Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 07.09.2006, Síða 78
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR42 Rachel Weisz segist ekki taka það inná sig þótt gagnrýnendur hafi baul- að á nýjustu mynd henn- ar, The Fountain. Henni er leikstýrt af unnusta Weisz, Darren Aronofsky, og segir þrjár sögur sem gerast á þúsund ára tímabili en þrír karl- menn á ólíkum tíma- bilum reyna að finna uppsprettu æskunnar til að bjarga konunni sem þeir elska. „Mér fannst frábært að vinna við þessa mynd vegna þess að hún er öðruvísi,“ sagði Weisz. „Ég myndi gjarn- an vilja vinna aftur með D a r r e n , “ bætti hún við. Leikstjórinn Michael Winner er sannfærður um að kvikmynd hans, Death Wish, sé sú kvikmynd sem hvað oftast hefur verið hermt hefur en þar fór Charle Bronson hamför- um í hlutverki Paul Kersey. Winner sagði að Death Wish hefði rifið niður alla veggi í kvikmyndum því hetjan á hvíta tjaldinu hafði aldrei áður drepið saklausa borgara. Margir gagnrýnend- ur hafa einmitt bent á að Death Wish hefji ofbeldið upp til skýjanna en Winner segist ekki kippa sér upp við það. „Hún er alveg tíma- laus og fólk talar enn um hana úti á götu,“ bætti Winner við. Ben Affleck sendi paparazzi-ljós- myndurum og gulu pressunni tónin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Affleck virðist ætla að blása nýju lífi í feril sinn með kvikmyndinni Holly- woodland en sagði vinnu leikara verða sífellt erfiðari. „Blöðin eru það upptekin af einkalífi stjarnanna að margir kvikmyndahúsagestir líta á kvikmyndir þeirra sem framhald af einhverri sápuóperu. Það verður því alltaf erfiðara og erfiðara fyrir leikara að vera trúverð- ugir í sínum leik,“ sagði Affleck. ÚR VERINU Kvikmyndaverin héldu niðri í sér andanum þeg- ar sumarið gekk í garð. Í fyrra urðu þau fyrir stór- um og óþægilegum skellum en virðast hafa veðjað á rétta hesta að þessu sinni. Kvikmyndafyrirtækin í Engla- borginni ráða sér vart fyrir kæti. Þrátt fyrir bölsýnisspár um að síaukið niðurhal af netinu og þreyttar ofurstjörnur væru að ganga af sumarsmellunum dauð- um reyndist þetta votviðrasama sumar hið besta fyrir kvikmynda- iðnaðinn í Bandaríkjunum. Gróð- inn af miðasölu jókst um rúm sex prósent frá því í fyrra og munar þar mestu um framhaldsmyndina Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest en aðsóknin á hana hefur verið vægast sagt lygileg. Frábær byrjun Sumarið í ár jafnast næstum á við þá miklu velgengni sem var fyrir tveimur árum. Markaðssérfræð- ingar þar vestra eru sammála um að ein meginástæðan sé sú að ekki hafi borið jafn mikið á nei- kvæðri umfjöllun um komandi kvikmyndir í ár líkt og í fyrra þegar fjölmiðlar skemmtu sér konunglega yfir því að spá hvaða stórmynd myndi koma verst út. „Ef hvert sumar væri eins og þetta væri allt í himnalagi,“ sagði Paul Dergarabedian, fram- kvæmdastjóri Exhibitior Relations. Jeff Blake, stjórnar- maður hjá Sony, sagði að kvikmyndahúsa- gestir hefðu fundið eitthvað við sitt hæfi í hverri viku. „Í hverri einustu viku voru frumsýndar ein til tvær myndir sem fólk vildi sjá en slíkt var ekki að gerast síðasta sumar,“ sagði Blake við blaðamann AP- fréttastofunnar en Sony dreifði smellum á borð við Da Vinci Code og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby með Will Ferrell. „Í fyrra var það þannig að fólk hugsaði með sjálfu sér; við skul- um ekki fara í bíó núna,“ bætti Blake