Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 84

Fréttablaðið - 07.09.2006, Side 84
Breska tímaritið GQ hélt kosningu meðal lesenda sinna um fólk árs- ins. Þar vann fyrrverandi Bítillinn Sir Paul McCartney aðalverðlaun- in en hann var valinn maður árs- ins. „Paul McCartney er stærsta lifandi goðsögnin sem við höfum í dag og hann nýtur einnig mikillar virðingar í heiminum,“ segir Dylan Jones, ritstjóri GQ. McCartney var val- inn vegna nýutkom- innar plötu hans og velheppnaðs hljóm- leikaferðalags hans um Banda- ríkin. Goðsögnin sá sér þó ekki fært að mæta og taka á móti verðlaunun- um en kom skilaboðum þess efnis áleiðis að hann væri mjög þakklátur fyrir að fá þessi verðlaun og ánægður með að fólki fyndist hann hafa gert góða hluti á þessu ári þrátt fyrir alla erfiðleika sem dunið hafa á honum undanfar- ið. Eins og kunnugt er skildi McCartney við eiginkonu sína Heather Mills og hefur verið mikið í fjölmiðlun vegna þess. Aðrir sem unnu til verðalauna voru Justin Timberlake sem var valinn alþjóðlegi maður ársins enda hefur nýja breiðskífa hans setið á toppnum í Bretlandi síðan hún kom út. Hljómsveitin Keane var valinn hljómsveit ársins og breska söngkonan Billie Piper var eina konan sem hlaut verðlaun og var það kona ársins. Fólk ársins að mati GQ MAÐUR ÁRSINS Fyrrverandi bítillinn Sir Paul McCartney hlaut stærstu verðlaun kvöldsins og þakkaði vel fyrir sig en sá sér þó ekki fært að mæta á verðlauna- afhendinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/WIREIMAGES ALÞJÓÐLEGI TÓNLISTARMAÐUR ÁRSINS Söngvarinn Justin Timberlake hlaut þessi verðlaun vegan mikilla vinsælda nýjustu breiðskífu sinnar í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES HLJÓMSVEIT ÁRSINS Keane fékk þessi virtu verðlaun en hún kom einmitt svo eftir- minnilega fram á Airwaves í fyrra. KONA ÁRSINS Breska söngkonan Billie Piper var valin kona ársins en hún nýtur mikilla vinsælda í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney er nú kominn með nýja dömu upp árminn. Sú heppna mun vera leikkonan Ellen Barkin en hún lék ásamt Clooney í myndinni „Ocean’s Thirteen“. Það sem er fréttnæmt við þetta er að Barkin er 52 ára og þar af leið- andi eldri en Clooney en hann er þekktur fyrir að falla ávallt fyrir yngri konum. Clooney hefur mar- goft verið valinn kynþokkafyllsti maður heims en hann hefur ekki verið mikill sambandsmaður og segist sjálfur vera lítið fyrir kærustuparaleik eins og hann kallar það. Clooney kominn með nýja HJARTAKNÚSARI George Clooney er kominn með nýja dömu upp á arminn sem er Ellen Barkin leikkona. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Loksins, loksins, loksins rekst maður á plötu sem slær mann almennilega utanundir. Ég er meira að segja á því að þessi plata hafi hreinlega bjargað lífi mínu. Ég rakst á eintak í San Francisco, þaðan sem þessi sveit er, og var með hana í spilaranum á fullum styrk á meðan ég barðist við svefn- inn, keyrandi um nótt á 170 kíló- metra hraða á hraðbrautinni yfir til Los Angeles. Svo beitt er þessi tónlist, að mér leið eins og ég væri með hnífsodd að barkakýlinu alla leiðina. Maður sofnar varla þannig. Þetta er ruddalegt rokk, undir sterkum áhrifum frá The Birthday Party. Ofan á það er svo bætt pönkuðum surf-gítarlínum, John Zorn-legum saxófón, smekklegum moog-hljómborðslínum og rokk- söngkonu sem lætur Karen O úr Yeah Yeah Yeahs líta út eins og skátastelpu. Önnur lög hljóma eins og Risaeðlan og Dog Faced Hermans hafi runnið í eina sveit. Það eina sem ég get sett út á þessa plötu er nafn sveitarinnar, Veronica Lipgloss and the Evil Eyes, sem mér finnst hörmulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það er engin Veronica í hljómsveitinni, heldur heitir söngkonan Rhani Lee Remedes. Hún lítur út eins og illur tvíburi Fergie úr Black Eyed Peas og með augnaráð Charles Manson. Hún segist líka vera norn og klæð- ir sig eftir því. Bassaleikur henn- ar er þannig að það er engu líkara en að draugur Tracy Pew úr The Birthday Party sé að spila í gegn- um hana. Hún hefði bókað verið brennd á báli hefði hún fæðst 400 árum fyrr. Hún gefur sig alltaf 100% í hvert lag. Aðallinn hér er þó undirspilið. Trommurnar, bassinn og gítarinn eru oftar framar í mixinu en söng- urinn, eins og maður getur ímynd- að sér að þessi sveit myndi hljóma á tónleikum. Sum lögin eru byggð á blúsuðum bassalínum á meðan önnur eru byggð utan um frum- legan drumbuslátt og bílflautuleg- an saxófónleik. Þetta er eitthvað sem við gætum heyrt í næstu kvikmynd David Lynch. Án efa besta rokk- plata sem ég hef heyrt á þessu ári. Birgir Örn Steinarsson Nornir frá San Francisco-flóa VERONICA LIPGLOSS AND THE EVIL EYES: THE WITCH´S DAGGER NIÐURSTAÐA: Frumraun Veronica Lipgloss and The Evil Eyes er plata fyrir þá sem vilja að rokktónlist hljómi eins og eitthvað óbeislað og hættulegt. Bandaríska rokkabillýhljómsveit- in Kings of Hell treður upp á Bar 11 á laugardagskvöld. Sveitin spil- aði á Gauknum og Bar 11 í janúar við mjög góðar undirtektir og má því búast við hörkustuði á laugar- dagskvöld. Húsið verður opnað klukkan 20.00. Hljómsveitin Weapons hitar upp og rokkabillýmeistarinn Curver tekur síðan við af Kings of Hell og heldur uppi stuðinu til klukkan 6. Kings of Hell var stofnuð árið 2003 af tveimur vinum. Þegar meiri alvara komst í spilið bættust þrír í hljómsveitina til viðbótar og núna heldur hún yfir sextíu tón- leika á hverju ári. Sveitin hefur gefið út tvo fimm- laga demódiska, þar af lauk hún við annan þeirra í síðasta mánuði. Kóngarnir mættir til landsins KINGS OF HELL Hljómsveitin Kings of Hell spilar á Bar 11 á laugardagskvöld. !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 LITTLE MAN kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4, 6, og 8 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50 og 10.10 B.I. 7 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.10 MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 10.15 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA KVIKMYNDAHÁTÍÐ THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY kl. 5.40 THREE BURIALS OF MELQUIADES ESTRADA kl. 5.50 LEONARD COHEN: Í M YOUR MAN kl. 6 VOLVER kl. 8 STRANDVASKEREN kl. 8 ANGEL A kl. 8 WINTER PASSING kl. 10 FACTOTUM kl. 10 THE BOOK OF REVELATIONS kl. 10.10 LITTLE MAN B.I. 12 ÁRA kl. 8 og 10 YOU, ME & DUPREE kl. 8 og 10.10 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 6 TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.