Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 4
4 7. september 2006 FIMMTUDAGUR
GENGIÐ 6.9.2006
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður
var ranglega sagður Guðmundsson í
myndatexta í blaðinu í gær.
Röng vefslóð fylgdi frásögn blaðs-
ins í gær af göngu tveggja íslenskra
fjallgöngumanna í Kirgisistan. Hægt
er að lesa ferðasögu þeirra á slóðinni
www.utivera.is á netinu.
LEIÐRÉTT
LÖGREGLUMÁL Ökumaður á
tvítugsaldri missti stjórn á
bifreið sinni með þeim afleiðing-
um að hún valt við bæinn
Grjótgarð í Hörgárbyggð,
skammt norðan Akureyrar um
tvö leytið í fyrrinótt.
Ökumaðurinn var einn á ferð
þegar óhappið varð og hlaut hann
minniháttar meiðsl. Hann var
með meðvitund þegar sjúkralið
bar að garði og var hann fluttur
til aðhlynningar á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Honum
var haldið þar yfir nóttina en var
svo útskrifaður um hádegið í gær.
Bifreiðin er mikið skemmd, ef
ekki ónýt. - æþe
Bílvelta við Akureyri:
Missti stjórn á
bifreiðinni
DÓMSMÁL Ákæra yfir fertugri
konu vegna fjárdráttar var
þingfest fyrir héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Konan er sökuð um að hafa á
tímabilinu september til
desember árið 2003, er hún
starfaði sem stjórnarmaður og
framkvæmdastjóri hjá ónefndu
fyrirtæki, dregið sér rúmar 150
þúsund krónur af meðlags-
greiðslum. Konan mun hafa
dregið sér tæpar fjörutíu
þúsund krónur í fjögur skipti á
fjögurra mánaða tímabili.
Ákæruvaldið fer fram á
refsingu yfir konunni.
- æþe
Kona ákærð fyrir fjárdrátt:
Dró sér rúm
150 þúsund
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
���������������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
LUNDÚNIR, AP Sjö embættismenn
ríkisstjórnar Tony Blairs sögðu
upp störfum í gær í mótmæla-
skyni við tregðu hans við að til-
kynna hvenær hann ætli að láta af
embætti. Einn embættismannanna
er Tom Watson, en hann var meðal
undirritaðra á hvatningarskjali
sem lekið var til fjölmiðla í fyrra-
dag. Á skjalið settu 38 þingmenn
Verkamannaflokksins nafn sitt
undir beiðni til Blairs um að segja
af sér, fyrr en seinna.
„Ég tel ekki lengur að áfram-
haldandi seta þín í embætti sé
flokknum eða landinu til fram-
dráttar,“ sagði Watson í uppsagn-
arbréfi sínu í gær. Blair sagði
seinna að hann hefði rekið Watson
sjálfur, ef aðstoðarráðherrann
hefði ekki verið fyrri til að segja
af sér, enda hefði ákvörðun Wat-
sons um að skrifa undir verið
„sviksamleg og ósvífin“.
Miklar vangaveltur eru uppi í
Bretlandi um hvenær Blair til-
kynni um afsögn sína og í gær
birti til dæmis dagblaðið Sun frétt
þess efnis að forsætisráðherrann
myndi segja af sér þann 31. maí,
en blaðið gat ekki um heimildir og
skrifstofa forsætisráðuneytisins
vildi ekkert um fréttina segja.
Tony Blair lýsti því yfir í kosn-
ingabaráttunni síðustu að hann
myndi ekki sækjast eftir endur-
kjöri árið 2009, heldur segja af
sér á kjörtímabilinu. Hann kvað
þó ekki fastar að orði en svo að
segja að eftirmaður sinn fengi
„tíma“ til að koma sér fyrir í
embætti. - kóþ
Tony Blair harðlega gagnrýndur af eigin liðsmönnum:
Ekki þjóðinni til framdráttar
TONY BLAIR
Þrýst á forsæt-
isráðherrann
að hann segi
af sér, eða í
það minnsta
tilkynni um
hvenær hann
ætli að hætta.
NORDICPHOTOS/AFP
ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, ítrekaði í gær tilboð
sitt um viðræður við George W.
Bush Banda-
ríkjaforseta.
Hann sagði
réttast að þær
viðræður færu
fram á vett-
vangi Samein-
uðu þjóðanna í
New York.
Jafnframt
sagði hann að
sá sem hafnar
boði hljóti ill örlög. Skilja mátti
þetta sem dulbúna hótun til Bush.
„Þetta er ekki hótun frá mér.
Þetta er hótun frá öllum alheimin-
um. Alheimurinn snýst gegn
kúgun,“ sagði Ahmadinejad.
Bush sagði á þriðjudaginn að
hann myndi aldrei leyfa Írönum
að koma sér upp kjarnorkuvopn-
um, og „enginn forseti Bandaríkj-
anna í framtíðinni getur leyft
það,“ sagði Bush. - gb
Ahmadinejad Íransforseti:
Dulbúin hótun
í garð Bush
MAHMOUD
AHMADINEJAD
����������������������������������
�������������
�������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
��������
�������
����
������� ��
��������������
��������������
������������
��������������
�������������
���������������
���������������
���������������
���������������
���������������
�����������
���������������
���������������
��������������
��������������
������������
����������������
����������������� ����
����������� ���������
������������������� ���
�������� ������������
�������� ������� ����
������ �����������
������� ��� �������������
������������������ ���
������������ ���������
��� ���������������� � � �
� ������������� �������
������ ���� �������
��������� �������������
������ ����������
����������������������
�� �����������������
��� ��� ������������ �
���� �� ���������
�������������
��������������
�������������� ���
���������������������� �
����� ����������������������������
�����������
���� ��
�� ������ �� ����������
������� �� ���
�
��
��
��
��
��
��
��
��
��
�� �
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�� ��
��
����
�� ��
��
���
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
122,0622
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
69,1 69,42
130,35 130,99
88,5 89,0
11,861 11,931
10,867 10,931
9,512 9,568
0,593 0,5964
102,59 103,21
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
BARNAHÚS Barnahúsið hefur hlotið
verðlaun alþjóðlegu barnavernd-
arsamtakanna ISPCAN.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, tók við
verðlaununum, sem veitt eru fyrir
framfarir í vinnslu á kynferðisaf-
brotamálum á Íslandi. „Það má
einnig segja að Barnahús sé
framlag okkar til annarra landa
þar sem þjóðir eins og Noregur og
Svíþjóð eru að taka þetta fyrir-
komulag upp eftir okkur.“
Viðurkenning Barnahúss er
líkleg til að skapa enn frekari
áhuga á módelinu víða um heim. - hs
Barnahús fær verðlaun:
Fleiri þjóðir
vilja Barnahús
BARNAHÚS Verðlaunað fyrir framfarir í
vinnslu kynferðisafbrotamála.
Farsímarnir gagnlegir
Endurlífgun tekst í 41 prósent tilfella
eftir hjartastopp og nítján prósent
útskrifast af sjúkrahúsi. Árangur end-
urlífgunartilrauna er svipaður og áður
þrátt fyrir að útkallstími neyðarbíls
hafi lengst um níutíu sekúndur. Þetta
kemur fram í rannsókn Gests Þor-
geirssonar. Með tilkomu farsíma hefur
sá tími styst verulega þar til hringt er
á hjálp í neyðartilfellum.
HEILBRIGÐISMÁL
AUSTURRÍKI „Ég hugsaði stöðugt
um að flýja,“ sagði Natascha
Kampusch, hin átján ára gamla
austurríska stúlka sem fyrir
tveimur vikum flúði frá mann-
ræningja sínum.
Hún kom í gær í fyrsta sinn
fram opinberlega og tjáði sig um
dvölina hjá Wolfgang Priklopil,
sem hélt henni í átta ár nauðugri í
litlum sérútbúnum klefa undir bíl-
skúrnum heima hjá sér.
Eftir að hún slapp út hefur hún
dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg
þar sem hún segir að sér líði vel,
umkringd læknum og sálfræðing-
um. Það eina sem hrjái hana sé
kvef, sem hún var ekki lengi að
smitast af eftir að hún slapp úr
einangruninni.
Hún kom fram í sjónvarpsvið-
tali, sem austurríska sjónvarps-
stöðin ORF sýndi í gærkvöld, og
einnig birtust í gær við hana viðtöl
í tveimur austurrískum blöðum,
vikuritinu News og dagblaðinu
Kronen-Zeitung.
Hún sagðist ekki vilja tala
mikið um ræningja sinn, en viður-
kenndi þó að hafa stundum hugsað
illa til hans. „Stundum dreymdi
mig um að höggva af honum haus-
inn, ef ég hefði átt öxi.“
Hún segist ekki hafa skipulagt
flótta sinn fyrirfram, en frá tólf
ára aldri hafi hún stöðugt hugsað
um það, hvenær hún yrði tilbúin
til þess að flýja. Þegar stundin
kom tók hún ákvörðun mjög
skyndilega. „Ég vissi á þeirri
stund, að ef ég gerði það ekki nú,
þá kæmi tækifærið kannski aldrei
aftur.“
Daginn sem henni var rænt, 2.
mars árið 1998, fór hún ein í skól-
ann og sá á leiðinni grunsamlegan
mann sitja í bifreið. Hún segir að
það hafi hvarflað að sér að fara
yfir götuna,vegna þess að henni
leist ekki á manninn, en sagt við
sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki.
Og ég gekk bara áfram. Og hann
réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en
það kom ekkert hljóð.“
Fyrst þegar hún kom í klefann
þurfti hún að dúsa þar góða stund
í niðamyrkri. „Það var hræðilegt.
Ég var að fá innilokunarkennd og
sló með vatnsflöskum í veggina
eða með hnefunum.“
Fyrsta hálfa árið fékk hún
aldrei að fara út úr klefanum, en
eftir það mátti hún fara upp á bað-
herbergi til að þvo sér. „Hann var
mjög tortrygginn.“
Hún segist hafa neytt hann til
þess að halda upp á jól og páska
með sér, og hún fékk að halda upp
á afmælið sitt.
Seinni árin fékk hún oft að fara
út úr húsi í fylgd Priklopils, en
hann hafi hótað því að drepa alla
sem hún myndi reyna að hafa sam-
band við. „Og ég gat ekki tekið
áhættuna á því.“
Í búðum kom stundum
afgreiðslufólk til hennar og spurði:
Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð
ég bara dauðhrædd og lokuð og
með hjartslátt og blóðrásartrufl-
anir. Og gat mig varla hreyft.“
Hún var meðal annars spurð að
því, hvernig hún hafi lært að lifa
með einsemdinni. „Ég var ekkert
einmana. Í hjarta mínu var fjöl-
skyldan mín. Og góðar minningar
lifðu alltaf með mér.“
gudsteinn@frettabladid.is
BLÖÐIN SELD Í VÍNARBORG Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna
tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Neyddi kvalara sinn
til að halda upp á jól
Natascha Kampusch rauf í gær þögnina í þremur viðtölum, þar sem hún tjáði
sig um vistina hjá mannræningjanum Wolfgang Priklopil. Hún segist hafa látið
sig dreyma um að höggva af honum hausinn og hugsaði stöðugt um flótta.