Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 80

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 80
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is Í MATINN Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég held að ég gæti allra síst verið án mjólkur, hún er bara svo góð. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Máltíð sem meðleigj- andi minn í Mílanó útbjó í félagi við mömmu sína á afmælisdag- inn sinn. Ekta margréttuð ofur- máltíð þar sem aðalrétturinn var ofnréttur með djúpsteiktu egg- aldini eða Parmigiana á móður- málinu. Mamman gerði sér sér- staka ferð frá Suður-Ítalíu til að koma með efnivið í máltíðina og taka þátt í eldamennskunni. Útkoman var algjör snilld. Er einhver matur sem þér finnst vera vondur? Já, sumt er bara vont en þeim fæðutegund- um sem ég borða ekki fer fækk- andi með árunum. Mér finnst reyndar majónes alveg hrikalega vont og allt sem er með majón- esi í borða ég helst ekki. Leyndarmál úr eldhússkápn- um? Var að koma frá Ítalíu og ég á því mörg kíló af ekta parmesanosti inni í skáp sem mér finnst ómissandi í góða matargerð. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hafragraut með köldu slátri og mikilli mjólk. Besti matur sem ég fæ en nauð- synlegt er að hafragrauturinn sé þykkur, annars gerir hann ekk- ert gagn. Hvað áttu alltaf til í ísskápn- um? Ég reyni alltaf að eiga ost og gúrku og brauð í frystin- um enda mikill aðdáandi ristaðs brauðs með osti og gúrku. Ef þú yrðir föst á eyði- eyju, hvaða mat tæk- irðu með þér? Ég mundi taka mömmu hennar Federicu sem bjó með mér á Ítalíu af því að ég er nokkuð viss um að ekta ítölsk húsmóðir gæti auð- veldlega lifað á landinu og töfrað fram snilldarmat í hvert mál með því sem eyjan hefði upp á að bjóða. MATGÆÐINGURINN: EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR FYRRVERANDI FRÉTTAKONA Í KASTLJÓSINU Hafragrautur með slátri kemur skapinu í lag > Prófaðu ... hveitigrasstaupið í Heilsuhúsinu. Staupið er stútfullt af vítamínum og steinefnum sem hreinsa blóðið og kemur skapinu í lag. Einnig er hægt að bæta engiferrót út í til að fá auka bragð og koma í veg fyrir kvef. Á þessum árstíma fer slen og þreyta að gera vart við sig hjá þjóðinni með lækkandi sól. Flest- ir kannast við það að vera geispandi fram eftir morgni þegar haustið gengur í garð og margir hverjir þurfa oftar að taka sér kríublund eftir lang- an vinnudag. Við spurðum Sigrúnu Magnúsdóttur, verslunarstjóra í Heilsuhúsinu, hvað landsmenn ættu að gera til að koma í veg fyrir vaxandi þreytu með lækkandi sól. „Ég mæli fyrst og fremst með C- vítamíni. Það ættu allir að taka góðan skammt af þeim á hverjum einasta morgni enda styrkir það ónæmis- kerfið og er mjög ríkt af andoxunar- efnum,“ segir Sigrún og bætir því við að að það sé gott að auka skammt- inn af c-vítamíni til að koma í veg fyrir veirusýkingar sem liggja alltaf á landsmönnum á veturna. Einnig segir Sigrún að hvítlaukshylki séu rosalega vinsæl og í Heilsuhúsinu eru til lyktar- laus hylki sem er góður plús enda er hvítlaukslykt úr munni ekkert sérstak- lega vinsæl. Grænt te og Spirúlína séu einnig góðar lausnir fyrir skóla- fólk enda eykur það einbeitingu og gefur aukinn kraft. „Útivera er einnig besta lausnin gegn þreytu og sleni og það er svo skrítið hvað fólk virðist vera hrætt við að vera úti á haustin og veturna. Rigningin er ekkert hættuleg.