Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 74
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur verður eflt í vetur en þar er stefnt að aukinni fræðslu fyrir alla aldurshópa. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar lista- safnsins, útskýrir að fræðslustarf- ið sé veigamikill hluti af starfsemi Listasafns Reykjavíkur en í vetur verður þeim hluta gert enn hærra undir höfði. „Við höfum nýlokið við að senda efni í skólana til kynn- ingar fyrir kennara en á milli 10 og 12 þúsund nemendur heim- sækja safnið á hverju ári. Við erum líka sífellt að reyna að auka þjónustu við almenna safngesti.“ Listasafn Reykjavíkur starfar í þremur húsum en núverandi stefna safnsins er að aðgreina þau með skýrari hætti en áður. „Nú stendur yfir sýningarröð á Kjar- valsstöðum sem ætluð er yngstu kynslóðinni. Í norðursal hússins eru sýningar á íslenskri myndlist þar sem allt umhverfi er gert aðgengilegt börnum,“ segir Ólöf Kristín og útskýrir að þrisvar verði skipt um verk þar fram til áramóta. „Þessi sýning er sett upp í tengslum við bókina Skoðum myndlist sem kom út hjá Máli og menningu í vor en sýningunni hefur verið mjög vel tekið. Á sunnudögum bjóðum við upp á sérstaka leiðsögn eða fjölskyldu- stund á sýningunni kl. 14 þar sem safnakennari leiðir umræðu um verkin og hjálpar til við að opna þann heim sem þar er að finna.“ Ólöf bendir á að sýningin á Kjarvalsstöðum sé fremur hugsuð sem fjölskyldusýning en fyrir hópa. Safnið hefur tekið á móti hópnum frá yngstu bekkjum grunnskólanna og leikskólum borgarinnar sem hafa notið sýn- ingarinnar. „Það er ákveðin þörf fyrir afþreyingu fyrir fjölskyld- urnar inni á söfnunum - ef krökk- unum leiðist þá leiðist öllum. Við reynum að koma til móts við þær þarfir, til dæmis með þessari sýn- ingu.“ Ólöf bendir á að í Ásmund- arsafni hafi safnið líka leitast við að vekja forvitnilegar samræður um myndlist en í sýningarskrá sem fylgir sýningunni eru spurn- ingar sem foreldrar geta nýtt sér sem útgangspunkta í samræðum við yngri gesti hennar. Önnur nýbreytni sem Lista- safnið hefur boðið upp á í ár er leiðsögn fyrir ferðamenn á ensku. Áður fyrr var aðeins hægt að panta slíka þjónustu en nú er boðið upp á ókeypis leiðsögn á Kjarvals- stöðum kl. 15 á fimmtudögum. „Þá er áherslan yfirleitt á íslenska myndlist í eldri kantinum,“ segir Ólöf og bætir við að erlendir gest- ir séu iðulega mjög forvitnir um íslenska list. Boðið er upp á leiðsögn fyrir almenna safngesti bæði í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu og á Kjar- valsstöðum kl. 15 á sunnudögum en Ólöf bendir á að í tengslum við sýninguna Pakkhús postulanna sem nýlega var opnuð þar séu einnig hádegisleiðsagnir í boði fjóra föstudaga á meðan á sýning- unni stendur. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni taka líka virkan þátt í þessum leiðsögnum og ennfremur verður boðið upp á gjörninga í húsinu auk málþings um sýninguna þann 7. október næstkomandi. Einn falinn fjársjóður leynist líka í Hafnarhúsinu en það er bókasafn hússins. „Bókasafnið hefur byggst upp í gegnum árin en þar er að finna bækur sem keypt- ar hafa verið vegna einstaka sýn- inga auk bóka um íslenska lista- sögu. Við erum líka í samstarfi við erlend söfn og fáum nýjustu sýn- ingarskrár sendar hingað. Safnið stendur öllum opið og þar er vinnuaðstaða. Við setjum fram bækur sem tengjast sýningum safnsins hverju sinni, bæði hér í Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöð- um og reynum þannig að gera ítar- efni um þær sem aðgengilegast.“ Verið er að vinna að því að skrá bækurnar inn í kerfi Borgarbóka- safns Reykjavíkur svo hægt sé að fá þær með millisafnaláni. Nú hafa líka verið settar upp sérstak- ar bókahillur vegna sýningarinnar Pakkhús postulanna þar sem hver listamaður hefur sína hillu með bókum sem haft hafa áhrif á við- komandi en þar geta gestir glöggv- að sig á störfum þeirra. „Hér er líka er búið að koma upp lessvæði þar sem fólk getur setið í hring - eins og í heitum potti - og skeg- grætt listina ef það vill.