Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 28
28 7. september 2006 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ég gleymi því aldrei. Þeir þustu út á gangana allir í einu með háreysti. Ég hafði aldrei fyrr séð svona marga prófessora á einu bretti. Þetta var 10. október 1973, ég var þá nýkominn til náms í Princeton, og Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt langþráða afsögn sína, enda hafði hann verið fundinn sekur fyrir rétti um mútuþægni og skattsvik. Málsvörn hans var þessi: Ég gerði það ekki, og ég skal aldrei gera það aftur. Nixon forseti hafði notað Agnew til að siga honum á andstæðinga sína eftir þar til gerðum óvinalista, enda var Agnew meðal vígaglöð- ustu manna – og hreykinn af því. Handlangarar Nixons gættu ímyndar forsetans eins og sjáaldurs augna sinna: þeir komu því inn hjá kjósendum, að vilji forsetans væri svo sterkur og sjálfsaginn svo alger, að hann hefði aldrei borðað sig saddan. Sannleikurinn er þó sá, að Nixon sat iðulega á skrifstofu sinni á kvöldin með aðra höndina skjálfandi á kjarnorkuknappinum og hina á viskíflöskunni og gaf drafandi skipanir í símann. Eitt kvöldið fyrirskipaði hann innrás Bandaríkjahers í Sýrland, en hann gleymdi að spyrja morguninn eftir, hvernig innrásarliðinu hefði reitt af. Svo fór, að Nixon neyddist til að segja af sér 9. ágúst 1974, enda hafði hann orðið uppvís að alvarlegum glæpum, ekki sízt fyrir ítrekaðar uppljóstranir Washington Post. Nixon hafði lagt á ráðin um innbrot röskum tveim árum áður, meðal annars á skrifstofur demókrata í Water- gate-byggingunni í Washington, hann hafði gersigrað andstæðing sinn í forsetakjöri skömmu síðar, haustið 1972, og hindrað framgang réttvísinnar við rannsókn málsins. Ýmsir félagar hans í Repúblíkana- flokknum snerust gegn honum, þegar þeir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins. Nixon átti þá ekki annarra kosta völ en að segja af sér, fyrstur Bandaríkjaforseta. Eftirmaður hans, Gerald Ford, náðaði hann og skaut honum undan fangavist. Nokkrir sam- verkamenn Nixons í Hvíta húsinu voru dæmdir í fangelsi og sátu inni. Þannig eru Bandaríkin: fjölmiðlarnir standa sína plikt, dómskerfið virkar. Sumir félagar Nixons í Repúblíkanaflokknum fyrirgáfu hvorki andstæðingum sínum í Demókrataflokknum né flokks- bræðrum sínum fyrir að hafa borið vitni gegn Nixon og knúið hann til afsagnar. Þeir sveifla biblíunni á fundum, en fyrirgefn- ing er ekki þeirra sterkasta hlið. Aukin harka færðist af þessum sökum í bandarísk stjórnmál og hefur ágerzt með tímanum. Einn þeirra, sem báru vitni gegn Nixon, var John Dean, lögfræðingur Hvíta hússins 1970-73 (hann fékk fjögurra mánaða dóm). Nokkrir flokksbræður beggja reyndu síðar að launa honum lambið gráa með því að bera það út á bók, að Dean hefði verið potturinn og pannan í Watergate-hneykslinu og kona Deans hefði í þokkabót verið viðriðin – yes! – vændishring á vegum demókrata. Bókin fékk dræmar viðtökur. John Dean ákvað að segja lífsreynslusögu sína af fyrrverandi samherjum í Repúblíkanaflokknum. Í bók sinni Worse than Water- gate (2004) lýsir Dean þeirri skoðun, að forsetatíð Nixons hafi nánast verið sakleysið sjálft í samanburði við Bush forseta og menn hans. Dean lýsir sök á hendur Bush og Cheney varafor- seta, leynimakki og lygum; þetta var áður en hulunni var svipt af umfangsmiklum símahlerunum og pyndingum. Dómsmálin hafa hrannazt upp. Skrifstofustjóri Cheneys bíður dóms fyrir meinsæri við opinbera rannsókn á meintum ofsóknum á hendur andstæðingi stjórnarinnar. Fyrrum