Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 31
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Steinunn Bergsteinsdóttir er mikil blómakona og hefur síðastliðin ár rækt- að orkídeur heima hjá sér með góðum árangri. „Ég keypti mér orkídeu fyrir nokkrum árum og svo tók hún upp á því að blómstra eitt vorið. Þá varð ég svo montin að ég fór og keypti mér fleiri,“ segir Steinunn en orkídeur þurfa sérstaka umönnun til að þær blómstri enda vaxa þær yfirleitt bara í regn- skógum. „Í skóginum hanga þær utan á trjánum og fá óbeint sólarljós í gegnum laufþykknið. Þannig að þær þurfa alltaf birtu en takmarkað sólarljós og góðan raka. Upp á birtuna að gera er best að hafa þær í glærum blómapottum og láta þær standa innan við gluggann þannig að þær fái hæfilegt sólarljós. Svo verður að passa að þær séu alltaf rakar. Þær mega ekki standa í vatni heldur er best að vökva þær smávegis á hverjum degi og úða þær,“ segir Steinunn. Orkídeurnar blómstra ekki á vet- urna enda er ekki nægileg birta þá en þær bæta það margfalt upp á sumrin. „Elsta orkídean mín blómstraði þvílíkt í fyrra. Það komu sextíu blóm og þetta var hreinlega eins og foss. Blómin eru svo afskaplega fal- leg og standa svo lengi sem mér finnst mik- ill kostur. Blóm eru líka svo heimilisleg þó maður megi nú ekki drukkna í þeim. Blómarækt kallar nefnilega á mikið viðhald og stúss ef þetta á að vera eitthvað fallegt,“ segir Stein- unn en nú er hún að fara að flytja og þarf að búa jafn vel um blómin í nýja húsnæðinu. „Hér er ég með þakglugga sem gerir stof- una svo bjarta og hentuga fyrir ræktun á blómstrandi blómum. Ég vona bara að orkídeunum mínum eigi eftir að líða jafn vel í nýja húsnæðinu.“ erlabjorg@frettabladid.is Sérstakt augnayndi Steinunn Bergsteinsdóttir með einni blómstrandi orkídeunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 7. september, 250. dagur ársins 2006. Skartgripaverslanir Tiffany & co hafa tilkynnt að tekjur hafi lækkað töluvert á öðrum ársfjórðungi 2006. Þrátt fyrir niðursveifluna eru forsvarsmenn fyrir- tækisins bjartsýnir á framtíðina, meðal annars þar sem til stendur að fjölga verslunum og kynna nýjar vörur til sögunnar. Föndurstofan var nýverið flutt á neðri hæð Síðumúla 15 og var opnuð 4. september síðastliðinn. Nú er opið 13.00 - 18.00 virka daga og laugardaga 12.00-15.00. Frá og með 14. september verður opið á fimmtudagskvöldum til kl. 21.00. Þar verður mikið af nýjum námskeiðum í boði, meðal ann- ars kortagerð, geisladiskasaumur og grænlenskur perlusaumur. Sjá www.fondurstofan.net. Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að hjónaband dregur úr þunglyndi. Svo virðist sem þung- lyndissjúklingar þurfi á tilfinninga- legri nánd að halda sem fæst í hjónabandinu. Niðurstöðurnar komu á óvart þar sem búist var við að rannsóknin sýndi fram á hið gagnstæða. Þetta kemur frá á www.persona.is. ALLT HITT [ TÍSKA HEILSA HEIMILI ] Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 6.27 13.26 20.23 Akureyri 6.07 13.10 20.12 Tískukóngurinn Fuller SIMON FULLER SKAPAR SÉR NAFN Í TÍSKUBRANSANUM Þáttaframleiðandinn Simon Fuller og tískufrömuðurinn Rol- and Mouret tilkynntu nýverið að þeir hygðust opna saman nýja hönnunarskrifstofu undir heitinu 19Rm. Fuller sagði í viðtali að þeir félagar sæju fram á endalausa möguleika með hið nýja fyrirtæki. Sé haft í huga hversu vel Fuller hefur tekist upp í skemmtanaiðnaðinum með þáttum á borð við Ameri- can Idol og Pop Idol má vænta mikils af þeim í framtíðinni. Simon Fuller framleiddi American Idol þættina. BLÓMASKREYTINGAR Blómaþorpið er spennandi verkstæði þar sem útbúnar eru fallegar og sérstakar blómaskreytingar. HEIMILI 10 FRJÁLSLEGUR OG VANDAÐUR KVENFATNAÐUR Fatnaður frá þýska merkinu Hayman fæst nú í Anas í Hafnarfirði. TÍSKA 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.