Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 2
2 7. september 2006 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS STJÓRNMÁL Fundir í kjördæmis- ráðum Samfylkingarinnar í fjórum kjördæmum standa fyrir dyrum en á þeim verður ákveðið með hvaða hætti valið verður á lista flokksins fyrir þingkosning- arnar í vor. Fundað verður í Norðaustur- kjördæmi á sunnudag, í Suðvest- urkjördæmi miðvikudaginn 13. september, Norðvesturkjördæmi laugardaginn 16. september og í Suðurkjördæmi 17. september. Fulltrúaráð Samfylkingarfé- laganna í Reykjavík hefur þegar samþykkt að halda prófkjör í nóvember. - bþs Samfylkingin ræðir framboð: Aðferðir við val á lista ákveðnar MÁLIN RÆDD Samfylkingarmenn á fundi í júní. Heiðar, áttu fótum þínum fjör að launa? „Nei, ég er mjög sáttur við að Elli kerling nái mér.“ Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar á fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir, sem Heiðar ætlar ekki að fagna sérstaklega. Ástæðan er sú að bæði hann og konan hans eiga stórafmæli á árinu. DÓMSMÁL Guðni Steinar Snæ- björnsson, 23 ára gamall Reyk- víkingur, var í gær dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir að eiga í kynferðislegum samskipt- um við 14 ára gamla stúlku á hótelherbergi í Burnley. Frá þessu greindi fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Lögreglan í Burnley handtók Guðna á hótelherbergi í febrúar á þessu ári en hann hafði átt í samskiptum við stúlkuna í gegnum veraldarvefinn um nokkurt skeið. Samkvæmt fréttum BBC kom hann í tvígang til Burnley, í september og desember á síðasta ári, til þess að heimsækja stúlkuna, og dvaldi meðal annars á heimili hennar í september. Líklegt þykir að hann geti losnað úr fangelsi innan fárra mánaða þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði. - mh Karlmaður dæmdur í Burnley: Fékk sextán mánaða dóm Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 JAPAN, AP Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisara- dæmið. Barnið var tekið með keisaraskurði á sjúkrahúsi í Tókýó. Drengurinn er þriðji í ríkiserfðaröðinni á eftir föður sínum og föðurbróður, krónprinsinum Naru- hito. Hirðin í Tókýó tilkynnti að greint yrði frá nafni hins nýfædda prins næstkomandi þriðjudag. Fréttinni af fæðingu sveinsins var tekið með kost- um og kynjum í Japan, ekki síst meðal íhaldsmanna, sem mjög höfðu beitt sér gegn hreyfingu þeirra sem þrýstu á um að ríkiserfðareglunum yrði breytt. Dag- blöð gáfu út aukablöð sem rifin voru út og sjónvarps- stöðvar sendu út beint allan daginn af sjúkrahúsinu og sýndu inni á milli heimildaþætti um foreldrana. Þau eiga tvær dætur fyrir. „Þetta er stórkostlegt,“ sagði Junichiro Koizumi forsætisráðherra er hann var inntur eftir viðbrögð- um við tíðindunum. „Ekki aðeins keisarafjölskyldan heldur öll japanska þjóðin hlýtur að hafa fundið til mikillar gleði,“ sagði hann. - aa FAGNAÐARFRÉTTIR Tókýóbúar lesa aukablöð sem gefin voru út til að flytja fréttir af fæðingunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Japanska prinsessan Kiko gekkst undir keisaraskurð: Fyrsta sveinbarnið í fjörtíu ár ÁKÆRA Tuttugu og þriggja ára karlmaður var ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa skallað mann í andlitið á veitingahúsinu Broadway í byrjun maí í fyrra, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut bólgur í andliti, nefbrotn- aði og framtönn í neðri gómi brotnaði. Ákæruvaldið krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar. Þá krefst þolandi að ákærði verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð tæplega 350 þúsund króna. - æþe Árásarmaður ákærður: Skallaði mann í andlitið á bar STJÓRNMÁL Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, verður gestur á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í dag. Málefni fangelsa verða til umræðu á fundinum en þau hafa verið til umfjöllunar í samfélaginu síðustu daga. Fulltrúar Samfylkingar- innar í nefndinni óskuðu eftir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sæti fundinn en varð ekki að þeirri ósk sinni. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, mun hins vegar sitja hann fyrir hönd ráðuneytisins. - bþs Allsherjarnefnd fundar í dag: Fangelsismála- stjóri á fundinn VALTÝR SIGURÐSSON VINNUMARKAÐUR Erlendir starfs- menn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir lang- þreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mán- aða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnu- menningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa sam- skiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félags- legur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félags- legu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmda- markaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ ghs@frettabladid.is Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. MENNINGIN HEFUR BREYST Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum sem oft eru mállausir og vilja vinna myrkranna á milli því að þeir eru á vertíð. Erlendu starfsmennirnir komast heim í tveggja til þriggja vikna frí en Íslendingarnir eru bundnir yfir þeim og komast ekki í frí. FRAMKVÆMDIR Jarðvinnuverktakar eru uggandi um framtíð sína því engin stór verkefni í jarðverktöku á vegum hins opinbera eru í bígerð. Öll útboð á sviði vegagerð- ar voru sett á ís í sumar og var það liður í aðgerðum stjórnvalda til að slá á verðbólgu. „Mörgum stórum verkefnum lýkur fyrripart vetrar eða um og upp úr áramótum og svo er fátt framundan,“ segir Árni Jóhanns- son hjá Samtökum iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem óvissa er meðal jarðvinnu- verktaka en undanfarin ár hafa þeir haft vissu fyrir mörgum stór- um verkefnum. Árni segir vetrar- kvíða gæta meðal jarðverktaka. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðuðust við að efna ekki til útboða en áfram er unnið að hönn- un og undirbúningi verka. Enginn veit hins vegar hvenær þau verða boðin út. „Við skiljum þessi sjón- armið og höfum fengið vissu fyrir að undirbúningi er haldið áfram. Það er því ekki spurning hvort, heldur hvenær verður farið af stað,“ segir Árni. Nú um stundir hafa allir jarð- vinnuverktakar nóg að gera, enda áhersla lögð á að ljúka mörgum verkum fyrir veturinn. Árni segir miklar breytingar hafa orðið í greininni, fyrirtækin séu orðin miklu stærri en þau voru og þoli því litla bið eftir nýjum verkum. - bþs Jarðvinnuverktakar horfa fram á verkefnaskort vegna útboðsbanns í vegagerð: Vetrarkvíði hjá jarðverktökum GRAFIÐ FYRIR NÝJUM VEGI Jarðvinnu- verktakar hafa nóg að gera þessar vikurnar en horfa fram á verkefnaskort eftir áramót. DÓMSMÁL Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ýmis lögbrot. Hinn dæmdi á að baki langan og óslitinn sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1996. Frá þeim tíma og fram til júní árið 2003 hlaut hann fjórtán sinnum refsingu fyrir ýmis brot. Brotin voru framin á tímabilinu frá því í mars 2004 til júlí 2005. Hann var sakfelldur fyrir þjófnaði úr fataverslunum, vörslu fíkni- efna, fyrir að aka án ökuréttinda, fyrir að stela eldsneyti af bensín- stöðvum og líkamsárás. - æþe Dómur í héraðsdómi: Síbrotamaður hlaut 6 mánuðiVinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vett- vangur. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMIÐNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.