Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 8
8 25. september 2006 MÁNUDAGUR BORGARMÁL Páll Ólafsson, formaður Stéttar- félags íslenskra félagsráðgjafa, segir synd að gengið hafi verið framhjá hæfari félagsráð- gjöfum þegar Stella K. Víðisdóttir var ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs. „Ég óttast einnig að með því að ráða viðskiptafræðing í þetta starf eigi að fara að færa áherslu þessa viðkvæma málaflokks yfir á fjármálin.“ Páll segir mikla óánægju meðal félagsráð- gjafa, sérstaklega þar sem einstaklingar með doktorspróf í faginu hafi sótt um stöðuna. „Félagsráðgjafar vinna í viðkvæmum mála- flokkum og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa yfirmenn sem sýna hugmyndafræði okkar skilning.“ Þess má geta að um 60 félagsráðgjafar vinna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og forveri Stellu, Lára Björnsdóttir, var félags- ráðgjafi að mennt. „Stéttarfélag félagsráð- gjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skorað verður á yfirmann í vel- ferðarmálum að endurskoða ráðninguna. Þá mun stéttarfélagið aðstoða okkar félagsmenn sem ekki fengu ráðningu við að leita réttar sins.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, segir nýráðnum sviðsstjóra ekki mikinn greiða gerðan með því að keyra ráðninguna í gegn án samanburðar á hæfni og reynslu. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar- innar og Vinstri grænna fóru fram á sundur- liðaðan samanburð á þeim fimm umsækjend- um sem voru metnir hæfastir en meirihlutinn varð ekki við þeirri beiðni. Dagur segir hið opinbera þurfa að hafa sig allt við í samkeppni um hæft fólk og óttast að þessi málsmeðferð verði til þess að fæla hæft fólk frá því að sækja um stöður hjá borginni í framtíðinni. Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir faghóp hafa farið yfir alla umsækjend- ur og tekið viðtöl. „Það var samdóma álit fag- hópsins að Stella væri hæfust í starfið og mér finnst að minnihlutinn ætti að fagna því að hæft fólk sé ráðið til starfa í stað þess að slá pólitískar keilur. Það hefði ekki verið faglegt ef borgarráð hefði farið gegn þeirri niður- stöðu sem faghópurinn komst að.“ Gísli Marteinn segir hvorki félagsráðgjafa né aðra þurfa að óttast að faglegt starf vel- ferðarsviðs fari halloka með ráðningu nýs sviðstjóra. hugrun@frettabladid.is Stéttarfélag félags- ráðgjafa mun senda borgarstjóra og borgarráði bréf þar sem skor- að verður á yfirmann í vel- ferðarmálum að endurskoða ráðninguna.“ PÁLL ÓLAFSSON FORMAÐUR STÉTTARFÉLAGS FÉLAGSRÁÐGJAFA Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar 28. september kl. 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 UMHVERFISMÁL Viðar Már Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri hjá Reykjanesbæ, er sammála því að alls konar mengun og eiturefni geti legið í jörðu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Mönnum var ekkert heilagt hér áður fyrr og sum efni lifa lengi í jarðvegi án þess að fyrnast eða eyðast.“ Viðar Már er sammála því að það geti kostað hundruð milljóna eða hugsanlega milljarða að hreinsa mengað svæði. „Það þarf að rannsaka allt svæðið og fá óháð mat frá hæfum aðilum því að menn vita ekki lengur hvað þarna er. Vitneskjan er byggð á munnmælum og skýrslum.“ - ghs Reykjanesbær: Rannsaka þarf varnarsvæðið MEÐ BÆJARSTJÓRANUM Viðar Már Aðal- steinsson og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. 1 Hvað heitir föstumánuður múslima sem hófst á dögunum? 2 Hver er formaður þingflokks Samfylkingarinnar? 3 Hver er kynþokkafyllsti millj- arðamæringur í heimi að mati Financial Times? