Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 4

Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 4
4 25. september 2006 MÁNUDAGUR VÍMUEFNI „Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur,“ segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspít- alann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðar- tíma. „Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum.“ Sonur Fanneyj- ar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokk- ur skipti leitað sér hjálpar á meðferð- arstofnunum. Eftir að hafa hald- ið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. „Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sér- fræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfé- lagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fall- ið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu.“ Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- ráðherra vegna málsins. magnush@frettabladid.is Það er fullkom- lega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða vikum og mánuðum saman... FANNEY EDDA PÉTURSDÓTTIR MÓÐIR SPRAUTUFÍKILS GENGIÐ 22.9.2006 Skjá dagar í september! Ótrúlegt v erð! frá19.900- tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 124,9934 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 70,76 71,1 134,66 135,32 90,66 91,16 12,149 12,221 10,876 10,94 9,779 9,837 0,6074 0,611 105,19 105,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns Fanney Edda Pétursdóttir, móðir ungs sprautufíkils, segir stjórnvöld skorta vilja til þess að taka á fíkniefna- vandanum. Sérfræðingar í vímuefnamálum hafa kvartað undan skilningsleysi í áratugi. FANNEY EDDA Á HEIMILI SÍNU Frá þrettán ára aldri hefur sonur Fan- neyjar glímt við fíkniefnavanda. Stutt er síðan hann hóf að neyta fíkniefna að nýju eftir að hafa verið vímuefnalaus í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SPÁNN, AP Þrír grímuklæddir menn sem sögðust vera tals- menn ETA-aðskilnaðarsamtak- anna stigu á svið á samkomu um sjálfstæði Baskalands um helgina. Lesin var tilkynning um að ETA legði ekki niður vopn fyrr en Baskaland fengi sjálf- stæði frá Spáni. Að loknum lestrinum skutu mennirnir úr vélbyssum í loftið. Fyrir nákvæmlega sex mánuðum síðan tilkynnti ETA um „varanlegt vopnahlé“ sitt og áhuga á friðarviðræðum. Þá hafði bein krafa um sjálfstæði héraðsins vikið fyrir „lýðræðis- legri lausn“. Síðan hafa nokkrir ETA-menn verið handteknir og lítið þokast í samningaviðræð- um. - kóþ Bakslag í friðarviðræður: Aðskilnaðar krafist að nýju ETA-LIÐAR Lásu upp tilkynningu á útifundi í þorpinu Atitxulegi, nálægt San Sebastian í norðvesturhluta Spánar. LÖGREGLUMÁL Kona á fertugaldri var handtekin á laugardag eftir að hún reyndi að smygla fíkniefnum til manns síns sem vistaður er á Litla-Hrauni. Lögreglan í Árnes- sýslu segir hana hafa verið með amfetamín og um 130 töflur af róandi lyfjum. Hún er einnig grunuð um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Lögreglan segir málið hafa komið upp við venjubundið eftir- lit. Farið var með konuna í röntgen- myndatöku eftir að grunsemdir vöknuðu en við þá athugun fund- ust efnin. Konunni var sleppt eftir yfirheyrslur. Lögreglan segir að enn sé of snemmt að segja til um hvort talið sé að hún hafi áður smyglað inn efnum en málið sé í rannsókn. Erlendur Baldursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir að lagt hafi verið hald á óvenjumikið af fíkniefnum á þessu ári. Bæði hafi þau fundist við leit á aðstandendum og meðal fanganna sjálfra. Ekki sé enn hægt að segja til um hvort ástæð- an fyrir því magni sem lagt hefur verið hald á í sumar sé aukið eftir- lit eða aukin fíkniefnaneysla meðal fanga. Talið sé að efnin komi að mestu frá vandamönnum fanganna. Um mánuður er liðinn frá því að upp komst um ungan fangavörð sem hafði smyglað umtalsverðu magni af fíkniefnum inn á Litla-Hraun meðan hann starfaði sem sumarafleysinga- maður. - kdk Reyndi að smygla amfetamíni og róandi lyfjum inn á Litla-Hraun: Kona tekin með fíkniefni LITLA-HRAUN Óvenjumikið hefur fundist af fíkniefnum á þessu ári innan fangelsisins. Sjö voru teknir ölvaðir aðfaranótt sunnudags í Reykjavík. Upp komst um einn þegar hann ók á steypustólpa. Lögreglan segir að þó að ökumaður hafi verið á smábíl hafi höggið verið svo mikið að stólpinn, sem er um 200 kíló, hreyfðist mikið til. Ökumann sakaði ekki en bíllinn er talinn ónýtur. LÖGREGLUFRÉTT Slapp með skrekkinn SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði í Svalbarðsstrandarhreppi og Þingeyjarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fornleifanefnd ríkisins segir að rannsóknir á fornleifum á svæðinu séu nauðsynlegar áður en framkvæmdir hefjist. Skipu- lagsstofnun telur að áhrif á menningarminjar verði ekki veruleg ef farið verði að tillögum Fornleifaverndarinnar. Með göngunum styttist hringvegurinn um sextán kílómetra. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra. - kdk Jarðgöng undir Vaðlaheiði: Jarðgöng óháð umhverfismati

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.