Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 65
[TÓNLIST] UMFJÖLLUN Crazy Itch Radio er fjórða plata Basement Jaxx. Sveitin, sem er skipuð þeim Simon Ratcliffe og Felix Buxton var stofnuð í Lond- on árið 1994 og er ein af stóru danstónlistarsveitunum sem voru áberandi í bresku tónlistarlífi á seinni hluta 10. áratugarins. Flest- ar þessara sveita eru hættar í dag (Leftfield, Orbital, The Future Sound of London...) eða komnar út í tómt rugl (Prodigy). Basem- ent Jaxx er hins vegar enn í fullu fjöri. Síðasta Basement Jaxx plat- an Kish Kash sem kom út fyrir þremur árum olli nokkrum von- brigðum eftir hinar frábæru Remedy (1999) og Rooty (2001). Það fyrsta sem hægt er að segja um Crazy Itch Radio er að hún er mjög ólík fyrri plötunum. Hún er byggð upp í kringum útvarpsþema með stuttum kynn- ingarstefjum hér og þar eins og maður heyrir á öllum útvarps- stöðvum. Crazy Itch Radio er ekki jafn hreinræktuð danstónlistar- plata og fyrri plöturnar. Þeir Simon og Felix leika sér hér með alls konar stílbrögð og tónlistar- stefnur. Fönk, soul og house eru áberandi, en dub, austur-evrópsk þjóðlagatónlist, lúðrasveitartón- list og indversk tónlist eru á meðal þess sem gefur einstökum lögum lit. Það er greinilegt að Simon og Felix eru ekkert að verða uppiskroppa með hugmynd- ir. Sköpunargleðin er enn til stað- ar. Eins og áður hafa þeir líka fengið til liðs við sig úrvals söng- krafta, þ.á.m. bresku soul-söng- konuna Lindu Lewis og Vulu Mal- inga sem söng Oh My Gosh með þeim auk þess sem nýstirnið Lily Allen syngur bakraddir í einu lagi. Það er margt skemmtilegt á Crazy Itch Radio, en mér finnst sums staðar vanta aðeins upp á kraftinn. Þó að platan nái ekki sömu hæðum og fyrrnefnd meist- arverk sveitarinnar þá er hún töluvert betri en Kish Kash og sýnir að Basement Jaxx á fullt eftir enn. Trausti Júlíusson Sköpunargleðin enn til staðar BASEMENT JAXX CRAZY ITCH RADIO Niðurstaða: Crazy Itch Radio er ólík fyrri plöt- um Basement Jaxx. Ágæt plata sem sýnir að þeir Simon Ratcliffe og Felix Buxton eru ekkert að verða uppiskroppa með hugmyndir. Plata með lögum rokksveitarinnar Nirvana í vögguvísuútgáfum er komin út. Platan nefnist Rockabye Baby! Lullaby Renditions of Nir- vana og hefur m.a. að geyma lögin Smells Like Teen Spirit, Lithium, About a Girl og Come As You Are. Ekki er langt síðan tilkynnt var um útgáfu svipaðrar plötu frá sama fyrirtæki, babyrockrecords. com, með lögum Bjarkar Guð- mundsdóttur. Vögguvísur Nirvana NIRVANA Plata með lögum Nirvana í vögguvísuformi er komin út. Fyrirsætur eru ekki sáttar við stjórnvöld tískuvikunnar á Spáni vegna krafanna sem þeir settu varðandi holdafar þeirra. Fimm fyrirsætur fengu ekki að spreyta sig á tískupöllunum þetta ári vegna þess að þær voru of léttar. „Í okkar starfi eru gerðar þær kröfur að vera hár og grannur. Við fáum ekki vinnu ef við erum ekki grannar og í góðu formi,“ segir spænskt súper- módel í viðtali við sænsku sjón- varpsstöð Aftonblaðsins. Hún bætir einnig við að átröskunar- sjúkdómar séu ekki endilega tengd við þeirra stétt heldur eru það geð- sjúkdómar sem fyrirfinnast hvar sem er í heiminum og leiðinlegt hvað fólk virðist alltaf tengja það við fyrirsætustörfin. Fyrirsætur vona að ekki fleiri fari að fordæmi Spánverja svo ekki sé hætta á að stúlkur missi vinnu sína. Ekki sáttar FYRIRSÆTUR Ekki sáttar við þyngdar- kröfur stjórnvalda á Spáni og segja að bransinn krefjist þess að þær séu langar og mjóar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Breski spaugarinn Steve Coogan fer með aðalhlutverkið í The Alibi sem er frumsýnd um helgina. Hann leikur mann sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem stendur í framhjáhaldi við að halda stússinu leyndu fyrir makanum með til- heyrandi afsökunum og fjarvistar- sönnunum. Hann hefur náð góðum árangri í starfi enda spinnur hann lyga- vefi af mikilli list fyrir skjólstæð- inga sína. Hann kemst þó heldur betur í krappann þegar viðhald deyr í höndum eins viðskiptavin- arins og hann þarf að framleiða fjarvistarsönnun í sakamáli. Rebecca Romijn, úr X-Men myndunum, leikur aðstoðarkonu Coogans en þau eru stutt hópi traustra aukaleikara á borð við Sam Elliott, James Brolin, Selma Blair og Deborah Kara Unger. Aðstoð við framhjáhald REBECCA ROMIJN OG STEVE COOGAN MÁNUDAGUR 25. september 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.