aðstoðarutanríkisráð- herra á lögsókn yfir höfði sér vegna sama máls, og Cheney hefur einnig verið birt stefna. Leiðtogi repúblíkana í öldunga- deildinni, meindýraeyðirinn mikli, Tom DeLay, neyddist til að segja af sér þingmennsku vegna spillingar. Í nýrri bók, Conservat- ives without Conscience (2006), kafar Dean dýpra í hugskot þeirra illskeyttu öfgamanna, sem hann telur, að hafi nú undirtökin í Repúblíkanaflokknum. Hann vitnar í rannsóknir sálfræðinga á drottnunargjörnum manngerðum; slíkir menn þrá sterka foringja og eru árásargjarnir, ósveigjanlegir og íhaldssamir, þeir eru lýðskrum- arar, ganga um með guðs orð á vörum og mega þó helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því og skirrast ekki heldur við að vanvirða mannrétt- indi og stjórnarskrár; þeir efast aldrei. Þessir menn ganga fyrir heift og hefndum, segir Dean. Lýsing hans virðist ríma vel við greinargerð Morgunblaðsins 25. júní sl. um „vont andrúmsloft heiftar og hefndar“ á vissum stöðum hér heima. ÞORVALDUR GYLFASON Í DAG | Bandarísk stjórnmál Samvizkulaust íhald Umræðan Konur á framboðslistum Samkvæmt fréttum eru allir stjórn-málaflokkar teknir að huga að upp- stillingum á framboðslista vegna alþing- iskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttis- baráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórn- armanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti“, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttu- listar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmála- flokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólit- ískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntan- lega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli. Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Konur og kosningar að vori MARGRÉT SVERRISDÓTTIR H eimilið er griðastaður, öruggt skjól þeirra sem þar búa. Að minnsta kosti er því þannig farið hjá flestum. En hitt er því miður líka til að heimilið sé vettvangur ofbeldis og þar með því alls ekki sá griðastaður fjöl- skyldu sem til er ætlast og hlýtur að teljast til frumm- annréttinda hvers og eins. Þess vegna er heimilisofbeldi óþolandi og ólíðandi, meinsemd sem verður að vinna hörðum höndum að því að uppræta. Fréttir hér í blaðinu fyrr í vikunni um að ákært væri í innan við einu prósenti heimilisofbeldismála endurspegla það ófremdar- ástand sem ríkir þegar ofbeldi á heimilum er annars vegar, ofbeldi sem á sér stað í samskiptum hjóna eða sambýlisfólks þar sem full- komið traust ætti að ríkja. Konur eru alla jafna þolendur í heimilisofbeldi en karlar ger- endur. Ljóst er að þolendum heimilisofbeldis er ekki veittur sá stuðningur sem þeim er nauðsynlegur til að brjóta á bak aftur það ofbeldi sem þeir verða fyrir. Sá stuðningur þarf að vera ákveðinn og skilvirkur, ekki síst vegna hinna sérstöku aðstæðna sem eru fyrir hendi þegar ofbeldi á sér stað inni á heimilum, milli hjóna eða pars sem lifir saman vegna þess að það hefur tekið þá ákvörðun að deila saman lífi sínu. Eitt af því sem gerir meðferð heimilisofbeldismála erfiða er að hér er nálgunarbann geranda við þolanda í heimilisofbeldismálum þungt í vöfum. Um þetta eru viðmælendur blaðsins í fréttum um heimilisofbeldi sammála. Sömuleiðis benda þeir á austurrísku leið- ina, sem svo er kölluð, um nálgunarbann. Austurríska leiðin gengur út á að hægt sé að vísa þeim sem beitir ofbeldi á heimili skilyrðis- laust af heimilinu og meina honum að koma þangað í ákveðinn tíma. Þessi aðferð gefur meira svigrúm til að vinna í máli þolandans en þegar gerandinn