Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 34

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 34
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR4 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Silki við öll tækifæri Í Ármúla 42 er til húsa Gallery Kína, sem selur ógrynni af kínverskum listmunum en einnig fallegan kínverskan fatnað. Það er skemmtilegt að litast um í Gallery Kína enda ótal kínverskir listmunir sem prýða versl- unina sem vanalega sjást ekki í öðrum íslensk- um verslunum. Innan um vasana, postúlínið og handverkin er að finna fallegan fatnað sem gerður er úr 100% silki og með kínverskum munstrum. Slæður, kjólar og buxur í stíl eru til í öllum stærðum og eru flott í bland við venjulegan fatnað eins og gallabuxur eða einlita boli. Buxur og kjóll sem er bundinn við. Buxurnar gætu verið flottar undir svartan kjól og kjóllinn flottur við gallabuxur. Hálsmen úr jarðsteinum. Háls- menin boða góða lukku, hamingju eða eru með stjörnumerkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þunnur silkikjóll sem er bæði flottur við svartar sokkabuxur og yfir gallabuxur. Herraföt úr þykku silki. Alls kyns silkislæður í öllum litum og munstrum fást í Gallery Kína. Lítil handtaska. Töskurnar fást í öllum litum og passa vel undir varalitinn, veskið og símann. Buddur og litlar töskur eru í miklu úrvali í Gallery Kína. Sumarið senn á enda og skóla- börn hér á landi sest á skóla- bekk, sum hver reyndar fyrir tveimur vikum, eða þau sem hafa fjögurra daga skólaviku og eru ekki í skóla fyrir hádegi á laugardögum eins og þau sem byrjuðu í þessari viku. Lífið er að komast í fastar skorður hér í borg, flestir komn- ir heim úr fríi. Eitt af því fyrsta sem margir gera er einmitt að kaupa skólaföt fyrir þau yngstu og líklegt er að næsta laugar- dag verði stærsti verslunardag- ur haustsins í búðum eins og H & M, Zara og Gap. Hér er laug- ardagur aðalverslunardagurinn en sem betur fer er enn óleyfi- legt að opna búðir á sunnudög- um í flestum stórborgum Frakk- lands. Því verslar almenningur á laugardögum. Nú þurfa jafnt grunnskóla- sem menntaskóla- krakkar að fá nýjar flíkur fyrir skólann til að vera almennilega til fara. Í neysluþjóðfélagi okkar er það nauðsynlegt til að forðast aðkast og einelti í skól- um. Til þess að auðvelda fólki að finna það sem gleður barnsaug- að gefa tískublöð eins og Vogue sérblað með barnavetrartísk- unni og þar er af mörgu að taka. Sífellt fleiri tískuhús bjóða upp á barnaföt fyrir þá sem eru loðnari um lófana eins og DNKY, Ralph Lauren, Zadig & Voltaire svo aðeins örfáir séu nefndir. Hver þekkir ekki litlu Prada íþróttaskóna sem hafa verið seldir um langt skeið eða röndóttu peysurnar frá Sonia Rykiel sem eru með sömu rönd- um fyrir fullorðna? Viðskipta- vinir tískuhúsanna á Avenue Montaigne hafa löngum komið við hjá Dior og skotist svo yfir til Baby Dior til þess að mæðgur geti verið eins til fara. Nýjasta tískuhúsið sem blandar sér í barnafataviðskiptin er D & G sem er ódýrari lína Dolce & Gabbana og er seld í búðinni efst á Rivoli-götu, rétt fyrir neðan Concorde-torgið. Sá síð- asti sem skellir sér í barnaslag- inn er Roberto Cavalli. Ekki veit ég hvort börnin sem eru í lúxusfatnaði frá tísku- húsunum séu hamingjusamari í skólanum en önnur. Það er ekki hægt annað en að spyrja hvers þau geti vænst seinna meir í líf- inu. Ég gat ekki annað en hugs- að um verðgildi hlutanna þegar ég sá tíu ára stúlku velja sér Chanel-tösku í búðinni við Cam- bon-götu, alein meðan móðirin mátaði föt. Hún hafði þegar Fendi-tösku á öxlinni og nú átti að bæta Coco í safnið. Hvað hefur þessi stúlka lært um manngildi eða hvað þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu? Það verður erfitt að toppa Chanel- töskuna um tvítugt eftir að hafa byrjað tíu ára. Það er hætt við að það geti orðið erfitt að finna eitthvað spennandi til að gefa lífinu gildi. Allt stafrófið er svo ... Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Fallegar töskur Frábært úrval Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS Til að virka grennri er gott að fara í buxur með víðum skálmum og vera í topp sem liggur laust að. Forðast skal þröng pils og buxur. Þverröndótt virkar ekki vel en langröndótt þeim mun betur. Til að hylja maga er gott að nota síða jakka, ekki of víða. Forð- ast skal flíkur með stórum vösum framan á, eða annað skraut sem dregur athyglina að maganum. Til að draga athygli frá miklum mjöðmum og lærum er gott að fara í pils með hringsniði. Hér er einnig gott að forðast flíkur sem eru með vasa eða áberandi skraut yfir mjaðmir og læri. Það getur verið sniðugt að vera í flegnu, það dregur athyglina að andlitinu. Góð ráð fyrir kvöldið Svartur er mjög grennandi litur og alltaf flottur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.