Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 36

Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 36
[ ] „Scientific fighting er sjálfsvarn- aríþrótt sem byggir á hugmynda- fræði goðsagnarinnar Bruce Lee,“ segir Egill Örn Egilsson um þessa tegund bardagaíþróttar sem er að ryðja sér til rúms hérlendis. Egill er upphafsmaður hennar og hefur æft allskyns bardagaíþróttir frá því í æsku. „Lee fannst gömlu bardaga- íþróttirnar of langt komnar frá uppruna sínum, sjálfsvarnar- íþróttinni, og innleiddi því rök- hugsun inn í þær ef svo má að orði komast,“ heldur Egill áfram. „Það er því töluverð áhersla á að fólk sannreyni það sem kennt er, enda alls ekki nóg að taka einhverju sem sjálfsögðum hlut og fram- kvæma fyrirskipanir hugsunar- laust.“ Að sögn Egils sker scientific fighting sig enn frekar frá öðrum bardagaíþróttum að því leyti að andstæðingar eru í beinum lík- amlegum tengslum hver við annan. „Fólk berst af fullum krafti hvert við annað enda útbú- ið fullkomnum hlífðarbúnaði sem kemur í veg fyrir meiðsl,“ útskýr- ir hann. „Þessi tegund íþróttar er þekkt fyrir virkni og alhliða líkams- hreyfingu, gagnstætt mörgum bardagaíþróttum þar sem reynir oft aðeins á ákveðna þætti,“ held- ur Egill áfram. „Hnefaleikar snú- ast til dæmis fyrst og fremst um hnefahögg og stílar mestmegnis um spörk. Þar sem scientific fighting er sjálfsvarnaríþrótt er hún ekki bundin sömu takmörkun- um.“ Egill kennir scientific fighting hjá Heilsuakademíunni, sem er til húsa uppi í Egilshöll. Sjá www. heilsuakademian.is og www.scifi. vortex.is þar sem finna má nánari upplýsingar um þessa áhugaverðu íþrótt. roald@frettabladid.is Engin vettlingatök viðhöfð Scientific fighting er ný tegund sjálfsvarnaríþróttar sem er að ryðja sér til rúms hérlendis. Egill fékk snemma áhuga á bardagaíþróttum og hefur nú helgað sig scientific fighting. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alþjóða heilbrigðisstofnun- in WHO fullyrðir að fram sé kominn nær ólæknandi stofn af berklabakteríum. Berklalyfjum er skipt í tvo flokka, 1. stigs lyf og 2. stigs lyf. 1. stigs lyf gagnast í flestum tilvikum en bregðist þau þarf að grípa til 2. stigs lyfja sem eru bæði dýr, hæg- virk og valda miklum sársauka hjá sjúklingum. Til þess að teljast fjöl- ónæmur þarf berklastofn að vera ónæmur gagnvart tveimur eða fleiri 1. stigs lyfjum. Nú hafa fund- ist stofnar sem kallast TB XDR, en þeir eru ónæmir gagnvart öllum 1. stigs lyfjum og að minnsta kosti þremur af fjórum 2. stigs lyfjum. Það þýðir að sýking af þeirra völd- um er nær ólæknanleg. Árlega draga berklar 1,7 millj- ónir manna til dauða. Ástandið er verst í Rússlandi, Kína og Indlandi en þar eru fjölónæmir berklar algengastir. Talið er að ástæðan sé slælegt eftirlit, röng lyfjagjöf og grandvaraleysi stjórnvalda. Nýir banvænir stofnar hafa hins vegar einungis fundist í Austur-Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku. Dr. Paul Nunn frá WHO sagði í samtali við BBC að þessar nýju ofurbakteríur hefðu verst áhrif á svæðum þar sem mikið er af HIV- smituðu fólki. Hann benti á rann- sókn, máli sínu til stuðnings, þar sem 53 sjúklingar í Suður-Afríku fundust með TB XDR. 52 þeirra voru látnir eftir 25 daga og af þeim 44 sem náðist að HIV-prófa voru allir smitaðir. Þetta er mikið áhyggjumál að mati dr. Nunns en hann er þó bjartsýnn á að með réttri meðferð og eftirliti megi draga úr berklasýkingum allveru- lega. - tg Fjölónæmir berklar ������������ �������������������� �������������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 �������������������� ������������������������� �������� ������������ ��������������������������������� ���������������������������� A R G U S 0 6 -0 3 5 0 Fátækt og heilsa FÁTÆKIR EIGA MEIRA Á HÆTTU AÐ EIGA VIÐ ALLS KYNS HEILSUBREST AÐ ETJA. Sérfræðingar halda því nú fram að heilsufarslegt ástand sé nátengt efnahagslegri stöðu hvers og eins. Þetta kemur í grein sem birtist í hinu virta tímariti The American Journal of Preventive Medicine. Fólk sem býr við erfið kjör er líklegra til að þjást af þrálátum sjúkdómum, verða bæði oftar og alvarlegar veikt og þar af leið- andi kosta heilbrigðiskerfið meiri pening. Bein tengsl eru þá á milli launa- lækkunar og streitu og svo virðist sem börnum sem ekki eru tryggð sé hættara við heilsubrestum eins og offitu, hjartasjúkdómum og astma sem eiga eftir að plaga þau á fullorðinsárunum. Sækir þreyta á þig? Prófaðu að standa upp og draga andann djúpt nokkrum sinn- um. Líkaminn þarf súrefni, ekki síst þegar hann er þreyttur. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við geispum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.