Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 12
12 25. september 2006 MÁNUDAGUR ����������������� ������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ���������� ������������������������������� ����������������������� ���������������������� ��������������������� ��������� ������������������������� ������������������������ ����������� ������ ��������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� ������������ �������������������������������������������������������������� ����� ��������������������������������� ����������������������� �������������������������������������������������������������������� ��������������� �������������������������������������������� ���������� ������������ ���������������������������������������������� �������������������������� ����������������������� ����������� ������������������������������������������� ���������������������������������������������� ������������������������� HEILBRIGÐISMÁL Nú er verið að prófa mynd- síma sem gerir heyrnarlausum kleift að tala táknmál sín á milli. Félag heyrnarlausra hefur tekið þátt í því að tveir símar þessarar gerðar hafa verið fluttir til landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþingi um samskiptatækni heyrnarlausa sem fram fór nú fyrir helgi. Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, var ein þeirra sem héldu erindi á málþinginu og fjall- aði um hlutdeild ríkisins í kostnaði vegna hjálpar- og samskiptatækja fyrir heyrnar- lausa. „Nú hefur heilbrigðisráðherra heimilað að heyrnarlausir fái styrk fyrir samskiptatækjum eins og tölvu, farsíma, faxtæki eða myndsíma að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Þá hafa Síminn og Félag heyrnarlausra skrifað undir samstarfssamning um heildar- fjarskiptaþjónustu. Síminn mun setja upp myndsíma hjá Félagi heyrnarlausra og er kennsla og aðstoð við búnaðinn innifalin í samningunum. Jón Kristinn Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra, segir mun fljótlegra og þægilegra fyrir heyrnarlausa að nota myndsíma en skrifuð skilaboð, sem taki umtalvert lengri tíma. - hs Málþing um samskiptatækni heyrnarlausra: Myndsímar fyrir heyrnarlausa prófaðir SAMNINGUR UM FJARSKIPTAÞJÓNUSTU Kristján Hafsteinsson, viðskiptastjóri Símans, Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Jón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. VEGAVINNA VIÐ SUÐURLANDSVEG Samkvæmt nýjum lögum um atvinnuleysistrygg- ingar eiga þeir sem sinna atvinnuleysisskráningum að aðstoða atvinnulausa við að finna nýtt starf. ATVINNULEYSI Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upp- hæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbót- um styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðing- ur hjá ASÍ, segir að með nýju lög- unum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. „Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krón- ur á mánuði og eftir þriggja mán- aða atvinnuleysi fá allir sömu upp- hæð, 111.015 krónur.“ Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstakling- ur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. „Sá sem skráð- ur er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfs- leitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skrán- ingar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni.“ Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnu- leysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. „Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hug- myndum sem upp hafa komið.“ Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnu- lausa. „Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjól- stæðingar okkar hafa verið ánægð- ir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni.“ Signý segir lögin um vinnu- markaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. „Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á net- inu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunn- áttu.“ hugrun@frettabladid.is Atvinnulausir verði virkir Ný lög um atvinnuleysistryggingar gera ráð fyrir tekjutengdum atvinnuleysisbótum fyrstu þrjá mán- uði atvinnuleysis. Þeir sem skrá atvinnulausa skulu einnig aðstoða atvinnulausa við atvinnuleit. SJÚRKAFLUG Bæjarstjórn Ísafjarðar fagnar þeirri ákvörðun Sivjar Frið- leifsdóttur heilbrigðisráðherra að sjúkraflugvél verði á Ísafirði í vetur. Að undanförnu hefur verið í umræðunni að færa heimahöfn sjúkraflugs fyrir Vestfirði til Akureyrar, en flutningum hefur verið frestað vegna erfiðra aðstæðna í aðflugi til Ísafjarðar á veturna. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að flugvélin verið á Ísafirði. - hs Ákvörðun heilbrigðisráðherra: Sjúkraflugvél á Ísafirði í vetur KJARAMÁL Vísitala launa hækkar Launavísitala hefur hækkað um 10,6 prósent á tólf mánaða tímabili, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Vísitalan var 268,9 stig í ágústmánuði 2005, en mældist í síðasta mánuði 297,4 stig. UMHVERFISMÁL Ómar Ragnarsson sjónvarps- fréttamaður segist hafa þurft að stunda „svaka- lega sjálfsritskoðun“ og leggja sig svo mikið fram við það upp á síðkastið vegna þrýstings utan frá að hann geti ekki staðið í því lengur. Þess vegna hafi hann hætt að fjalla um umhverfismál í sjónvarps- fréttum. „Ég hef fengið það alveg skýrt að ég hef staðið fullkomlega að verki fyrir Fréttastofuna og Sjón- varpið,“ segir Ómar. „Ég er bara undir svo mikilli smásjá almenn- ings og þeirra sem hafa áhrif að það er miklu hreinna að gera þetta svona.“ Ómar segir að það sé að sjálfsögðu alltaf hætta á því að fréttamenn myndi sér skoðun á grundvelli þess að þeir þekki málin vel eftir að hafa sökkt sér ofan í þau. Þeir verði því að gæta þess eins og sjáald- urs auga síns að það komi hvergi fram. „Ég treysti mér ekki til þess lengur.“ Ómar kveðst hafa fengið gríðar- leg viðbrögð við frumkvæði sínu, margir hafi talað við sig og sumir stjórnmálamenn. „Ég set þetta fram, nú vil ég leggja baráttunni lið með því að ræða við þá sem eru í stjórnmálum um það hvernig þessum sjónarmiðum er best komið í kosningabaráttu. Ég er bara að byrja.“ - ghs Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður: Stundaði svakalega sjálfsritskoðun ÓMAR RAGNARSSON Skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikuleg- ar því þær séu fastur punktur í tilverunni. SIGNÝ JÓHANNSDÓTTIR FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGSINS VÖKU INGVAR SVERRISSON SIGNÝ JÓHANNSDÓTTIR UPPHAF RAMADAN-MÁNAÐAR Eldri Palestínumaður krýpur við upphaf föstumánaðar múslima, en í honum er múslimum meinað að borða, drekka, reykja og stunda kynlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.