Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 07.09.2006, Qupperneq 44
■■■■ { austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Dagana 29. september til 1. október stendur Guðmundur Rafnkell Gísla- son fyrir fimmtu árlegu trúbadora- hátíðinni á Austurlandi. „Ég rak skemmtistaðinn Egils- búð í níu ár og byrjaði þá með þetta. Við höfum verið í samstarfi við Rás 2 sem hefur haldið trúba- dorakeppni í tengslum við hátíð- ina. Það verður væntanlega eins í ár,“ segir Guðmundur. „Allir nafntoguðustu trúbador- ar landsins hafa spilað á hátíðinni síðustu fjögur árin. Þemað í ár eru trúbadorarnir sem eru að spila á börum um allt land, það er einn anginn af þessum bransa. Áður höfum við verið að horfa á trúba- dora sem eru að gefa út plötur og eru með frumsamið efni en nú er það ekki skilyrði heldur er hátíðin tileinkuð trúbadorum sem flytj- endum.“ Guðmundur segir að þótt góð textasmíði sé án efa eitt af frum- skilyrðum þess að eiga láni að fagna í faginu sé ekki síður mik- ilvægt að vera lunkinn á gítar og góður söngvari. „Á hátíðina hafa alltaf komið nýir eða ungir trú- badorar sem hafa lítið látið að sér kveða fram að því. Sá yngsti sem hefur tekið þátt var ellefu ára. Hátíðin er vettvangur fyrir þá sem eru með trúbadora í maganum og ég er viss um að það leynist mikið af óuppgötvuðu hæfileikafólki hér fyrir austan, tónlistarhefðin er svo rík hér. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir þá sem hafa verið í felum með gítarinn inni í herberginu sínu til að stíga fram og sýna hvað í þeim býr. Það er ennþá opið fyrir skrán- ingu og þeir sem vilja vera með geta sent póst á valsmyri@simnet. is. Það geta allir spilað sem vilja,“ segir Guðmundur. 29. september verða tónleikar í Mjóafirði, þann 30. í Neskaupstað og 1. október á Stöðvarfirði. Nán- ari upplýsingar um staðsetningar og tíma verða gefnar á www.egils- bud.is þegar nær dregur. -elí Trúbadorar stíga á stokk í fimmta sinn Fimmta árlega Trúbadorahátíðin fer fram síðustu helgina í september. Guðmundur Rafnkell segist ekki vera trúbador sjálfur en hefur látið að sér kveða sem söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen. Bubbi Morthens er meðal þeirra sem hafa komið fram á Trúbadorahátíðinni á síðustu árum. Skógræktarnemar frá Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri fóru nýlega um landið og mældu tré í öllum helstu skógum þess. Mark- mið mælinganna var að finna hæsta tré landsins og samkvæmt þeim var hæsta tréð sitkagreni sem vex á Kirkjubæjarklaustri og mældist það 23,7 m á hæð. Starfsfólk Skógræktar ríkisins í Hallormsstaðarskógi var ekki sátt við niðurstöðuna, en hæsta tréð sem skógræktarnemarnir mældu þar var 23,1 m há alaskaösp og taldist hún annað hæsta tré lands- ins. „Við vissum af lundi þar sem eru nokkuð há tré og fórum á stúf- ana og fundum alaskaösp sem er 24,2,“ segir Þór Þorfinnsson, skóg- arvörður í Hallormsstaðarskógi. Þriðja hæsta tré landsins sam- kvæmt mælingum skógræktar- nemanna var síðan 22,5 m há alaskaösp sem vex í Múlakoti í Fljótshlíð. Þór segir að það sé svona meira til gamans gert að reyna að finna hæsta tré landsins en hann er ekki ósáttur við að það hafi fundist í Hallormsstaðarskógi. „Við hömp- um titlinum núna og gerum það eitthvað áfram nema Sunnlend- ingar séu að fínkemba svæðið hjá sér og finni hærra tré.“ - eö Hæsta tré landsins á Hallormsstað Nýlega voru mæld tré í öllum helstu skógum Íslands. Lárus Heiðarsson, skógræktarráðunautur á Austurlandi, við mælingar á alaskaöspinni í Hallormsstaðarskógi. „Það eru tvær sýningar í gangi, sem eru þær síðustu í sýningaröð sum- arsins,“ segir Hildigunnar Birgis- dóttir, annar tveggja sýningarstjóra í Gallerí Vesturvegg, sem starfrækt hefur verið síðan árið 2003. „Á jarðhæðinni sýna Pétur Már og Kristján verk sem eru undir áhrifum frá sögunni um William Tell, en hann skaut ör í epli á höfði ungs sonar síns sem varð aftur kveikjan að skilgrein- ingu Ísaks Newton á þeim öflum sem eru að verki í þyngdarlögmálinu,“ útskýrir Hildigunnur. „Listamennirnir höfðu sterk áhrif hvor á annan í verkum sínum sem eru fyrir vikið nátengd, en sú stefna var sett þetta árið að setja alltaf upp sameiginlega sýningu tveggja lista- manna,“ heldur Hildigunnur áfram. Hildigunnur bætir við að sýning- in á efri hæð hússins sé ekki síður áhugaverð en þar sýna Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert. „Guðný er með teikningar og mál- verk en Gauthier með teikningar og innsetningar, þrívíð skúlptúrverk sem eru eingöngu sett upp fyrir þessa sýningu,“ segir hún. „Verk Guðnýjar eru óræðin og óhlutbundin en hún nýtir form, lögun og liti til að koma því sem erfitt er að segja með orðum í orð, ef svo má að orði komast,“ segir Hildigunnur. „Gauthier er mjög pólitískur með myndir sem tilheyra syrpu af verk- um sem hann hófst handa við árið 2004 og mun ljúka innan tveggja ára,“ segir Hildigunnur. „Það er ein- staklega gaman að sjá hvernig þau blanda verkunum sínum saman. Nú er bara um að gera að kíkja við í galleríið, sem er til húsa í menning- armiðstöðinni Skaftfelli.“ - rve Þyngdarlögmál Newtons að verki Í Gallerí Vesturvegg á Seyðisfirði stendur yfir sýning á verkum Péturs Más Gunnars- sonar og Kristjáns Loðmfjörð sem sækja efnivið sinn til sögunnar um William Tell og Ísak Newton. Verk Péturs Más Gunnarssonar og Kristjáns Loðmfjörð eru undir sterkum áhrifum frá sögunni um William Tell, sem setti líf sonar síns í hættu þegar hann skaut ör í epli á höfði hans. MYND/SKAFTFELL Á efri hæð hússins er stórskemmtileg sýning á verkum Guðnýjar Rósu Ingimars- dóttur og Gauthiers Hubert. MYND/SKAFTFELL Stór boli, kallaður Guttormur, málaður á vegg sýningasalarins, lítur yfir þrjár teikningar sem horfa á hann. Hver þessara teikninga lýsir vilja til að öðlast ógnarkraft, án þess að ná settu marki. MYND/SKAFTFELL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.