Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 94

Fréttablaðið - 07.09.2006, Page 94
 7. september 2006 FIMMTUDAGUR58 HRÓSIÐ FÆR … Aðstandendur kvikmyndarinnar Börn hafa skrifað undir samning við breska fyrirtækið The Works International um alheimssölu- rétt á myndinni. Fyrirtækið er eitt þekktasta sölufyrirtæki í Evrópu og hefur haft puttana í mörgum þekktum myndum á borð við 24 Hour Party People, Bend it Like Beckham og óskars- verðlaunamyndinni No Man´s Land. Fjögur evrópsk sölufyrir- tæki til viðbótar höfðu barist um dreifingarréttinn á kvikmynd- inni, þar sem leikarar úr Vest- urporti eru í aðalhlutverkum. „Þetta er stórt fyrirtæki á þessu sviði og hefur dreift mjög stór- um kvikmyndum í gegnum tíð- ina. Helstu myndirnar hafa verið á enskri tungu og það er óvenju- legt að það sé með myndir á erlendum tungumálum,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri Barna. „Það á eftir að koma í ljós hversu vel þeim gengur að selja hana. En þetta er það gott fyrirtæki því myndir þeirra eru að dreifast mjög vel og ég geri mér vonir um að dreifingin verði góð í framhaldinu,“ segir hann. Samningurinn nær aðeins til myndarinnar Börn en síðari hlutinn í tvíleik Ragnars, Full- orðnir, verður tilbúinn á næst- unni. Vonast Ragnar til að sam- starf hans við The Works haldi áfram þegar Fullorðnir komi út, enda fylgist myndirnar að. Börn verður frumsýnd hér á landi á laugardaginn og segist Ragnar vera kominn með dálít- inn fiðring. „Ég er eiginlega spenntari að fá viðbrögð frá íslenskum almenningi heldur en útlendum. Þessar myndir eru fyrst og fremst gerðar fyrir Íslendinga. Þetta eru raunsæjar og dramatískar sögur úr íslensk- um hversdagsleika og þessi erlendi áhugi kemur því skemmtilega á óvart.“ Börn verður heimsfrumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíð- inni á Spáni í lok mánaðarins. Eftir það verður myndin sýnd á stærstu kvikmyndahátíð Asíu, Pusan, um miðjan október. Myndin var sýnd á markaðs- hátíðinni í Haugasundi á dögun- um og fékk þar svo mikla athygli að síminn var rauðglóandi hjá Ragnari í kjölfarið. Síðari myndin í tvíleikn- um, Fullorðnir, verður líklega tilbúin í lok sept- ember en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður frum- sýnd. freyr@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Þjóðarflokkurinn. 2 Felipe Calderón. 3 Reykjavík verður almyrkvuð þegar slökkt verður á öllum ljósum í borginni. Það verður opnunaratriði alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. ... Ingi Björnsson fyrir að verja titilinn Íslandsmeistari í kranastjórnun annað árið í röð og keppir því fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í kranastjórnun í Þýskalandi síðar á þessu ári. Tattú rokkhátíð sem var haldin hér á landi dagana 8. til 11. júní fær góða fimm síðna umfjöllun í nýjasta tölublaði tattú-tímarits- ins Prick. Þar segir greinarhöfundur að hátíðin hafi tekist frábærlega enda haldin í ótrúlegu landi þar sem sólin skein allan sólarhring- inn. „Ísland hefur aldrei verið á lista yfir þau lönd sem mig hefur langað að heimsækja en eftir þessa hátíð vil ég pottþétt fara þangað aftur,“ segir hann. Á hátíðina, sem var haldin á Gauki á Stöng og Bar 11, mættu til leiks húðflúrunarmeistarar frá Bandaríkjunum, Danmörku og Íslandi sem sýndu og buðu upp á húðflúr á heimsmæli- kvarða fyrir gesti og gangandi. Einnig tróðu fjölmargar rokk- hljómsveitir upp, þar á meðal Jan Mayen, Sign, Lokbrá, Dr. Spock og Morðingjarnir. Greinarhöfundur var sérstak- lega hrifinn af Dr. Spock og segir hana uppáhaldshljómsveitina sína í dag. Einnig minnist hann á Nevolution og segir hana í næst- mestu uppáhaldi. „Í heildina séð var þetta ein skemmtilegasta utanlandsferð sem ég hef farið í hvað varðar menninguna og íbúana. Ef konan mín myndi þola kuldann mynd- um við búa þar,“ segir hann. „Þetta er staður sem allir ættu að heimsækja, allavega einu sinni.