Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 7. september 2006 10 Blómaþorpið er nýlegt þjón- ustufyrirtæki að Túngötu 10 í Reykjanesbæ. Á Ljósanótt um síðustu helgi lagði blómailm- inn langt út á hlað. „Þetta er ekki venjuleg blómabúð heldur vinnustofa þar sem fólk er velkomið inn og getur valið úr skreytingum eftir þeim mörg hundruð myndum sem hér eru til sýnis,“ segir Ásdís Pálsdóttir blómaskreytir, sem á og rekur Blómaþorpið. Hún kveðst taka við pöntunum, smáum og stórum, og útbúa blómaskreytingar við öll möguleg tilefni og tækifæri. Blómaþorpið stofnaði hún um það leyti sem hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur og blóma- skreytir frá Landbúnaðarháskól- anum. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega og verið mikið að gera í sumar,“ segir hún glaðlega. Ásdís er Siglfirðingur en flutti til Keflavíkur 1998. Hún starfaði sem stjórnandi í fiskvinnslu í tuttugu ár en vorið 2004 ákvað hún að snúa við blaðinu og læra blóma- skreytingar. Í tvö ár keyrði hún á milli Keflavíkur og Hveragerðis fimm daga vikunnar og þar fyrir utan vann hún með skólanum um helgar hjá Ný-Blómi í Kópavogi. Hér er kona sem greinilega er lítið fyrir að sitja auðum höndum! Um síðustu jól var Ásdís í fyrsta sæti í keppni um fallegasta jólakransinn sem valinn var af þættinum Innlit - útlit á Skjá einum og á sumardag- inn fyrsta tók hún þátt í Íslands- móti í blómaskreytingum og varð í öðru sæti í sínum flokki. Um liðna helgi var straumur fólks í Blómaþorpið þegar Ásdís hélt þar sýningu á myndum og margs konar skreytingum. Hún kveðst hafa fengið góða hjálp við sýninguna frá tveimur skóla- systrum sínum, þeim Írisi Hödd Pétursdóttur og Sigríði Sævars- dóttur. Húsin þrjú sem mynda þorpið eiga sína sögu. Einn sýningargest- anna var til dæmis fyrsta barn sem fæðst hafði í íbúðarhúsinu árið 1928. - gun Blómailminn lagði út á hlað Ásdís hélt sýningu í Blómaþorpinu um síðustu helgi og þá voru meðfylgjandi myndir teknar. Meira að segja dekk geta orðið að blómavösum. Gamall stóll í nýju hlutverki. Blómaþorpið er heillandi heimur, rétt við miðbæinn í Keflavík. Nútímalegar og árstíðabundnar skreytingar eru meðal þess sem Ásdís býður upp á. ������������ �������������������������������� ����������������������� �������������������������������������������������������������������������������� � ����������������������������������������������������������������� ���� ����������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������� �������������������������������� ��������������������������� � � � � � � � � � � � � � �� � � � � � � � � � � � � � �� � �� � ��� �� � �� � � � �� � � � � �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.