Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 72
72 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 1. septembe 640
tonlist@frettabladid.is
FYRST OG SÍÐAST SIGURÐUR EGGERTSSON
Sendu SMS skeytið JA S2F
á númerið 1900 og við
sendum þér spurningu! Þú
svarar með því að svara A, B
eða C á númerið 1900.
Þú gætir unnið!
Aðalvinningur
TOSHIBA tölva
og Sims 2 Stuff
Auka vinningar eru Ps2 tölvur • Sims
leikir • DVD myndir • Fullt af öðrum
tölvuleikjum og margt fleira V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
. Þ
ú
fæ
rð
5
m
ín
t
il
að
s
va
ra
s
p
u
rn
in
g
u.
SMSLEIKUR
Söngkonan Beyoncé Know-
les gefur út sína aðra
sólóplötu, B Day, á mánu-
dag, sem jafnframt er 25
ára afmælisdagur hennar.
Freyr Bjarnason hitaði upp
fyrir plötuna sem hefur
verið beðið með mikilli
eftirvæntingu.
B Day er fyrsta plata Beyoncé
síðan frumburðurinn Dangerously
in Love kom út árið 2003 og skilaði
hvorki meira né minna en fimm
Grammy-verðlaunum í hús. Smá-
skífulagið Crazy in Love gerði allt
vitlaust og er án nokkurs vafa vin-
sælasta lag Beyonce til þessa.
Destiny´s Child kvödd
Síðan sú plata kom út hefur
Beyoncé haft í nógu að snúast.
Hún lauk tónleikaferð vegna plöt-
unnar árið 2004 og á síðasta ári
kom út platan Destiny Fulfilled
þar sem hún sagði endanlega skilið
við stöllur sínar í stúlknabandinu
vinsæla Destiny´s Child. Var þetta
fjórða plata sveitarinnar, sem á að
baki slagara á borð við Say My
Name og Survivor. Einnig kom út
safnplatan #1´s og til að fylgja
þessu öllu saman eftir fóru þær
stúlkur í tónleikaferð þar sem
aðdáendurnir voru kvaddir í
hinsta sinn.
Fatalína og Deena Jones
Meðfram þessu ævintýri stofnaði
Beyoncé fatalínuna House of
Deréon ásamt móður sinni, Tinu
Knowles. Ekki er öll sagan sögð
því í byrjun þessa árs hóf Beyoncé
upptökur á kvikmyndinni Deena
Jones sem er byggð á leikhúsverk-
inu vinsæla Dream Girls. Eftir að
fjögurra mánaða tökunum var
lokið ákvað Beyoncé að taka sér
langþráða pásu og hvíla sig í góðu
yfirlæti við sundlaugarbakkann.
Tveggja daga frí
Hún entist ekki lengi fríinu því
eftir tveggja daga afslöppun gat
þessi mikli orkubolti ekki setið á
sér lengur og hringdi í hóp þekktra
upptökustjóra og fékk þá til að
kíkja með sér í hljóðver í New
York-borg. Í þessum hópi voru
kappar á borð við The Neptunes,
Sean Garrett, Swizz Beats og Rich
Harrison, sem var einmitt maður-
inn á bak við Crazy in Love.
Sköpunargáfan á fullt
Í New York kom Beyoncé strákun-
um fyrir hverjum í sínu herberg-
inu og flakkaði svo á milli þeirra
með svipuna að vopni. Samdi hún
og tók upp með þeim lögin en til að
þeim yrði eitthvað úr verki reyndi
hún að koma á samkeppni á milli
þeirra, sem þó var ekki neikvæð
að hennar sögn. „Allt gerðist svo
snöggt og þess vegna þurfti ég
ekki að redda dýrum flugferðum
og glíma við alls konar önnur
vandamál. Þetta gekk allt eins og í
sögu og allir voru mjög spenntir
að vera í hljóðverinu og gefa sköp-
unargáfu sinni lausan tauminn,“
segir Beyoncé, sem nýtur þess að
gera krefjandi hluti: „Ef hlutirnir
eru auðveldir er öll spennan farin
því ég vil ekki láta mér leiðast og
hafa það þægilegt þegar ég er að
búa til tónlist,“ segir hún.