“ - fb Tattú hátíð fær frábæra dóma DR. SPOCK Er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi tattú tímaritsins Prick. Á laugardaginn er hinn virti plötusnúður Tim Sweeney vænt- anlegur til landsins til að þeyta skífum í Bláa Lóninu og á Barnum. Plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson stendur fyrir komu hans hingað og segir hann Tim vera með betri plötusnúðum í heiminum í dag. „Tim er frá útgáfufyrir- tækinu DFA rec- ords í New York sem er eitt af virtari fyrirtækjum í bransanum í dag og gefa meðal annars út LCD Soundsystem og Hot Chip,“ segir Margeir en Sweeney mun spila í Bláa Lóninu klukkan 15 um daginn í tilefni af útgáfu „Blue Lagoon Soundtrack“ sem eimitt er úr smiðju Margeirs. Eftir að fólk er búið að njóta tónlistarinnar svaml- andi um í lóninu heldur partíið áfram í karnival stemningu við Barinn á Klapp- arstíg klukkan 21. „Tim var búinn að bóka sig á Airwa- ves en komst svo ekki vegna anna enda mjög vinsæll plötusnúður sem spilar á hátíðum út um allan heim. Þetta voru einu dagsetning- ar sem voru lausar hjá honum og hann er mjög spenntur að koma og hlakkar til að sjá land og þjóð. Það má eiginlega segja að við séum að taka forskot á sæluna um helgina,“ segir Margeir en fast og fljótandi verður í boði fyrir gesti á Barnum á meðan birgðir leyfa. „Það eru allir hjartanlega vel- komnir á báða staði og er þetta eiginlega ómissandi fyrir tón- listarunnendur,“ segir Margeir og lofar að vera í góðu stuði en hann og Dj Lazer, betur þekktur sem hárlæknirinn Jón Atli Helga- son, munu hita upp fyrir Tim Sweeney á laugardagskvöldið. - áp Forskot á sæluna með Tim Sweeney TIM SWEENEY Einn virtasti plötusnúður- inn í heiminum í dag og hafði ekki tíma til að spila á Airwaves en kemur hingað að spila um helgina í staðinn. Hann er með frægan útvarpsþátt á netinu á slóðinni www.beatsinspace.net. MARGEIR Stendur fyrir komu Tim Sweeney til landsins þar sem þeir munu spila í Bláa Lóninu og í karnival stemningu á Barnum. LÁRÉTT 2 ofneysla 6 í röð 8 borða 9 draup 11 í röð 12 rispa 14 lítið 16 bardagi 17 sigti 18 niður 20 tveir eins 21 ögn. LÓÐRÉTT 1 líkamshluti 3 peninga 4 tala 5 efni 7 kökugerð 10 bar að garði 13 farveg- ur 15 þráður 16 flana 19 tveir eins LAUSN RAGNAR BRAGASON: SEMUR VIÐ BRESKT ÚTGÁFUFYRIRTÆKI Bíður spenntur eftir við- brögðum Íslendinga RAGNAR BRAGASON Leikstjóri Barna bíður spenntur eftir viðbrögðum Íslend- inga. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR Nína Dögg fer með aðalhlutverkið í Börnum ásamt Gísla Erni Garðarssyni og Ólafi Darra Ólafssyni. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 ofát, 6 áb, 8 éta, 9 lak, 11 tu, 12 skora, 14 smátt, 16 at, 17 sía, 18 suð, 20 uu, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 háls, 3 fé, 4 áttatíu, 5 tau, 7 bakstur, 10 kom, 13 rás, 15 taug, 16 asa, 19 ðð. FRÉTTIR AF FÓLKI Yfirritstjóri Fróða, Mikael Torfason, og eiginkona hans María Una eign- uðust dreng aðfaranótt þriðjudags en þetta er þeirra þriðja barn. Fæðingin gekk að sögn Mikaels mjög vel og hefur drengur- inn hlotið nafnið Jóel Torfi. Fréttablaðið óskar nýbökuð- um foreldrum til hamingju með nýburann. Vinsældir Magna Ásgeirssonar halda áfram og eru nú farnar að færa sig út fyrir land- steinana. Stofnuð hefur verið sérstök aðdáenda- síða honum til heiðurs en þar geta dyggir stuðningsmenn tjáð sig um frammistöðu hans og framhaldið. Flestir virðast hall- ast að því að best væri fyrir Magna að hafna í öðru sæti en þannig kæmist hann hjá því að ferðast með þess- um „útbrenndu” rokkurum í Super- nova. Á heimasíðunni er því einnig haldið fram að Skjár einn rói nú að því öllum árum að hús- hljómsveitin í Rock Star: Supernova komi hingað til lands og spili ásamt nokkrum vel völdum þátttakendum úr þættinum en hún hefur þótt bera af í Rock Star. Og meira af frægum Íslendingum því Silvía Nótt hefur ekki bara náð að hneyksla í Eurovision- áhorfendur því fylg- ismenn hennar er að finna víða. Þannig rakst Fréttablaðið á aðdáendasíðu dívunnar sem haldið er út frá Póllandi en þar er að finna fréttir af öllu því nýjasta sem er að gerast hjá “stórstjörn- unni”. -fgg 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3 Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.