemmtilega draslara-
legum stíl.
Það er á annarri hæð Skóla-
vörðustígs 22a, ekki nema 70
fermetrar að stærð og útbúið 30
fermetra svölum þar sem hægt
er að sitja úti með kaffibolla og
slappa af.
Veitingaúrval er með ágætu
móti á staðnum, en að sögn eins
eigenda hans, Hallgríms Hann-
essonar, eru veitingar undir
sterkum áhrifum frá franskri og
spænskri matseld.
„Við bjóðum upp á kaffi, te,
áfengi og gosdrykki,“ segir
Hannes. „Gestir geta síðan valið
úr ljúffengum ítölskum tertum,
heimabökuðum kökum en súkku-
laðikakan er þeirra sjálfsagt vin-
sælust, og frönskum langbrauð-
um og pönnukökum eða crépe
með alls kyns áleggi, svo sem
spínati, tómötum og osti, sem
eru aðalsmerki hússins.“
Veitingar eru ekki það eina
sem hitað er í ofninum á Babalú
að sögn Hallgríms.
„Gestum gefst nefnilega kost-
ur á að búa til leirverk sem eru
bökuð á staðnum og notuð til
skreytinga, en þannig eiga þeir
þátt í því að gera kaffihúsið að
því sem það er,“ útskýrir hann.
„Sama máli gegnir um myndir
sem hanga uppi á veggjum og
eru eftir gesti og gangandi.
Síðan er alltaf einhver sýning
í gangi til að gleðja augað, auk
þess sem hægt er að grípa í blað
eða bók til að grúska í og njóta
lífsins.“
roald@frettabladid.is
Á Babalú er úr mörgum kaffi- og tetegund-
um að velja, auk þess sem gestir getað
pantað sér gosdrykki eða áfenga drykki.
Vertu eins og heima hjá þér
Franskar pönnukökur njóta mikilla vin-
sælda en matseldin er undir frönskum og
spænskum áhrifum.
Á einum veggja Babalú getur að líta hillu með leirverkum sem gestir kaffihússins hafa búið
til á staðnum.
Ljósmyndir eftir hina pólsku Ania Leoniak
prýða veggi kaffihússins um þessar mundir.
Babalú er á annarri hæð Skólavörðustígs
22a.
Á kaffihúsinu ríkir notalega heimilisleg stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Skartgripi er hægt að kaupa í hinum ótelj-
andi skartgripabúðum og hönnunarbúðum sem
prýða miðbæinn.
Haustvörurnar frá
komnar
Sigurboginn Laugavegi 80
s. 561 1330
GLÆSILEGU FRÖNSKU
PEYSURNAR OG
VESTIN ERU KOMIN
Sokkabuxur
í miklu úrvali
Lauga vegi 25 s: 533 5500 www.ol sen.de
Ný og
stærri
verslun
Opnum nýja deild
með stærðum
44-52
��������
���� ����
���������������� ����������