Þriggja vikna upptökur
Eftir aðeins þriggja vikna upptökur
var ellefu laga plata tilbúin auk
fjórtán laga til viðbótar og Bey-
oncé er hæstánægð með útkom-
una. „Þetta er það besta sem ég
hef nokkurn tímann gert,“ segir
hún, sjálfsöryggið uppmálað.
Fyrsta smáskífulag B Day, Deja
Vu, hefur fengið góðar viðtökur en
þar nýtur hún aðstoðar kærasta
síns Jay-Z.
Jessica hvað?
Þess má geta að önnur vinsæl
söngkona, Jessica Simpson, gaf út
plötu fyrir skömmu sem nefnist A
Public Affair. Þrátt fyrir frægð
hennar má telja afar líklegt að hún
falli í skuggann af Beyoncé, enda
kemst hún varla með tærnar þar
sem fröken Knowles hefur hælana
í vinsældum.
Orkuboltinn Beyoncé
BEYONCÉ KNOWLES Söngkonan öfluga er mætt aftur með sína aðra sólóplötu, B Day.
Mercury-verðlaunin verða afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn næsta
þriðjudag. Reglur Mercury-verðlaunanna eru mjög einfaldar. Dómnefnd
velur tólf plötur. Öll tónlist kemur til greina og það er eingöngu tónlistin
sem farið er eftir. Ekkert annað skiptir máli.
Að mínu mati eru Mercury-verðlaunin dæmi um mjög vel heppnuð
tónlistarverðlaun. Það er að vísu iðulega deilt um það hver hreppir þau.
Mörgum fannst t.d. vont að New Forms
með Roni Size væri tekin fram yfir OK
Computer með Radiohead árið 1997 og að
hinn indversk-ættaði Talvin Singh ynni
Blur árið 1999. Það má (og á) að sjálfsögðu
að deila um einstaka tilnefningar og sigur-
vegara, en aðalatriðið er að á hverju ári
vekja Mercury-verðlaunin athygli á áhuga-
verðum tónlistarmönnum sem annars færu
framhjá manni. Tilnefningarnar skipta
eiginlega meira máli en sigurvegarinn.
Í ár eru margar fínar plötur tilnefndar.
Flestir virðast veðja á að Arctic Monkeys,
Guillemots, Thom Yorke eða Muse hljóti verðlaunin, en á meðal þeirra
platna sem eru tilnefndar eru margar aðrar frábærar plötur, þ.á.m. White
Bread Black Beer með Scritti Politti.
Scritti Politti er afkvæmi Green Gartside sem er einn af þessum
tónlistarmönnum sem hafa alveg sinn eigin stíl og virðast ónæmir fyrir
tískustraumum og tíðaranda. Scritti Politti kom fyrst fram sem hljómsveit
í London undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og stakk þá mjög í stúf
við post-pönk sveitir þess tíma. Tónlistin var ljúft, en hrjúft sambland af
poppi, reggí og djassi. Sveitin dró sig í hlé eftir að Green veiktist í lok
níunda áratugarins, en hann endurvakti hana sem sólóverkefni árið 1999.
White Bread Black Beer er aðeins fimmta plata sveitarinnar á tæpum
þrjátíu árum og sú fyrsta í sjö ár. Og enn hljómar Green öðruvísi en allt
annað sem er í boði. White Bread Black Beer er ekkert endilega besta
platan sem er tilnefnd í ár, en samt hiklaust plata sem á skilið að eftir henni
sé tekið. Og þar koma Mercury-verðlaunin sterkt inn.
Bestu tónlistarverðlaunin
GREEN GARTSIDE Fyrsta Scritti
Politti platan í sjö ár er tilnefnd
til Mercury-verðlaunanna.