“ Sigrún segir að frískt loft sé besta meðalið gegn þreytu. Berjatínsla á haustin sé einnig mjög góð vegna útiverunnar og svo færðu ekki betri efni en þau sem fyrirfinnast í berjum. C-vítamín best gegn þreytu Höskuldi Eiríkssyni, lög- fræðingi hjá Logos og fyrir- liða fótboltaliðs Víkings, er margt til lista lagt og eitt af því er eldamennska. Hann segist þó láta kærustu sína um allt dúllerí eins og hann orðar það og sér sjálfur um grófu og karlmannlegu hlutina eins og að grilla og krydda kjötið. „Ég er eiginlega alltaf á æfingum í matartímanum þannig að mér gefst ekki mikill tími til að æfa mig í eldamennskunni,“ segir Höskuldur en bætir því þó við að þetta standi allt saman til bóta og að hann vilji læra meira og gefa sér góðan tíma í eldhúsinu. Höskuldur segir að Freyja unn- usta hans sé afbragðskokkur og að hún stjórni eiginlega eldhúsinu en þegar frí er á æfingum eða um helgar reyni hann að láta til sín taka og langoftast verða kjúkl- ingaréttir fyrir valinu. „Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég get þó ekki eignað mér heiðurinn af henni. Ég fékk hana í gegnum fjölskyldu Freyju en hún birtist fyrir mörgum árum í Morgun- blaðinu í viðtali við Snæfríði Þóru Egilson.“ Rétturinn ber nafnið Mexíkóskur Enchilada kjúklinga- réttur og uppskriftin er svohljóð- andi: HRÁEFNI: 2 msk. ólífuolía 1 laukur, saxaður smátt 2-3 hvítlauksrif 3 græn chilipiparaldin, fræ- hreinsuð og fínsöxuð 1 msk. ferskur kóríander, saxað- ur smátt 1 dós niðursoðnir tómatar 1-2 msk. tómatmauk salt og pipar 250 g soðinn kjúklingur 250 g rifinn ostur 250 g kotasæla 12 hveititortillur Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður og smyrj- ið grunnt eldfast mót. Hitið olíuna á pönnu og steikið lauk og hvítlauk í 5-10 mín eða þar til hann mýkist án þess að brúnast. Bætið við chili- pipar og kóríander og síðan tómöt- um og tómatmauki ásamt salti og pipar. Látið hræruna krauma í 20 mín. Blandið saman smátt skornu kjúklingakjöti, osti og kotasælu og setjið í skál. Fyllið tortillurnar með blöndunni, vefjið up og raðið þétt á fatið með samskeytin niður. Hellið tómathrærunni yfir tortill- urnar, setjið álpappír yfr fatið og bakið í 30 mín. Takið þá álpappír- inn af fatinu og bakið í 15 mín. í viðbót. Skreytið réttinn með söx- uðum kóríander og berið fram heitan. Nauðsynlegt er að hafa kröftugt grænmetissalat með rétt- inum. Höskuldur segist þó vera mikill lambalærismaður og fær hann sér það á vel völdum tækifærum. Hann segir að þau skötuhjúin séu dugleg að bjóða góðum vinum í mat og velji þá oftast lambalæri enda er það þekktur hátíðismatur. „Eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn, Ragnheiði Völu, fórum við að hugsa meira um að hafa fjöl- breytt mataræði og eldum til dæmis mun oftar fisk núna,“ segir Höskuldur. Hann segist treysta Freyju mjög vel í eldhúsinu enda sé hún með mjög frjótt ímyndunarafl og reynir hann að fylgjast með henni við störf til að læra. „Ég á ennþá margt ólært í eldamennsku og vonandi í framtíðinni get ég farið að elda meira enda er ég ann- álaður