Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 35
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 7
Langan laugardag er hægt
að nýta í margt annað en að
versla.
Ýmis listasöfn eru í og við miðbæ-
inn og er vert að fara og líta við í
einu eða fleirum.
Listasafn Íslands stendur við
Fríkirkjuveg 7. Listasafnið er
þjóðlistasafn og leggur megin-
áherslu á 19. og 20. aldar list,
íslenska og erlenda. Á safninu eru
merk verk eftir alla helstu mynd-
listarmenn þjóðarinnar. Það hefur
einnig að geyma vaxandi safn
erlendra verka eftir heimskunna
listamenn, s.s. Pablo Picasso,
Edvard Munch, Karel Appel, Hans
Hartung, Victor Vasarely, Richard
Serra og Richard Tuttle. Í safn-
byggingunum á Fríkirkjuvegi 7
eru nokkrir sýningarsalir á þrem-
ur hæðum, safnbúð og kaffistofa.
Ekki skemmir að enginn aðgangs-
eyrir er rukkaður fyrir aðgang að
safninu.
Ásgrímssafn við Bergstaða-
stræti er opið eftir samkomulagi.
Safn Ásgríms Jónssonar hýsir
vinnustofu listamannsins og heim-
ili. Það hefur að geyma yfir 2.000
stök verk, 150 teiknibækur og safn
heimilda um líf listamannsins og
starf auk innbúss. Í safninu eru að
jafnaði haldnar þrjár sýningar á
ári þar sem verk listamannsins
eru til sýnis.
Náttúrugripasafnið er vel falið
á fjórðu hæð á Hlemmi 5 en samt
vel heimsóknarinnar virði. Í safn-
inu er reynt að gefa gestum sem
gleggst yfirlit yfir fegurð og fjöl-
breytni í náttúru landsins sem og
myndunarsögu þess og lífríki. Í
safninu eru valdir gripir; dýr,
plöntur, steingervingar, helstu
bergtegundir, steindir og holufyll-
ingar. Þar má fræðast um uppruna
Íslands í ljósi landrekskenningar-
innar og um virk eldstöðvakerfi.
Gróðurfari og flóru landsins eru
gerð skil, sýnd dæmi um mismun-
andi gróðurlendi og sagt
frá gróðureyðingu.
Margar dýrateg-
undir eru sýndar
í kjörlendum
sínum, í og við
ár og vötn, í
fuglabjörgum
og sjó, svo
dæmi séu
tekin.
Safnið er
opið á laug-
ardaginn
frá 13.30 til
16.00.
Lista-
safn ASÍ og
Ásmundar-
salur eru á
Freyjugötu
41. Í Ásmund-
arsal eru
reglulega sett-
ar upp sýningar,
bæði á verkum mis-
munandi listamanna
og sýningar á hinum
fjölmörgu verkum í
eigu listasafns ASÍ.
Upphaf safnsins má
rekja til þess þegar Ragnar Jóns-
son í Smára gaf Alþýðusamband-
inu listaverkasafn sitt, um 120
myndir, flestar eftir þekktustu
myndlistarmenn þjóðarinnar.
Listasafn Einars Jónssonar á
Njarðargötu geymir hátt á þriðja
hundrað verk sem spanna sextíu
ára starfsferil Einars. Húsið er
hannað af Einari sjálfum. Garðinn
prýða ægifagrar höggmyndir og
yndislegt að rölta þar í góðu veðri.
Safnið er opið á laugardaginn frá
14.00 til 17.00.
Nýlistasafnið er við Vatnsstíg
3b. Sýningarnar sem eru þar í
gangi í dag eru Of course, it
welcomes the foreigners,
the boundary eftir Pétur
Má Gunnarsson, Johann
Maheut og Toshinaro
Sato. Einnig Landslag
og launmorð eftir
Bruce Conkle.
Í Hafnarhúsinu
stendur yfir sýn-
ing á grafíkverk-
um úr Errósafn-
inu.
Það er því úr
nógu að velja í
miðbænum en
fyrir þá sem
vilja fá sér
stuttan göngu-
túr er ekki
langt að fara út
á Miklatún og
virða fyrir sér
listaverkin á
Kjarvalsstöðum.
Listinni andað
að sér í borginni
Kjarvalsstaðir eru í göngufæri við miðbæ-
inn.
Margt er að sjá á Náttúru-
gripasafninu.
Garðurinn við listasafn Einars Jónssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús.
Listasafn Íslands.
Veðurfræðingar eru bjartsýn-
ir á að sólin skíni á löngum
laugardegi.
Langur laugardagur er haldinn í
miðborg Reykjavíkur fyrsta laug-
ardag í hverjum mánuði. Þá eru
verslanir með ýmis tilboð í gangi
og nýta má daginn til að létta sér
lund með ýmsum uppákomum.
Margir tengja langan laugardag
helst við Laugaveginn en rétt er að
allur miðbærinn tekur þátt í að
gera daginn sem skemmtilegast-
an.
Því er um að gera að fá sér
göngutúr um hin ýmsu hverfi 101
Reykjavíkur. Rölta í kringum
Tjörnina, skoða hin fallega upp-
gerðu hús í Grjótaþorpinu, líta við
í Kvosinni og svo mætti lengi
telja.
Morgundagurinn ætti að henta
vel til útiveru enda spá veðurfræð-
ingar blíðu þennan dag. Því er ekki
úr vegi að nýta þennan sumardag,
sem gæti verið einn sá síðasti áður
en haustið skellur á, til að kynnast
miðbænum í góðu veðri.
Gengið í góðu veðri
Langur laugardagur á ekki aðeins við um Laugaveg heldur alla miðborgina.
Haustvörurnar
komnar