getur nánast umsvifalaust snúið til baka til baka inn á heimilið til þolandans. Nálgunarbann geranda við þolanda heimilisofbeldis frá þeirri stundu sem ofbeldið á sér stað eykur svigrúm beggja til að átta sig á stöðu mála. Konan fær það skjól á heimilinu sem mannréttindi hennar gera ráð fyrir og ytri aðstæður karlsins gefa honum þá ekki kost á öðru en að horfast í augu við vanda sinn og vinna í honum. Lög- festing austurrísku leiðarinnar ætti því að vera einföld en áhrifarík leið til þess að koma heimilisofbeldismálum upp úr hjólförunum og í farveg sem leiðir til úrbóta bæði fyrir þolanda og geranda. Þingmenn Vinstri grænna hafa í þrígang lagt fram frumvarp til laga um að austurríska leiðin verði lögleidd hér og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Þessi mál hafa ekki náð fram að ganga og það eina sem breyst hefur í löggjöfinni undanfarin ár er að á síðasta þingi kom inn refsiþynging vegna heimilisofbeldis. Hér á landi er ekki heldur til nein aðgerðaáætlun gegn kyn- bundnu ofbeldi en samkvæmt úttekt Evrópuráðsins er Ísland í hópi 10 Evrópuríkja sem ekki hafa slíka áætlun á móti 21 sem hana hafa. Hér er því verk fyrir höndum. Það er á valdi stjórnvalda að laga löggjöfina og ekki eftir neinu að bíða. Heimilisofbeldi verður að uppræta. Virkt nálgunarbann STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Töflufundur Stórfyrirtæki landsins ryksuguðu upp aðgangsmiða á landsleik Íslands og Danmerkur, sem fram fór í gær. Um helmingur allra miða fór til helstu styrktaraðila, fjármálafyrirtækja og sérstakra gesta KSÍ, ásamt því að Dan- irnir fengu sinn skerf. Er þá venjan að fyrirtækin haldi kokkteila til að hita upp fyrir leikinn. BYKO var til dæmis með svokallaðan töflu- fund með Guðna Bergs fótboltakappa á Hótel Nordica, þar sem hann fór yfir væntanlegan leik á léttum nótum. Róðurinn hjá íslenska lið- inu var held- ur léttari á töflunni hjá Guðna heldur en síðan reyndist raunin. Enda engin hefð fyrir sigri á Dönum í knattspyrnu. Herra Ameríka Hann var heldur þétt setinn bekk- urinn í sjónvarpssal Skjás eins á Magnavökunni svokölluðu í fyrri- nótt. Ýmsir voru kallaðir til og gáfu álit sitt á öllum látunum í kringum Rock Star-þáttinn. Meðal gesta voru stjórnmálamennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Dagur B. Eggertsson. Steingrímur hefur verið þekktur fyrir annað en aðdáun sína á banda- rískum gildum. En hvað gera menn ekki vitandi það að allir helstu kjósendur kjördæmis síns séu límdir fyrir framan skjáinn? Hvað um Reykjavíkur- flugvöll? Flugfélag Íslands kannar nú mögu- leika á auknu fraktflugi innanlands og meðal þess sem er til skoðunar er að flytja fisk utan af landi og til Keflavíkur, sem þaðan yrði flogið með þotum út í heim. Nú velta menn fyrir sér, svona í ljósi sögunnar, hvort landsbyggðar- þingmenn muni ekki leggjast alfarið gegn slíkum hugmyndum og krefjast þess að notast verði við Reykjavíkurflugvöll við þessa flutninga. bjorgvin@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante á hreint ótrúlegum kjörum. Allra síðustu sætin á frábæru tilboði. Þú kaupir tvö fl ugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Gisting á Benidorm í boði ef óskað er. kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 14. September í 2 vikur. Netverð á mann. Allra síðustu sætin Sannleikurinn er þó sá, að Nix- on sat iðulega á skrifstofu sinni á kvöldin með aðra höndina skjálfandi á kjarnorkuknappin- um og hina á viskíflöskunni og gaf drafandi skipanir í símann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.