Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.09.2006, Qupperneq 62
 25. september 2006 MÁNUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 550 5000. ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� ������������� Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, Magnús Magnússon pípulagningameistari, Hallanda, Árnessýslu, sem lést af slysförum laugardaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. september kl. 13.00. Sigríður Harðardóttir Magnús St. Magnússon Ingunn Jónsdóttir Sigurjón Magnússon Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir Ólafur Björn Magnússon Jónatan Mikael og Benjamín Magnús Guðrún E. Guðmundsdóttir Magnús St. Magnússon Margrét Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Einar Gylfason Guðmundur Magnússon Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Bandaríski rithöfundurinn William Faulkner fæddist á þessum degi árið 1987 í Mississippiríki í Banda- ríkjunum. Móðir hans var afar bókhneigð og hélt bókum að William og bræðrum hans þremur, en faðir hans var fjármálastjóri við Mississippi-háskóla. Faulkner þótti góður nemandi en missti áhugann á námi og hætti í menntaskóla. Hann sýslaði við hin og þessi störf og orti ljóð. Árið 1918 yfirgaf Faulkner Mississippi og skráði hann sig í herinn en fyrri heimsstyrj- öld lauk áður en þjálfun hans var lokið og hann sneri aftur á heimaslóðirnar. Nágranni hans stóð straum af útgáfu- kostnaði fyrstu ljóðabókar Faulkners, sem kom út árið 1924. Fyrsta skáldsaga hans leit dagsins ljós tveimur árum síðar. Árið 1929 kvæntist hann kærustu sinni úr menntaskóla, en hún hafði gifst- og skilið - við annan mann í millitíðinni og átt með honum tvö börn. Næstu ár gaf hann út nokkrar skáldsögur, þar á meðal Ljós í ágúst og Absolom Absolom, þar sem hann fetaði ótroðnar slóðir á sviði skáldsagnagerðar. Það dugði hins vegar ekki til að framfleyta fjölskyldunni, svo hann seldi smásögur til dagblaða og tíma- rita og kvikmyndahandrit til Hollywood, þar á meðal handritið að myndinni Svefninn langi með Humprey Bogart í aðalhlutverki. Árið 1946 fór vegur hans vaxandi þegar hann gaf út smásagnasafnið Portable Faulkner og þremur árum síðar hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels. Sagan segir að John Steinbeck hafi leitað ráða hjá Faulkner þegar hann hlaut sjálfur Nóbels- verðlaunin árið 1962. Faulkner sagðist engin ráð geta gefið, hann hefði verið of drukkinn við verðlaunaaf- hendinguna til að muna nokkuð eftir henni. Faulkner lést úr hjartaslagi sama ár, 65 ára gamall. ÞETTA GERÐIST: 25. SEPTEMBER 1897 William Faulkner kemur í heiminn WILLIAM FAULKNER Örn Árnason leikari man vel eftir fyrsta starfinu sínu. „Þegar ég var lít- ill var ég oft sendur niður í Kaup- félagið í Hrísey að mjólka beljuna,“ segir Örn. „Beljan var sem sagt vél- dæla sem seldi mjólk,“ útskýrir hann. „Mjólkin var flutt frá Akureyri til Hríseyjar í stórum brúsum. Brúsun- um var hent inn í kælinn og svo lá rör upp úr þeim og fram í búðina. Maður stillti sínum eigin brúsa undir stútinn, merkti við þrjá lítra og fékk þá í brús- ann,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi þegið borgun fyrir þessa iðju sína segir Örn launin hafa verið mat. „Mér var haldið á lífi í staðinn,“ segir hann og hlær. „Fyrsta starfið sem ég fékk laun fyrir var hins vegar á sjó með pabba. Maður lagði aflann inn í Kaup- félagið og fékk innleggsnótu í stað- inn. Í lok sumars leysti maður svo