Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 35
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 7 Langan laugardag er hægt að nýta í margt annað en að versla. Ýmis listasöfn eru í og við miðbæ- inn og er vert að fara og líta við í einu eða fleirum. Listasafn Íslands stendur við Fríkirkjuveg 7. Listasafnið er þjóðlistasafn og leggur megin- áherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Á safninu eru merk verk eftir alla helstu mynd- listarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, s.s. Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle. Í safn- byggingunum á Fríkirkjuvegi 7 eru nokkrir sýningarsalir á þrem- ur hæðum, safnbúð og kaffistofa. Ekki skemmir að enginn aðgangs- eyrir er rukkaður fyrir aðgang að safninu. Ásgrímssafn við Bergstaða- stræti er opið eftir samkomulagi. Safn Ásgríms Jónssonar hýsir vinnustofu listamannsins og heim- ili. Það hefur að geyma yfir 2.000 stök verk, 150 teiknibækur og safn heimilda um líf listamannsins og starf auk innbúss. Í safninu eru að jafnaði haldnar þrjár sýningar á ári þar sem verk listamannsins eru til sýnis. Náttúrugripasafnið er vel falið á fjórðu hæð á Hlemmi 5 en samt vel heimsóknarinnar virði. Í safn- inu er reynt að gefa gestum sem gleggst yfirlit yfir fegurð og fjöl- breytni í náttúru landsins sem og myndunarsögu þess og lífríki. Í safninu eru valdir gripir; dýr, plöntur, steingervingar, helstu bergtegundir, steindir og holufyll- ingar. Þar má fræðast um uppruna Íslands í ljósi landrekskenningar- innar og um virk eldstöðvakerfi. Gróðurfari og flóru landsins eru gerð skil, sýnd dæmi um mismun- andi gróðurlendi og sagt frá gróðureyðingu. Margar dýrateg- undir eru sýndar í kjörlendum sínum, í og við ár og vötn, í fuglabjörgum og sjó, svo dæmi séu tekin. Safnið er opið á laug- ardaginn frá 13.30 til 16.00. Lista- safn ASÍ og Ásmundar- salur eru á Freyjugötu 41. Í Ásmund- arsal eru reglulega sett- ar upp sýningar, bæði á verkum mis- munandi listamanna og sýningar á hinum fjölmörgu verkum í eigu listasafns ASÍ. Upphaf safnsins má rekja til þess þegar Ragnar Jóns- son í Smára gaf Alþýðusamband- inu listaverkasafn sitt, um 120 myndir, flestar eftir þekktustu myndlistarmenn þjóðarinnar. Listasafn Einars Jónssonar á Njarðargötu geymir hátt á þriðja hundrað verk sem spanna sextíu ára starfsferil Einars. Húsið er hannað af Einari sjálfum. Garðinn prýða ægifagrar höggmyndir og yndislegt að rölta þar í góðu veðri. Safnið er opið á laugardaginn frá 14.00 til 17.00. Nýlistasafnið er við Vatnsstíg 3b. Sýningarnar sem eru þar í gangi í dag eru Of course, it welcomes the foreigners, the boundary eftir Pétur Má Gunnarsson, Johann Maheut og Toshinaro Sato. Einnig Landslag og launmorð eftir Bruce Conkle. Í Hafnarhúsinu stendur yfir sýn- ing á grafíkverk- um úr Errósafn- inu. Það er því úr nógu að velja í miðbænum en fyrir þá sem vilja fá sér stuttan göngu- túr er ekki langt að fara út á Miklatún og virða fyrir sér listaverkin á Kjarvalsstöðum. Listinni andað að sér í borginni Kjarvalsstaðir eru í göngufæri við miðbæ- inn. Margt er að sjá á Náttúru- gripasafninu. Garðurinn við listasafn Einars Jónssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús. Listasafn Íslands. Veðurfræðingar eru bjartsýn- ir á að sólin skíni á löngum laugardegi. Langur laugardagur er haldinn í miðborg Reykjavíkur fyrsta laug- ardag í hverjum mánuði. Þá eru verslanir með ýmis tilboð í gangi og nýta má daginn til að létta sér lund með ýmsum uppákomum. Margir tengja langan laugardag helst við Laugaveginn en rétt er að allur miðbærinn tekur þátt í að gera daginn sem skemmtilegast- an. Því er um að gera að fá sér göngutúr um hin ýmsu hverfi 101 Reykjavíkur. Rölta í kringum Tjörnina, skoða hin fallega upp- gerðu hús í Grjótaþorpinu, líta við í Kvosinni og svo mætti lengi telja. Morgundagurinn ætti að henta vel til útiveru enda spá veðurfræð- ingar blíðu þennan dag. Því er ekki úr vegi að nýta þennan sumardag, sem gæti verið einn sá síðasti áður en haustið skellur á, til að kynnast miðbænum í góðu veðri. Gengið í góðu veðri Langur laugardagur á ekki aðeins við um Laugaveg heldur alla miðborgina. Haustvörurnar komnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.