“ Nánari upplýsingar um starf Listasafns Reykjavíkur og fræðsludeildina má finna á heima- síðunni listasafnreykjavikur.is. kristrun@frettabladid.is FYRIR YNGSTU UNNENDUR MYNDLISTAR Á Kjarvalsstöðum stendur yfir fræð- andi sýningaröð fyrir börn um íslenska myndlist í tengslum við bókin Skoðum myndlist. Fræðsla og faldir fjársjóðir ÓLÖF KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Öll fjölskyldan getur fræðst um myndlist hjá Listasafni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jazzkvartett Sunnu Gunnlaugs- dóttur heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu kl. 21 í kvöld. Hljómsveitina skipa auk Sunnu, sem leikur á wurlitzer-raf- píanó, þeir Jóel Pálsson saxófón- leikari, Þorgrímur Jónsson bassa- leikari og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tón- smíðar eftir Ornette Coleman og Cörlu Bley auk laga eftir hljóm- sveitarmeðlimi. Sunna mun leika í góðum félagsskap á Jazzhátíð í Reykjavík í lok mánaðarins en á spilar hún ásamt Tore Brunborg saxófónleik- ara og kvartett sínum. - khh SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR Í góðum félagsskap á Café Rosenberg og Jazz- hátíð í Reykjavík. Djass á Cafe Rósenberg Vetrarstarfi Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands var þjófstartað á hér á síðum Fréttablaðsins í gær og eru lesendur beðnir velvirðingar á því - einkum þeir sem mættu upp í verslunarmiðstöðina Smáralind í gær og komu þar að tómum kofanum. Hið rétta er að óvenju- legir upphafstónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Smáralind fara fram kl. 17 í dag. Fyrirhuguðum útitónleikum sveitarinnar á Austurvelli var með snarheitum breytt í innitón- leika á skjólbetri stað vegna slakra veðurskilyrða það af er vikunnar. Það rignir sjaldnar í Smáralindinni, svo dýrmætum hljóðfærum sveitarinnar er borg- ið og mögulega fá færri kvef en af volki niðri í bæ. Aðalstjórnandi sveitarinnar, Rumon Gamba, mun í dag stýra sveitinni, sem leika mun glæsileg verk úr heimi tónbókmenntanna. Er þetta því kjörið tækifæri fyrir forvitna tónlistarunnendur að hlýða á frábæran flutning á óvenjulegum tónleikastað. Í Smáralindinni verður leikið eitt- hvað fyrir alla, gestum gefst til dæmis kostur á að heyra ung- verska dansa Brahms og Vínar- tóna eftir Strauss auk kunnug- legra stefja Jóns Múla Árnasonar, Alfreðs Clausen og Sigvalda Kaldalóns og Hróðmars Sigur- björnssonar. Á morgun, föstudag, verður sveitin síðan komin á sinn heima- völl í Háskólabíói en þá mun norska sópransöngkonan Solveig Kringelborn syngja með sveit- inni. Kringelborn hefur undan- farin misseri heillað hlustendur með hæfileikum sínum og er hún orðin gríðarlega eftirsótt í óperu- og tónleikasölum heimsins. Túlk- un hennar á verkum norrænna skálda hefur verið hampað tölu- vert og því bíða margir komu hennar með eftirvæntingu. Solveig Kringelborn syngur einnig á sérstökum tónleikum næstkomandi laugardag en tón- leikar þeir eru til styrktar verk- efninu „Lífið kallar“ sem er sam- starfsverkefni FL Group, BUGL og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verkefnið miðar að því að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja en verkefnið leggur sérstaka áherslu á að aðstoða sjúklinga og aðstandendur við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem lífs- gleðin er höfð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um vetr- arstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands má finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. - khh Klassík í Smáralind VETRARSTARF AÐ HEFJAST Sinfóníuhljómsveitin tekur landsmenn með trompi og treður upp í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þýskir fræðimenn segjast hafa fundið tvö handrit skrifuð af tónskáldinu Jóhannesi Sebastían Bach. Fréttavefur BBC greinir frá því að handrit þessi séu afrit af orgeltónlist Dietrich Buxtehude og Jóhanns Adam Reinken sem Bach er talinn hafa gert þegar hann var 15 ára gamall. Haft er eftir Bach-sérfræðingunum Michael Maul og Peter Wollny sem starfa í skjalasafni Bachs í Leipzig að handritin varpi nýju ljósi á frama og hæfileika hins unga tónskálds en skjölin staðfesta að hann hafi verið nemandi orgelleikarans Georg Böhm. Fræðingarnir segja handritin allsérstök og þótt þau beri brag af kennaranum vitni þau einn- ig um metnað og hæfileika nemandans. Handritin fundust í kjölfar bruna í bókasafni greifynjunnar Önnu Amalíu en kastali kenndur við hana í héraðinu Weimar í Austur-Þýskalandi brann fyrir tveimur árum og eyðilögðust þá rúm- lega 50 þúsund bækur. Skjalasafn í hvelfingu safnsins bjargaðist þó og þar með blessunarlega Bach-handritin einnig. JÓHANN SEBASTÍAN BACH Eru glósur orgelnemandans unga komnar í leitirnar? Bach-handrit í leitirnar > Ekki missa af... kvikmyndinni Börn sem verður frumsýnd á laugardaginn. Leik- hópurinn úr Vesturporti sýnir sig og sannar á hvíta tjaldinu í styrkri stjórn Ragnars Braga- sonar. fönksveitinni Jagúar á Barnum við Laugaveg í kvöld. sýningu dansleikhúsdrottningar- innar Pinu Bausch í Borgar- leikhúsinu um miðjan mánuð- inn. Einstakt tækifæri til að sjá sviðslist á heimsmælikvarða. Kl. 21.00 Stórsveit Benna Hemm Hemm leikur á Café Amsterdam ásamt Retro Stefson. Tónleikarnir eru þeir síðustu í tónleikaröð Smekkleysu og The Reykjavík Grapevine en fyrir áhugasama má einnig benda á að sveitin leikur í húsakynnum Smekk- leysu á Klapparstíg 27, kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.