áhugamaður um mat,“ segir þessi ungi og efnilegi lögfræðingur og fótboltamaður að lokum. Mikill áhugamaður um mat og eldamennsku HÖSKULDUR EIRÍKSSON Er margt annað til lista lagt en að sparka í bolta og hér deilir hann með lesendum góðri uppskrift að mexíkóskum kjúklingarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON Í vikunni neitaði Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, að skrifa undir frumvarp um að þrúgan zinfandel yrði opinber þrúga ríkisins og merkja mætti vínin sem „söguleg vín Kaliforníu“. „Það væri skaði“ sagði ríkisstjórinn í yfirlýsingu sem fylgdi höfnuninni, „að gera með þessu lítið úr öðrum þrúgum. Kalifornía framleiðir sum albestu vín í heimi, hvort sem það er cabernet frá Napa eða Sonoma, fínlegt pinot noir frá Central Coast eða zinfandel úr San Joaquin-dalnum eða hlíðum Sierra-fjallanna. Vín frá Kaliforníu hafa veitt rithöfundum og listamönnum innblástur og verið umfjöll- unarefni kvikmynda sem unnið hafa til Óskarsverðlauna.” Neitun ríkisstjórans kom ekki á óvart, hann er mikill vínáhuga- maður og þótti þessi tillaga þingkonunnar Carole Midgen ódýr brella sem kalifornísk vín þyrftu ekki á að halda. Í umræðum á vín- síðum á vefnum hafa margir vínáhugamenn fagnað mótstöðu Tor- tímandans austurríska við þessari tilraun Kaliforníumanna til að eigna sér þessa bragðmiklu rauðvínsþrúgu. Bent hefur verið á að þrúgan sé ræktuð víða um heim þótt vissulega sé Kalifornía höfuð- héraðið og flest frægustu zinfandel-vínin þaðan. Þingkonan sjálf stendur keik við sitt, segist drekka sódavatn fremur en zinfandel og viðskiptaástæður fremur en vínáhugi hafi ráðið för. „Þetta átti fyrst og fremst að vera til að vekja athygli á kalifornískum vínum. Sumir hafa sagt að aðgerðin hefði veitt zinfandel-vínum forskot í sam- keppni en hvað er kalifornískara en einmitt slíkt?“ Zinfandel-þrúgan hefur verið ræktuð í Kaliforníu síðan um miðja nítjándu öld. Talið er að hún sé upprunin í Króatíu og skyld þrúg- unni primitivo sem einkum er ræktuð á Suður-Ítalíu. Zinfandel hefur breiðst út til fleiri vínræktunarsvæða hin síðari ár en lang- samlega elsti vínviðurinn er í Kaliforníu og hvergi hafa vín- bændur náð meiri leikni í ræktun þrúgunnar. Það má því færa ákveðin rök fyrir því að kalla hana kaliforníska. Fleira en heimspekilegur áhugi á vínum kann að spila inn í ákvörðun Schwarzeneggers, einkum ótti við að styggja aðra framleiðendur því þrátt fyrir útbreiðslu zinfandel er ræktun hennar í ríkinu aðeins um tíu prósent af heildar- framleiðslunni. Stór og mikil vín úr zinfandel kalla á stórsteikur, geta t.d. verið framúrskarandi með villibráð. Einfaldari vínin eru mildari og auðdrekkanlegri og ganga því betur með fjölbreyttum mat eða ein og sér. Fá rauðvín eru betri með súkkulaði og jafnframt ágætur valkostur með pinnamat. Schwarzenegger kremur frumvarp VERT AÐ SPÁ Í: Hér á landi hafa zinfandel-vín átt vaxandi vinsæld- um að fagna þótt ekki séu þau áberandi í hillum vínbúðanna. Átta rauðvín eru á boðstólum auk nokkurra rósavína eða „blush”. VÍTAMÍN Á þessum tíma árs þarf fólk að fara að auka inntöku vítamína vegan veirusýkinga og þreytu sem oftast fylgja lækkandi sól.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.