við. Gullnáman hjá Disney Sigurvegari sumarsins er án nokkurs vafa hið fornfræga veldi Disney. Sjóræningjamyndin um Jack Sparrow og ævintýri hans er þegar komin í sjöunda sætið yfir mest sóttu myndir allra tíma og ekki sakaði að teiknimyndin Cars frá Pixar gerði góða hluti í miða- sölu. Hvorug þessara mynda fékk neina glimrandi dóma en áhorf- endur virtust falla fyrir þeim. „Á síðasta ári var svo mikil nei- kvæðni hjá bæði fjölmiðlum og almenningi. Sumarið fékk glim- randi byrjun og okkur tókst að halda henni við,“ sagði Chuck Viane hjá dreifingardeild Disney- fyrirtækisins. Óvænt vonbrigði Þrátt fyrir að bjartsýni og gleði einkenni kvikmyndaiðnaðinn að loknu þessu sumri voru ekki allri sem gengu sælir og glaðir frá borði. Paramount-kvikmyndaver- ið var til að mynda allt annað en sátt við útkomu Mission Impossi- ble III sem búist hafði verið við að myndi slá í gegn. Tom Cruise trekkti hins vegar ekki jafn vel að og oft áður og í kjölfarið ákvað forstjóri Paramount, Summer Redstone, að slíta fjórtán ára samstarfi sínu við Cruise. Superman Returns tókst ekki að ná inn þeim upphæðum sem búist hafði verið við. Stóðst „ein- göngu“ þær kröfur sem til hennar voru gerðar en hafði verið við meiru af henni þar sem bæði X- Men og Köngulóarmaðurinn höfðu sýnt og sannað að kvikmynda- húsagestir vildu gjarnan sjá ofur- hetjurnar á hvíta tjaldinu. Fáar kvikmyndir sem voru frumsýndar í sumar urðu fyrir einhverjum verulegum skelli. Garfield: Tale of Two Kitties og nýjasta mynd Umu Thurman, My Super Ex-Girlfriend gerðu þó engan veginn þá hluti sem búist hafði verið við og Miami Vice, Poseidon og Lady in the Water tókst að klöngrast í gegnum sum- arið án þess að færa peninga- mönnunum einhverja sérstaka gleði en teljast þó hafa gert sitt til að halda þeim góðum. Ánægjulegt sumar í miðasölu SIGURVEGARI SUMARSINS Jack Sparrow og félagar eru ótvíræðir sigurvegarar sum- arsins en framhaldsmyndin um sjóræningjnana á Karíbahafi er í sjöunda sæti yfir mest sóttu myndirnar. STÓÐST VÆNTINGAR Superman Returns stóð undir vænt- ingum en ekkert meir en það. Næsta mynd gæti hins vegar slegið öll met. GOTT GLÁP Tristam Shandy: A Cock and Bull Story: Breskt grín og fáranleiki af bestu gerð Dave Chappelle’s Block Party: Ómissandi fyrir alla sem telja sig hipphoppara Thank You for Smoking: Er hægt að telja fólki trú um að það sé gott að reykja? United 93: Saga fjórðu flugvélarinnar sem átti að fljúga á Hvíta húsið Inconvenient Truth: Umdeild náttúruverndarmynd með Al Gore í aðalhlutverki. Sagan segir að einn versti afleikur viðskiptasögunnar hafi átt sér stað þegar George Lucas fékk 20th Century Fox til þess að gefa sér eftir öll réttindi á framleiðslu og sölu varnings sem tengdist Star Wars. Þetta axarskaft hefur kostað Fox ófáar skrilljónirnar en Lucas byggði veldi sitt á gróðanum af alls konar stjörnustríðsdóti. Þessi samningsklausa hefur því ekki aðeins kostað Fox skildinginn heldur einnig sjálfan mig og milljónir annara stjörnustríðsnörda úti um allan heim. Mátturinn og viðskiptavitið er heldur betur með Lucas þegar það kemur að því að plokka peninga af fólki. Hann hafði af manni allan vasapeninginn í æsku með þremur fyrstu Stjörnustríðsmyndunum og gaf manni svo tíma til þess að eignast nýja kynslóð viðskiptavina áður en hann dembdi seinni þríleiknum á okkur. Ég hef varla tölu á öllum þeim útgáfum sem ég á af Stjörnustríðs- myndunum