inn- eignina út,“ segir Örn. „Ég var korn- ungur þegar þetta var, svo tóku nú önnur áhugamál en sjómennska við, en þau fékk ég ekkert borgað fyrir,“ segir hann og hlær. - sun FYRSTA STARFIÐ: ÖRN ÁRNASON LEIKARI Mjólkaði vélbelju í Hrísey ÖRN ÁRNASON LEIKARI Var haldið á lífi að launum fyrir fyrsta starf sitt. AFMÆLI Sigurður Guð- mundsson land- læknir er 58 ára. Bera Nordal listfræðingur er 52 ára. Markús Sigur- björnsson hæsta- réttardómari er 52 ára. Arnar Páll Hauksson frétta- maður er 52 ára. Dofri Hermanns- son varaborgar- fulltrúi er 37 ára. HAUKUR F. HANNESSON: FORMAÐUR EVRÓPSKA SUZUKI-SAMBANDSINS Aðferð sem má heimfæra á allar námsgreinar „Jújú, þessi fylgja heilmikil völd,“ segir Haukur F. Hannesson og hlær en hann var kjörinn formaður evrópska Suzuki- sambandsins á dögunum. „Þetta eru regnhlífarsamtök þeirra landssamtaka í Evrópu sem leggja stund á Suzuki-tón- listarkennslu. Svo sit ég líka í stjórn Alþjóða Suzuki-sambandsins og verð reyndar formaður þeirra á næsta ári, því sá háttur er á að stjórnarfélagar skiptast á setu í formannsstól.“ Suzuki-tónlistarkennsla byggir á heimspeki japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki og þeirri hugmynd að börn geti lært tónlist á svipaðan hátt og móðurmálið. „Fyrir hálfri öld var sú skoðun algeng að sumir gætu einfald- lega ekki lært tónlist en Suzuki taldi að með því að búa börnum hvetjandi umhverfi væri hægt að þroska tónlist- arhæfileika þeirra betur en ella. Einkenni aðferðar hans er að börnin byrja mjög ung að læra, jafnvel niður í fjögurra ára. Til að byrja með er mesta áherslan lögð á að hlusta og nótur eru ekki kynntar til sögunnar fyrr en seinna meir. Bæði er kennt í einkatímum og hóptímum og foreldrarnir taka virkan þátt í kennslunni og fara meira að segja á námskeið og læra aðeins á hljóðfæri barnanna. Þessa heimspeki má í raun heimfæra á allar námsgreinar en hefur aðallega verið notuð í tónlist.“ Haukur var einn af brautryðjendum tónlistarkennslu að hætti Suzukis hér á Íslandi á 9. áratugnum og tók meðal annars þátt í að stofna Suzuki-tónlistar- skólann árið 1988. „Þróunin á Íslandi hefur verið mjög góð og vegur þessar- ar aðferðar fer vaxandi. Samanborið við önnur Evrópulönd eru flestir menntaðir Suzuki-kennararar á hverja tíu þúsund íbúa á Íslandi.“ Haukur hefur búið í Svíþjóð undanfarin tólf ár og er aðstoðarskólameistari í tónlistar- skóla þar í landi.“ HAUKUR F. HANNESSON Tók þátt í stofnun Suzuki-skólans á Íslandi árið 1988. KENNSLUSTUND Börn byrja yfirleitt mjög ung í Suzuki-tónlistarkennslu og er aðaláherslan lögð á að hlusta frekar en að lesa nótur. DIMITRI SHOSTAKOVICH FÆDDIST FYRIR RÉTTRI ÖLD „Skapandi listamaður vinnur að næsta verki sínu vegna þess að hann var ekki fyllilega sáttur við það síðasta.“ Shostakovich er eitt merkasta tónskáld Rússa fyrr og síðar. MERKISATBURÐIR 1950 Sameinuðu þjóðirnar taka völdin í borginni Seúl í Suður-Kóreu. 1957 Yfir þúsund hermenn fylgja níu svörtum nemendum inn í skóla í Little Rock en nokkrum dögum fyrr hafði æstur múgur meinað þeim inngöngu í skólann. 1958 Fyrsti breski togarinn er tekinn innan nýju tólf mílna landhelginnar. 1975 Lagarfossvirkjun er vígð. 1983 Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra andast, 72 ára. 2000 Vala Flosadóttir, 22 ára, vinnur bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Sydney með því að stökkva 4,50 metra í stangarstökki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.