Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 38

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 38
[ ] Allt milli himins og jarðar finnst á pöntunarlistunum. Í nýju Argos og Additions Direct pöntunarlistunum frá B. Magnús- syni kennir ýmissa grasa, hvort sem það er vandaður fatnaður á alla fjölskylduna, nýjasti tísku- fatnaðurinn í litlum og stórum stærðum, skartgripir, úr, hár- skraut, leikföng, húsgögn, parket eða dúnmjúk sæng. Afgreiðslufrestur er yfirleitt um þrjár vikur en nokkurt úrval úr pöntunarlistanum er til sölu í húsnæði fyrirtækisins að Austur- hrauni 3 í Garðabæ. Nýir listar fyrir veturinn Argos og Additions Direct haust- og vetrar- pöntunarlistarnir eru komnir út. Fallegar vekjaraklukkur Farsímar hafa í auknum mæli tekið við hlutverki vekjaraklukkunnar á náttborðinu. Aftur á móti getur falleg vekjaraklukka gefið svefnherberginu skemmtilegan svip auk þess sem áreitið frá henni á morgnana er viðkunnanlegra. H úsgagna Lagersala Krókhálsi 10simi: 557-951030 ágú-09 sep09-18 virka daga10-16 laugardag Eldhúsinnréttingar NuddstólarSpeglarRúm og margt margt fleira...Sófasett Allt að 90% afsláttur Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR Fáar plöntur gefa jafn framandi og austurlenskt yfirbragð í garðana okkar og sú ættkvísl plantna sem hlotið hefur nafngiftina brúskur á íslensku. Á vísindamáli er ættkvíslarheitið hosta og ættkvíslinni er nú skipað í sérstaka ætt, Funkiaceae, þótt margir grasafræðingar haldi sig við fyrra fyrirkomulag og skrifi hana til hinnar afar víðfeðmu liljuættar. Enda voru brúskurnar fyrst kynntar undir nafninu „austurlandaliljur“ þegar um þær var fjallað í íslenskum garðyrkjuritum. En brúsku-nafnið er komið til að vera og fellur betur að samsetningum í íslenska plöntunafnakerfinu. Óljós uppruni og ættingi í Ameríku Brúskurnar eru nokkuð stór ættkvísl með ríflega fjörutíu tegundir. Allar vaxa þær á tiltölulega afmörkuðu svæði frá SA-Kína, norður til Kóreu og yfir til Japanseyja. Eins og aðrar liljujurtir eru þær af grein einkímblöðunga og talið er að þróun þeirra hafi farið tiltölulega seint af stað, líklega fyrir aðeins um hundrað þúsund árum. Menn greinir á um hvar og hvenær upphaf þeirra varð. Margt bendir til að þær eigi sömu for- móður og pálmaliljur og þyrnililjur. En nánasti ættingi þeirra mun samt vera sérkennileg eyðimerkurlilja, Hespero- callis undulata, þykkblöðungur sem vex í þurru og sólbökuðu landslaginu í suðvesturríkjum Bandaríkjanna. Vinsælar garðjurtir Frá fornu fari hafa brúskur af ýmsu tagi verið vinsælar í ræktun hjá Kínverjum, Kóreumönnum og Japönum. Þær hentuðu ágætlega í þá kerjarækt sem þar er helst stunduð og svo nutu þær sín vel í þeim kyrrláta garðastíl sem er einkennandi fyrir þessi lönd. Til Vesturlanda bárust þær á átjándu öld og hafa notið feikilegra vinsælda þar alla tíð síðan. Á skrá Hins konunglega garðyrkjufélags (RHS) í Bretlandi eru ríflega fimm þúsund mismunandi yrki sem hvert og eitt hefur sitt sérheiti, sérkenni og eiginleika. Brúskurnar eru einkum ræktaðar vegna blaðanna, sem eru tiltölulega stór, hjartalaga eða lensulaga og mörg yrkjanna hafa flekk- ótt, rákótt eða röndótt blöð þar sem hvítt, gult eða purpurableikt sker inn í græna litinn. Allar brúskur blómgast einhvern tíma. Blómin eru myndarlega áberandi, trektlaga liljublóm, lútandi, nokkur saman á axi sem hefur sig vel yfir blöðin. Blómlitir eru fölpurpura- bláir eða hvítir. Víða um lönd starfa brúskuklúbbar og brúskufélög þar sem brúskuvinir skiptast á plöntum og reynslusögum. Harðgerðar á Íslandi Fyrst þegar brúskurnar bárust hingað til lands þóttu þær nú ekki alveg áreiðanlegar garðplöntur. Frá þeirra sjónarhóli var það þó miklu frekar íslenskt garðyrkjufólk sem ekki var treystandi. Það vildi nefnilega brenna við að plönturnar væru settar of vandlega niður og verið væri að dúlla við þær meira en góðu hófi gegndi, þannig að þær hreinlega tærðust upp af ofdekri. En smám saman komst nú jafnvægi á og við garðyrkjufólkið fundum út að brúskurnar þurftu svo sem ekkert sérstakt atlæti. Það dugir að planta þeim í vel framræsta garðmold, þar sem loft og raki eru í góðu jafnvægi, gjarna í upphækkuð beð. Moldin þarf að vera næringarrík, gjarna blönduð að einum þriðja af hverju, garðmold, sandi og moltu eða vel brunnu taði. Brúskunum líður samt best á hlýjum stað í góðu skjóli. Þær þola nokkurn skugga og það eina sem þarf að athuga er að ekki standi vatn á þeim á veturna. Í gróðrarstöðvum hér á landi hefur verið boðið upp á nokkrar tegundir og yrki. Úrvalið getur verið nokkuð mismunandi frá ári til árs og eftir gróðrarstöðvum, en treysta má á þær plöntur sem eru í boði í hverju tilviki. Myndin sem hér fylgir með er af blábrúsku, Hosta sieboldiana, með ögn bláleit blöð. Almennt um ræktun Brúskurnar eru fyrst og fremst ræktaðar vegna blaðanna. Ljós- blaða brúskur eru mikið notaðar til að lýsa upp dimma hluta garðsins. Grænblaða brúskur eru góðar til að tengja saman og mýkja andstæður. Best er að gróðursetja plönturnar á haustin. Setja gjarna dágott safn af ýmsum laukjurtum með þeim, eins og til dæmis stjörnulilju, krókusa og páskaliljur. Skýlið yfir með laufum eða greinakurli til að verjast holklaka fyrsta veturinn. Brúskurnar taka eitt til tvö ár í það að koma sér vel fyrir og á þriðja sumri hafa þær náð fullum þroska og skarta þá eins og til er ætlast, og síðan í mörg ár eftir það. Þær fara fremur seint af stað á vorin og sleppa þess vegna vel við öll kuldaköst, en upp úr miðju sumri eru þær komnar í fullan ham og standa lengi fram eftir haust- inu. Á haustin bjóða þær líka upp á fallega haustliti í gulum og brúnum tilbrigðum. Það er góður bónus. Brúskur – bústnar og broshýrar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.