á VHS og DVD og nú bíð ég spenntur eftir að fá að kaupa þær enn og aftur í nýrri útgáfu sem er væntanleg síðar í þessum mán- uði. Fyrst keypti maður gömlu myndirnar þrjár, eina í einu á VHS. Síðan komu þær allar í nýrri samræmdri útgáfu rétt áður en „special edition” myndirnar komu í bíó. Þetta varð maður auðvitað að kaupa vegna þess að gömlu eintökin voru gatslitin og Lucas lét þau boð út ganga að mynd- irnar yrðu ekki gefnar aftur út í sinni upprunalegu mynd. Svo varð maður auðvitað að kaupa endurbættu útgáfurnar líka í sérstökum safn- kassa á VHS þar sem kallinn sagði að þær væru ekki á leiðinni á DVD. Svo líður og bíður og hann sendir þær frá sér í glæsilegri DVD-útgáfu með glás af aukaefni. Maður þurfti auðvitað að kaupa þann pakka líka. En nú er loksins komið að því. Í september koma fyrstu myndirnar þrjár á markað í nýjum safnkassa sem inniheldur bæði upprunalegu útgáf- urnar, sem maður sá sem barn, og endurbættu útgáfurnar sem maður sá með börnunum sínum og er þegar búinn að kaupa tvisvar áður. Mesta geggjunin í þessu öllu saman er sú að við vitum að Lucas er ekki búinn að leyfa okkur að sjá öll atriðiðin sem hann klippti úr gömlu myndunum áður en þær komu fyrst fyrir sjónir almennings þannig að hann á örugglega eftir að gefa myndirnar út í það minnsta einu sinni enn. Og við munum að sjálfsögðu kaupa þær líka. Ég veit ekki af hverju en skuggahlið Máttarins er sterk. Svarthol Stjörnustríðsins + = 20% afsláttur Með kaupum á tveimur Kellogg’s Corn Flakes pökkum færðu 20% afslátt af miðaverði á barnaleiksýninguna Hafið bláa. Hafið bláa fékk áhorfendaverðlaun Grímunnar árið 2006 og var tilnefnt sem barnasýning ársins og fyrir búninga. Geymdu kassakvittunina og framvísaðu henni í miðasölu Austurbæjar þegar þú kaupir miða. Kauptu Corn Flakes og fáðu afslátt á Hafið bláa! Þú sparar allt að640 kr.á miða! AF HVÍTA TJALDINU Þórarinn Þórarinsson Eftirlætis kvikmynd: The Shining eftir Stanley Kubrick. Yfirleitt horfi ég aldrei á myndir oftar en einu sinni, en ég get alltaf horft á The Shining aftur. Eftirminnilegasta atriðið: Einhverra hluta vegna stendur sundlaugaratriðið í The Big Blue eftir Luc Besson upp úr í minning- unni. Uppáhaldsleikstjóri: Ég er ekki þessi leikstjórakall eins og sumir og reyni ekki að fylgja eftir einstökum leikstjórum. Mesta hetja hvíta tjaldsins: John Wayne. Ég er svo sem ekki John Wayne aðdáandi og man bara eftir glefsum úr hinum og þessum vestrum en hann og Dirty Harry eru þeir sem mér dettur í hug þegar spurt er um hetjur hvíta tjaldsins. Mesti skúrkurinn: Kevin Spacey í Usual Suspects. Lítið um sprengingar í þeirri mynd en meira fyrir heilana. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Joe Pesci og Danny DeVito fara alltaf í taugarnar á mér. Ég hef sjálfsagt eitthvað á móti lágvöxnum mönnum af ítölskum ættum sem tala hratt. Ef þú fengir að velja mynd til að leika í, um hvað væri hún, hver leikstýrði og hver léki á móti þér? Það væri draugahrollvekja sem Wes Craven myndi leikstýra. Leikhópurinn væri amerísk-íslenskur og á móti mér myndu leika Juliette Lewis, Colin Farrell, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Ég leikstýri Elmu Lísu og Stefáni Halli í Afgöngum og vil alltaf vinna með þeim. KVIKMYNDANJÖRÐURINN AGNAR JÓN EGILSSON, LEIKSTJÓRI AFGANGA Uppsigað við litla Ítala sem tala hratt bio@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.