Fréttablaðið - 01.09.2006, Qupperneq 86
1. september 2006 FÖSTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Það vantar:
Starfsfólk í sal. - Kvöldvinna
Kokk - Dag- og kvöldvinna
Góð Laun í boði
Banthai
Uppl. 896 3536
LÁRÉTT
2 fjarskiptatæki 6 klukka 8 mæliein-
ing 9 til sauma 11 í röð 12 helgi-
myndir 14 þíða 16 rás 17 þangað til
18 niður 20 ryk 21 ögn.
LÓÐRÉTT
1 mánuður 3 í röð 4 dýr 5 angan 7
röndóttur 10 hrós 13 spil 15 sjúk-
dómur 16 espa 19 tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 sími, 6 úr, 8 júl, 9 nál, 11
lm, 12 íkona, 14 afísa, 16 æð, 17 uns,
18 suð, 20 im, 21 arða.
LÓÐRÉTT: 1 júní, 3 íj, 4 múlasni, 5 ilm,
7 rákaður, 10 lof, 13 níu, 15 asmi, 16
æsa, 19 ðð.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Lífið leikur við Bubba Morthens en
síðast þegar af honum fréttist var
hann í fimmtugsafmæli tengda-
föður síns, Hafsteins Jónssonar
ásamt heitmey sinni, Hrafnhildi. Var
veislan hin veglegasta
en þó ekki eins til-
komumikil og fimm-
tugsafmæli kóngsins
fyrr í sumar en þá
var öll Laugardals-
höllin lögð undir
afmælið.
Athafnamennirnir
Þorsteinn Jónsson, kenndur við
Coke, og Magnús Ármann eru lík-
lega loðnari um lófana en gengur
og gerist. Segir sagan að þeir félagar
hafi nýverið tekið á móti tveimur
glænýjum Porche 911 bifreiðum
sem flogið var með einkaþotu
beint frá þýsku verksmiðjunum á
Reykjavíkurflugvöll. Haft
er eftir sjálfum Benna
í Bílabúð Benna að
þessi týpa sé sport-
bíll aldarinnar en fá
má bílana á breiðu
verðbili eftir búnaði
og tegund, allt frá
um tíu milljónum
upp í Guð má
vita hvað.
Jón Egill Bergþórsson heitir einn
eftirsóttasti sjónvarpsframleiðandi
landsins. Hann stjórnaði gerð
Meistarans fyrir Stöð 2 og Loga
Bergmann. Þótti fréttnæmt því
áður hafði Jón Egill verið einn
innsti koppur í búri hjá RÚV og
framleiddi ýmsa þætti þar svo sem
„Af fingrum fram“. Nú, þegar gam-
all draumur Jóns Ólafssonar um
að stjórna spjallþætti í Ríkissjón-
varpinu á laugardagskvöldi rætist,
og feta þannig
í fótspor sjálfs
Hemma Gunn,
söðlar Jón Egill
enn um og gengur
til liðs við spéfugl-
inn og tónlistar-
manninn, nafna
sinn Ólafsson.
- fgg
Björgvin Jóhann Hreiðarsson
kokkanemi á Hótel Geysi var
upphaflegi söngvarinn í hljóm-
sveitinni Á móti sól. Þegar
Björgvin hætti tók Magni
Ásgeirsson við en hann hefur
slegið í gegn með hljómsveit-
inni sem og í sjónvarpsþættin-
um Rockstar: Supernova.
„Ég var með í Á móti sól
frá byrjun. Mig minnir
að sveitin hafi verið
stofnuð í kringum
1996-7 en ég hætti í
september árið 1999.
Ég átti orðið tvö börn
og taldi tíma mínum
betur helgað í að
sinna fjölskyldunni,“
segir Björgvin Jóhann.
„Vinir mínir hafa sagt að ég sé
langtum betri söngvari en Magni.
Ég held hins vegar að fólk
sé að reyna að hlífa mér
því hann er helmingi
betri en ég var. Ég kemst
ekki með tærnar þar sem
hann hefur hælana.“
Söngvarinn fyrr-
verandi fylgist grannt með gömlu
félögunum í Á móti sól. „Ég er
mjög ánægður með það sem þeir
hafa verið að gera og mér finnst
sveitin stefna í góða átt,“ segir
Björgvin og bætir við: „Ég hef
aldrei verið hrifinn af því þegar
íslenskar sveitir eru að covera
gömul íslensk lög. Í
þeirra tilviki gerðu
þeir það hins vegar
mjög vel og það er
kannski ekki síst
söngnum hans
Magna að þakka.“
Björgvin
hefur fylgst með
arftaka sínum í
Á móti sól í sjón-
varpsþættinum
Rockstar: Supernova. „Ég er að
vísu í þannig vinnu að það er
erfitt að vera yfir sjónvarpinu.
En ég hef fylgst með allri umræð-
unni um hann og mér hefur
þótt hann standa sig vel,“
segir Björgvin. „Ég skil
ekki alveg hvað er að ger-
ast þegar hann hefur lent í
þremur neðstu sætunum.
Þetta er eitthvað Kanasyndrom
í gangi sem gerir það að verk-
um. Magni er náttúrlega
Evrópubúi og þættirnir eru
fyrst og fremst hugsaðir fyrir
Kanann.“ -kh
Forverinn segir Magna helmingi betri
Fimm stór evrópsk sölufyrirtæki
berjast þessa dagana um dreifingar-
réttinn á kvikmyndunum Börn og
Fullorðnir eftir Ragnar Bragason,
þar sem leikarar úr Vesturporti
eru í aðalhlutverkum.