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 38 LÖGREGLAN Lögreglan í Hafnar- firði ætlar að kynna foreldrum ástand mála í þeirra hverfi í bænum í vetur með því að senda reglulega tölvubréf. Þetta verður gert í gegnum skólana og verður til dæmis farið yfir hópamyndanir unglinga og eignaspjöll í bréfunum ef slíkt er fyrir hendi í viðkomandi hverfi. Um tilraunaverkefni er að ræða og er markmiðið að koma í veg fyrir að börn og unglingar leiðist af réttri braut. Foreldrar eru hvattir til að senda lögreglunni athugasemdir, tillögur eða ábendingar. - ghs Lögreglan í Hafnarfirði: Upplýsir um ástand hverfa Vélarvana bátur Björgunarskip Landsbjargar var kallað út í gærmorgun vegna vélarvana báts tíu sjómílur vestan við Skagaströnd. Í bátnum voru þrír menn og sakaði þá ekki. Bilaður gír reyndist orsökin. LÖGREGLUFRÉTT EFNAHAGSMÁL Byggingarvísitalan mælist nú 352,3 stig og hefur hækkað um 0,9 stig, eða 0,26 pró- sent, frá því í síðasta mánuði. Byggingarvísitalan hefur hækk- að meira en vísitala neysluverðs síðustu tólf mánuði. Munurinn nemur 3,8 prósentum. Byggingarvísitalan hefur rokið upp, sem þýðir að verð- bólga hefur verið meiri í bygg- ingarkostnaði en almennt í neysluverðinu. Byggingarvísi- talan hefur hækkað um 11,4 pró- sent síðustu tólf mánuði meðan verðbólgan var aðeins 7,6 pró- sent við mælingu nú í septemb- er. Guðrún Ragnheiður Jónsdótt- ir, sérfræðingur á vísitöludeild Hagstofunnar, segir að kostnað- ur við að byggja vísitöluhúsið, sem er vel skilgreint fjölbýlis- hús á höfuðborgarsvæðinu, hafi hækkað mikið síðustu tólf mán- uði, ekki síst vegna hárra launa- samninga innan byggingariðnað- arins. Það sé kannski afleiðing af því þensluástandi sem hafi ríkt. „Vinnuliðirnir hafa hækkað mjög mikið og þá aðallega vegna launasamninga en efniskostnað- urinn hefur hækkað líka. Þegar gengið féll í vor komu fram tölu- verðar hækkanir líka,“ segir hún. - ghs Kostnaður við nýbyggingar hækkar meira en verð á neysluvörum: Launahækkanir segja til sín STJÓRNMÁL Framboðslisti Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi verður valinn með póstkosn- ingu. Þetta var samþykkt á fundi kjördæmissambands flokksins á laugardag. Stjórn kjördæmissam- bandsins lagði til að farin yrði önnur leið en sú tillaga var felld. Tveir hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti listans. Þeir eru Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. Kristinn hafði mælt með að listinn yrði valinn með póstkosningu, en þar kjósa allir framsóknarmenn í kjördæminu um öll sæti listans í einni kosningu. - sþs Listi Framsóknar í NV-kjördæmi: Valinn með póstkosningu KRISTINN H. GUNNARSSON Auk Kristins gefur Magnús Stefánsson kost á sér í efsta sæti listans í Norðvesturkjördæmi. Segja hæfari umsækjendur hafa verið sniðgengna Félagsráðgjafar eru ósáttir við ráðningu sviðsstjóra velferðarsviðs. Fimm félagsráðgjafar sóttu um stöðuna, þar af tveir með doktorspróf í faginu. Stella Víðisdóttir viðskiptafræðingur var ráðin í stöðuna. VELFERÐARSVIÐ REYKJAVÍKUR- BORGAR Félagsráðgjafar eru afar ósáttir við ráðningu nýs sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og segja að gengið hafi verið framhjá hæfari umsækendum. BYGGINGARVÍSITALA OG NEYSLUVERÐ Á ÁRINU J F M A M J J Á S 12% 11% 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% Tölurnar miðast við þróun á 12 mánaða tímabili. Heimild: Hagstofa Íslands 7,6% 8,6% 4,4% 3,8% 11,4% 11,8% 7,1% ■ Byggingarvísitala ■ Vísitala neysluverðs Ólöglegir innflytjendur Tveir afrískir innflytjendur létust en 21 var bjargað er bát hvolfdi nálægt Sikiley í gær. Báturinn stefndi að ítölsku eyjunni Lampedusa, en hún er nær Afríku en meginlandi Ítalíu. Nær daglega eru gerðar tilraunir til að smygla fólki frá Afríku til eyjunnar. ÍTALÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.