Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 14

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 14
14 7. september 2006 FIMMTUDAGUR EÐ A LD A G A R Laugavegur Audi A3 Sportback 2,0 FSI skráður 07/05 ekinn 15.000 verð 2.890.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz CLK 230 skráður 12/98 ekinn 54.000 verð 2.350.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz E 270 CDI skráður 12/02 ekinn 74.000 verð 5.490.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SKRÚÐGANGA Vestur-Indíabúar döns- uðu kátir á götum New York-borgar í Bandaríkjunum á hátíð sem haldin var á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-AFRÍKA, AP Yfir 80 alþjóðleg- ir vísindamenn og háskólaprófess- orar fordæmdu stefnu Suður- Afríku hvað varðar eyðni og HIV, kölluðu hana gagnlausa og ósið- lega, og fóru fram á að heilbrigðis- ráðherra landsins segði af sér í bréfi sem þeir sendu forseta lands- ins, Thabo Mbeki, í gær. Sögðu vísindamennirnir Manto Tshabalala-Msimang ráðherra vera smán fyrir landið, en hún hefur lagt til að sjúklingar borði hvítlauk, rauðrófur, sítrónur og afrískar kartöflur til að lækna eyðni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið eru Nóbelsverðlauna- hafinn David Baltimor og Robert Gallo, sem var einn þeirra sem uppgötvuðu HIV-vírusinn og hann- aði fyrstu HIV-blóðprufuna. Forsetinn hefur sjálfur sagst efast um tengslin milli HIV og eyðni. Talið er að um 5,5 milljónir Suður-Afríkumanna séu smitaðir af HIV og daglega deyja yfir 900 manns úr sjúkdómnum. Ríkis- stjórnin lét ekki gefa eyðnismituð- um lyf fyrr en árið 2002, þegar dómstólar neyddu hana til þess. - smk Deila vegna HIV og eyðni í Suður-Afríku: Heilbrigðisráðherra segi af sér THABO MBEKI Forseti Suður-Afríku fékk bréf í gær þar sem stefna stjórnarinnar er fordæmd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Náttúrufræðistofn- un Íslands (NÍ) hefur metið veiði- þol rjúpnastofnsins. Talningar sýna að stofninn er á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í upp- sveiflu og lagt er til að dregið verði úr rjúpnaveiði í haust með því að takmarka veiðitíma og að sölubann gildi áfram. NÍ metur stærð veiðistofnsins í ár um 500.000 fugla og að ásætt- anleg veiði, miðað við forsendur stjórnvalda um sjálfbærar veiðar, sé um 45.000 fuglar. Á síðasta ári er áætlað að skotveiðimenn hafi veitt um 80.000 rjúpur. Til að ná þessum markmiðum mælir NÍ með að veiðitímabilið verði tak- markað við þrjár vikur í nóvem- ber auk áframhaldandi sölubanns og að griðland fyrir rjúpur verði áfram á Suðvesturlandi. Að mati NÍ er ljóst að margir aðrir þættir en skotveiðar hafa haft áhrif á afkomu rjúpunnar. Talið er líklegt að óhagstætt tíðar- far sumar og haust 2005 hafi reynst rjúpunni skeinuhætt. Ólafur K. Nielsen, vistfræðing- ur hjá NÍ, er þeirrar skoðunar að ekki skuli grípa til alfriðunar þrátt fyrir að afföll rjúpnastofns- ins séu komin aftur í sama horf og fyrir friðun haustið 2003. „Ég vona að við náum markmiði okkar um að stofninn rétti úr kútnum með veiðum. Samfélag veiði- manna brást afar vel við í fyrra og dró verulega úr sínum veið- um.“ - shá Rjúpnastofninn á niðurleið um allt land: Minnka þarf veiði GÓÐUR FENGUR Fengur Ara Einarssonar rjúpnaskyttu í þessari ferð var sjö rjúpur en ráðlagt er að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en níu rjúpur á þessu hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. Ekki hefur verið ráðinn arftaki hennar og eftir því sem næst verður komist stendur það ekki til í bráð. Þá hefur Heiðrún Lind Marteinsdóttir látið af starfi sem starfsmaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna og hefur Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir verið ráðin í hennar stað. - bþs Hanna Birna Kristjánsdóttir: Hætt störfum hjá flokknum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.