Börn verður frumsýnd hér á
landi þann níunda september en
hún verður heimsfrumsýnd á San
Sebastian-kvikmyndahátíðinni á
Spáni í lok mánaðarins. Eftir það
verður myndin sýnd á stærstu
kvikmyndahátíð Asíu, Pusan, um
miðjan október.
„Þeir sem sjá um þessa alþjóð-
legu dreifingu virðast hafa mikla
trú á að myndirnar eigi erindi á
alþjóðamarkað. Það er dálítið
merkilegt því hún var fyrst og
fremst gerð fyrir Íslendinga á
íslensku,“ segir Ragnar Bragason.
„Þessar myndir voru aldrei
hugsaðar neitt meira en það. Það
er gaman að sjá að þetta virðist
vera að skila sér líka til útlend-
inga.“ Vonast Ragnar til að samn-
ingar náist áður en myndin verður
sýnd í Asíu.
Börn var sýnd á markaðshátíð-
inni í Haugasundi á dögunum og
fékk þar svo mikla athygli að sím-
inn er búinn að vera rauðglóandi
hjá Ragnari síðan.
Hann segir áhugann á myndun-
um samt ekki koma sér ýkja mikið
á óvart. „Það er sú regla með alla
hluti að ef þú gerir eitthvað gott
kemur eitthvað gott á móti. Við
erum með tvær frábærar myndir í
höndunum og það kemur í sjálfu
sér ekkert á óvart að þær eigi eftir
að eiga gott líf,“ segir hann.
Að sögn Ragnars verður síðari
myndin, Fullorðnir, líklega tilbúin
í lok september en ekki hefur verið
ákveðið hvenær hún verður frum-
sýnd.
Barist um Börn og Fullorðna
BÖRN Nína Dögg fer með aðalhlutverkið
í Börnum ásamt Gísla Erni Darrasyni og
Ólafi Darra Ólafssyni.
Í vetur hefst ný íslensk raunveru-
leikaþáttaröð á Skjá einum sem
fengin er að láni frá Ástralíu en sú
bar nafnið Celebrity Overhall og
sló í gegn hjá andfætlingum. Þætt-
irnir sýna fræga og fína fólkið
koma sér í form á mettíma og var
sjálfur Fabio leynigestur í þáttun-
um.
Í íslensku þáttaröðinni urðu
engir aukvissar fyrir valinu því
Idolstjarnan Ragnheiður Sara,
leikarinn Ari Matthíasson og
athafnamaðurinn Árni Johnsen
eru meðal þeirra sex sem taka þátt
og jafnvel mun Gaui litli bætast í
hópinn, en þegar Fréttablaðið
hafði tali af honum reyndist hann
hafa meiðst lítillega og Gaui ekki
alveg viss um hvort hann kæmist.
Hinir sex útvöldu eyða sex
vikum í stífri þjálfun hjá Boot-
camp sem heldur betur hefur slegið
í gegn hjá Íslendingum, en þar er
ekkert gefið eftir í að keyra þátt-
takendur áfram í átt að markmiði
sínu. Þykir þjálfunin minna eilítið
á það sem hermenn eru látnir
ganga í gegnum en þjálfararnir
hvetja fólkið áfram með öllum til-
tækum ráðum. Ekki er um eigin-
lega megrun að ræða heldur er
takmarkið að koma þátttakendum
í sem best form. Auk hinna sex
sem þegar hafa gefið samþykki
fyrir að taka þátt í þættinum verð-
ur sélegur leynigestur sem þátt-
takendurnir vita ekki af og hvílir
mikil leynd yfir því hver það
er.
Árni Johnsen var nýkominn á
fastalandið þegar Fréttablaðið
náði tali af honum en athafnamað-
urinn sagðist ekki hafa
tekið sér langan
umhugsunarfrest þegar
komið var að máli við hann. „Mér
finnst þetta bara jákvætt því við
þurfum öll að hugsa um líkamann
og hvað við látum ofan í okkur,“
sagði Árni léttur. „Ég er svo sem í
ágætis formi en það má alltaf bæta
það,“ bætti hann við og sagðist
ekki kvíða fyrir neinu enda væri
hann þannig gerður. „Þetta verður
bara skemmtilegt,“ sagði Árni.
Tökur á þættinum hefjast um helg-
ina og standa yfir í sex vikur en
Basecamp framleiðir þættina fyrir
Skjá einn.
freyrgigja@frettabladid.is
NÝ RAUNVERULEIKAÞÁTTARÖÐ: ÁRNI JOHNSEN MEÐAL ÞÁTTTAKENDA
Frægir í form á mettíma
ARI MATTHÍASSON Sló í gegn
í Flugleiða - auglýsingunni og
ætlar sér að komast í betra
form með hjálp Bootcamp.
ÁRNI JOHNSEN Þingmaðurinn fyrrverandi ætlar að koma sér í enn betra form í raun-
veruleikaþætti sem Skjár einn sýnir í vetur.
... nýútskrifaða menntaskóla-
mærin Aníta Hirlekar fyrir að
setja markið hátt og hafa
fengið inngöngu í hinn fræga
hönnunarskóla, Central Saint
Martins.
HRÓSIÐ FÆR …
BJÖRGVIN JÓHANN
„Það er dálítið
hallærislegt að
fara úr hljómsveit
til að vera með
fjölskyldunni og
velja sér svo starf
sem kokkur því
þá er ég að vinna
þegar aðrir eru
í fríi.“
MAGNI Vinir Björgvins segja
hann betri söngvara en Magna
en sjálfur er hann því ósam-
mála.
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4