> Í SPILARANUM
Bob Dylan: Modern Times
Razorlight: Razorlight
Kelis: Kelis Was Here
Tom Petty: Highway Companion
Beirut: Gulag Orkestar
> Plata vikunnar
Lily Allen: Alright, Still
„Frumraun Lily Allen er fínasta reggí-
popp. Áhrifavaldar hennar skína þó
kannski örlítið of mikið í gegn í annars
frábærum lögum hennar.” BÖS
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Gulldrengirnir okkar í hljómsveitinni Sigur
Rós eru komnir í langþráð frí eftir að tón-
leikaferð þeirra um landið lauk um
verslunarmannahelgina. Eins og Fréttablaðið
hefur greint frá voru allir tónleikarnir
teknir upp fyrir útgáfu á væntanlegum
DVD-diski sveitarinnar. Orri Páll Dýrason,
trommuleikari Sigur Rósar, segir að nú
standi yfir forvinna við gerð mynddisksins.
„Við erum með 120 klukkutíma af efni
svo það er heilmikil vinna í þessu. Við erum
með mann í að hlaða efninu inn fyrir okkur
og svo komum við að klippingu og fleiru
síðar,“ segir Orri.
Tónleikaferð Sigur Rósar vakti heilmikla
athygli hérlendis, og reyndar víðar því fjöl-
margir aðdáendur sveitarinnar komu hingað
til lands af þessu tilefni. Búast má við að
DVD-diskurinn eigi eftir að njóta talsverðra
vinsælda meðal tónlistaráhugafólks. Orri
Páll segir að búast megi við því að diskur-
inn komi út snemma á næsta ári.
„Við stefnum að því að klára þetta fyrir
jól. Það er því líklegt að diskurinn komi út
snemma á næsta ári.“
120 klukkutímar af efni
SIGUR RÓS Í ÁSBYRGI Frábærir tónleikar sveitarinnar
á Miklatúni og í Ásbyrgi verða áberandi á væntan-
legum DVD-diski. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
RADIOHEAD -
OK COMPUTER
Fyrsta platan sem ég man eftir
að hafi haft djúp
áhrif á mig. Ég var,
og er, með tiltölu-
lega seinþroska
tónl istarsmekk
og þótt Radiohead
hefði þá þegar
gefið út tvær breiðskífur og slegið í
gegn um allan heim þá hafði ég
ekki minnstu hugmynd um tilvist
þeirra. OK Computer er mikið
meistaraverk og opnaði augu mín
fyrir bæði eldri plötu Radiohead,
The Bends, og annarri tónlist í
svipuðum fíling.
UPPÁHALDSLAG: Ég var á Partilla-
Cup í Svíþjóð að leika handknattleik
og einn minna bestu vina, Bjarni
Ólafur Eiríksson, leyfði mér að heyra
lag af plötunni. Lagið var Karma Police
og greip það mig við fyrstu hlustun
og enn er það í miklum metum.
MEGAS - Á BLEIKUM NÁTT-
KJÓLUM
Ég hef frá blautu barnsbeini
verið alinn upp með Megas í
eyrunum en aldrei hleypt tónlist
hans alveg inn. Með Á bleikum
náttkjólum opnaðist flóðgátt og
ég sökkti mér í tónlist Megasar
og uppgötvaði hve heppnir við
Íslendingar erum að hafa slíkan
mann í röðum okkar. Maður sem getur komið ótrúleg-
ustu hugsunum og sögum í orð og fagrar laglínur á
þann hátt sem mann óraði ekki fyrir.
UPPÁHALDSLAG: Eitt lag heillar mig mest, Orfeus
og Evridís. Þetta er eitt fallegasta lag sem ég hef
heyrt og það er ekki laust við að mér vökni um augu
er síðasta erindið hljómar:
„Blesi minn í brekkunni góðu
búinn er þér hvílustaður
einhverntíma ái ég með þér
örþreyttur gamall vonsvikinn maður.“
SIGURÐUR EGGERTSSON Handboltamaðurinn og grínarinn
knái fetar sígildar slóðir í plötuvali sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM