Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 10
10 7. september 2006 FIMMTUDAGUR NÝSTÁRLEGUR KJÓLL Þessi framúr- stefnulegi kjóll, sem skartar bæði neonljósum og farsímum, er eftir japanska hönnuðinn Mihara Yasuhiro. Hann var sýndur í Tókýó á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi 83 ára gamlan mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals í gær. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa falsað undirskrift eiginkonu sinnar á skuldabréfi, að fjárhæð tæpar átta milljónir króna með veði í fasteign þeirra. Maðurinn játaði brot sitt fyrir rétti en hann hafði ekki gerst brotlegur við lög áður og því var refsing hans ákvörðuð með hliðsjón af því. Fullnustu refsingarinnar var frestað og mun hún falla niður eftir tvö ár ef hinn dæmdi heldur skilorð í tvö ár frá dómsupp- kvaðningu. - æþe Áttræður skjalafalsari: Hlaut þriggja mánaða dóm HVALVEIÐAR „Nú fer hann bara á sinn stað og bíður átekta, það á eftir að gera sitt lítið af hverju en báturinn er til í slaginn,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sem gerir út hvalveiðiskipin fjögur sem setið hafa við Ægisgarð síðan 1989, í tilefni þess að Hvalur 9 var útskrifaður úr slipp í gærdag. Þegar hvalveiðiskipið var tekið í slipp á dögunum voru sextán ár liðin frá því að það var síðast yfirfarið. „Nú er hann alveg eins og barnsrass og til í hvað sem er,“ sagði Kristján, sem var augljóslega kampakátur í tilefni dagsins. Að sögn Kristjáns var skrokkur skipsins í mjög góðu ástandi miðað við tíma í sjó. Skipta þurfti um eins fermetra bút undir sjólínu á stjórnborðssíðu skipsins og að sögn Kristjáns er það í fyrsta sinn sem það er gert frá því að skipið var byggt árið 1956. Kristján segir ekkert því til fyrirstöðu að hvalveiðar hefjist hér við land að nýju í atvinnuskyni, en neitar að hafa fengið vilyrði um kvóta frá sjávarútvegsráðuneytinu. „Hvalur 8 er í svipuðu standi nú og Hvalur 9 var og ég fer með hann í slipp um leið og gefinn verður út kvóti,“ segir Kristján. „Hvalstofnarnir hér við land þola vel veiðar og hafa alltaf gert, hvalirnir bíða bara sallarólegir eftir skutlinum.“ - æþe Hvaðveiðibáturinn Hvalur 9 er kominn úr slipp eftir að hafa legið við bryggju í átján ár án þess að fara á þurrt: Báturinn er tilbúinn í slaginn við hvalina HVALUR 9 OG KRISTJÁN LOFTSSON FRAMKVÆMDASTÓRI HVALS HF. Hvalveiðiskipið fór úr slipp í gærdag og er að sögn Kristjáns Loftssonar, þess sem gerir skipið út, klárt í slaginn að hefja hvalveiðar á ný. Kristján segir ekkert því til fyrirstöðu að hval- veiðar hefjist að nýju hér við land. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fleiri flugfarþegar Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar fjölgaði um tæp 10% í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, eða úr tæpum 245 þúsund farþegum í um 269 þúsund farþega. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um tæp 15% milli ára, en um 14% færri farþegar milli- lenda hér á landi á leið yfir Norður- Atlantshafið. SAMGÖNGUR NEYTENDAMÁL Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöf- um til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjöt- vinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveifl- ur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostn- aðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmda- stjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgj- um á einu ári og þar er mest hækk- un á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækk- un dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðli- lega, þótt hann véfengi að hækkun- in sé tuttugu prósent, hún sé um ell- efu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækk- anir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norð- lenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækk- anir þeirra til úrvinnslustöðva end- urspegli hækkanir til framleið- enda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bænda- samtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ svavar@frettabladid.is Markaður leitar jafnvægis Forsvarsmenn afurðastöðva telja kjötmarkað vera að leita jafnvægis eftir að kjöt var selt undir markaðs- verði um árabil. Þeir telja bændur vanmeta hækkanir en smásöluálagning aukist. SLÁTURTÍÐ Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafn- vægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. MYND/HÖRÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.