Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 69
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 37 GLEÐILEGT NÝTT LEIKÁR! Opið hús í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 3. september kl. 15.00–17.00 Boðið verður upp á veitingar fyrir unga sem aldna. Starfsfólk Borgarleikhússins, með leikhússtjórann í broddi fylkingar, bakar vöfflur fyrir gesti og gangandi. Heitt á könnunni og svaladrykkir fyrir börnin. Kynning verður á viðburðum vetrarins: Grettir, Amadeus, Dagur vonar, Mein Kampf, Fagra veröld, Lík í óskilum, Belgíska Kongó, Viltu finna milljón?, Ronja ræningjadóttir, Sönglist, Íslenski dansflokkurinn. Leikfélag Reykjavíkur 110 ára: Um helgina bjóðum við sérstakt afmælistilboð sem leikhúsunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara, 3 sýningar á aðeins 3.000 krónur!* Dagskrá: Forsalur: Kl. 15.15 Eggert Þorleifsson og Laddi syngja lag úr Viltu finna milljón? Kl. 15.25 Hansa syngur valin lög úr Gretti og Paris at night. Kl. 15.40 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 15.50 Ronja, Birkir og Lovísa syngja lög úr Ronju ræningjadóttur. Kl. 16.00 Ronja veitir verðlaun fyrir teiknisamkeppnina „Ronja í sumarfríi”. Kl. 16.15 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 16.30 Söngatriði úr Footloose. Kl. 16.45 Lög úr Gretti og Sól og Mána. Arnbjörg Hlíf og Hansa syngja. Tarzan tekur lagið í lok dagskrár. Nýja sviðið: Kl. 15.20 Opin æfing – Íslenski dansflokkurinn. Kl. 15.50 Opin æfing – Mein Kampf. Kl. 16.20 Opin æfing – Amadeus. Opnuð verður myndlistasýning barnanna „Ronja í sumarfríi”. Hitler, Ronja, Birkir, Tarzan og hjónakornin Mozart og Konstansa heilsa upp á gesti og gangandi. Geirfuglarnir spila og skemmta á milli atriða af sinni alkunnu snilld. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 *Gildir á Mein Kampf, Dag vonar og sýningu að eigin vali hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is Myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson leiðir gesti Lista- safns Íslands um sýninguna „Landslagið og þjóð- sagan“ næstkom- andi sunnudag kl. 14. Á þessari sumar- sýningu safnsins eru verk eftir lið- lega þrjátíu íslenska listamenn en við- fangsefni hennar er íslensk landslagslist frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson og Júlíana Sveinsdóttir auk Magnúsar Pálssonar, Georgs Guðna og Ólafs Elíassonar. Sigurður mun fara vítt og breitt um sýninguna og ræða jafnt um verk frumherjanna sem samtímalistina en hann mun fjalla um einstök verk sýning- arinnar út frá lög- málum málverksins auk þess að fjalla um sýninguna í heild sinni. Sýningin stendur til 24. september en þess má geta að á hverjum þriðjudegi og sunnu- degi er boðið upp á almennar leiðsagnir um sýninguna. - khh Leiðsögn um listina MYNDLIST GEORGS GUÐNA Á verk á sumarsýningu Lista- safns Reykjavíkur. Örfáir miðar eru enn eftir á tónleika Eyjólfs Kristjánssonar í Borgarleik- húsinu í kvöld en þar er efnt til útgáfutónleika í tilefni af útkomu DVD-disksins Maður lifandi en efni disksins var tekið upp á tónleikum í leikhúsinu á sama tíma í fyrra. „Við flytjum gömul og ný lög eftir mig, nokkurs konar söngbók Eyva,“ segir Eyjólfur kátur en hann segir þó að þetta sé líklega í síðasta sinn sem hann efni til svona tónleika. „Ég hef alltaf haft ástæðu til að halda tónleikana. Ég byrjaði árið 2002 þegar ég gaf út plötuna Stjörnur og nú er ég með útgáfutónleika en ég hef nú kannski ekki ástæðu til að gera þetta að ári,“ segir hann. Reyndar er nýtt efni á leiðinni frá Eyjólfi en í október kemur út diskur sem hann gefur út í félagi við Stefán Hilmarsson. „Þetta er svona ljúf rauðvínsplata. Við sömd- um nokkur lög saman og svo eru líka önnur lög sem við höldum upp á en ekki kannski allir þekkja.“ Sem fyrr kveðst Eyjólfur vera happasæll með samstarfsfólk en í kvöld kemur fram fjöldi listamanna honum til fulltingis, sextán manna strengjasveit undir stjórn Þóris Baldurssonar, hrynsveit með bestu tónlistarmönnum landsins og lands- ins bestu söngvarar stíga á stokk með honum, til dæmis Bergþór Pálsson, Björn Jörundur, Björgvin Halldórsson og Ellen Kristjáns- dóttir. Tvennir tónleikar eru í kvöld, klukkan 20 og 22. -khh Útgáfutónleikar og ný plata EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Í góðum félags- skap á sviði Borgarleikhússins í kvöld. Bókafélagið Ugla gefur út bókina Bla Bla sem ber nafn sitt svo sann- arlega með rentu. Í bókinni eru tíundaðar sex hundruð „ótrúlega gagnslausar staðreyndir“ sem hentugt er að grípa til „þegar þú hefur ekkert að tala um“. Margir muna jú hversu vandræðalegt það er að hafa ekki frá neinu að segja og bætir þessi bók úr brýnum vanda, til dæmis í erfiðum matar- boðum, fermingarveislum eða pín- legum biðröðum. Geta minnugir lesendur þá gripið til staðreynda á borð við þá að Volvo þýðir „ég snýst“ á latínu og að Hitler hafi aðeins haft eitt eista. Munu slík gullkorn mögulega hvetja til skemmtilegra samræðna. Þessum fánýta fróðleik er þjappað niður á rúmlega tvö- hundruð síður í þægilegu vasa- broti. -khh Fyrirtaks fánýt- ur fróðleikur VITAGAGNSLAUS FRÓÐLEIKUR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Það er ekki hægt að hnerra með augun opin. �������������� ������� ���������� ���� ���� ������� ������ �������� ����� �������� ���������� ��� �� �������������� ��������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.