Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 14
14 25. september 2006 MÁNUDAGUR �������������� ������������������ ���������������������������� �������� �������������������� ����������������������� ����� ������ ���� ��� ����� ������ ������������ ��� ����� ������ ������� ��� BESSASTAÐIR Loftslagsstofnunin í Washington, Climate Institute, veitti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, verðlaunin Global Environmental Leadership Award á ársþingi stofnunarinnar. Verðlaunin hlaut Ólafur fyrir að sýna forystu á alþjóðavett- vangi í baráttunni gegn loftslags- breytingum og fyrir framlag íslensku þjóðarinnar við þróun og nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa. Ólafur flutti erindi á ársþing- inu þar sem hann fjallaði meðal annars um árangur Íslands í nýt- ingu endurnýjanlegra orkugjafa og vilja íslenskra stjórnvalda, fyrirtækja, stofnana og einstakl- inga til að miðla þeirri þekkingu til annarra þjóða. Í umfjöllun bandaríska dag- blaðsins Herald Tribune um árs- þingið segir að íslenski forstinn bjóði fram hið agnarsmáa land sitt sem rannsóknarlíkan fyrir heiminn meðan hann vinnur sig gegnum þær hættur sem fylgi hitnun jarðar. Haft er eftir Ólafi að hvergi í heiminum sé hægt að sjá merki loftslagsbreytinga jafn skýrt og í norðrinu. Ísland sé nú þegar að sjá skýr merki loftslags- breytinga en búi jafnframt yfir góðum ónýttum orkuauðlindum. - sdg Ársþing Loftslagsstofnunarinnar í Washington í Bandaríkjunum: Forseta Íslands veitt verðlaun ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Segir vísindamönnum bera skylda til að koma sinni vitneskju um þessi málefni á fram- færi við almenning og stjórnvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FJÖLMIÐLUN Nýtt tímarit, Tímaritið H, er að hefja göngu sína og kemur fyrsta tölublaðið út í nóvember. Ritstjóri er Steingerður Steinarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fróða, og hefur hún þegar tekið til starfa. Tímaritið H verður ókeypis lífsstílsblað fyrir karla og konur. Steingerður segir að fjallað verði um lífsstíl frá öllum hliðum og allt sem þyki áhugavert. Í blaðinu verði viðtöl, greinar og umfjöllun um allt milli himins og jarðar, líka vöru og þjónustu. Á blaðinu verði tvær forsíður og engin baksíða. „Við erum tilbúin að fjalla um nánast allt sem gerir lífið skemmtilegt,“ segir hún. Boðið verður upp á svokallaða frískrift. „Við stefnum að því að þetta blað verði frítt og ætlum að láta auglýsingakostnað borga útgáfuna en gefum jafnframt fólki kost á að skrá sig og fá það sent og borga þá eingöngu póstburðargjald- ið,“ segir Steingerður. Fyrsta tölublaðið verður 100 síður að stærð og verður upplagið 25 þúsund eintök til að byrja með. Útgáfufélagið Ásberg stendur að blaðinu en það eiga þau Stefán Þórisson, fyrrverandi hóteleigandi, og kona hans, Eva Auðunsdóttir snyrtifræðingur. Auður Auðunsdóttir er framkvæmdastjóri. - ghs STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR Fyrrverandi blaðamaður hjá Fróða verður ritstjóri tímaritsins H. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Frítímaritið H kemur út í fyrsta sinn í nóvember: Lífsstíll fyrir karla og konur STJÓRNMÁL Auður Lilja Erlings- dóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi samtakanna fyrr í mánuðinum. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræð- ingur og er að ljúka meistara- námi í opinberri stjórnsýslu. Meðal þess sem landsfundur ályktaði um var launaleynd sem ung vinstri græn vilja afnema, þau fagna lögum um reykingabann, vilja að skólabörn- um verði heldur kynnt trúarbrögð án hlutdrægni og ítreka kröfu sína um aðskilnað ríkis og kirkju. - bþs Ung vinstri græn: Auður Lilja kjörin formaður AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR GENF Manfred Novak, sérfræðing- ur Sameinuðu þjóðanna á sviði ómannúðlegrar meðferðar fanga, segir að pyntingar á föngum hafi versnað til muna í Írak, eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum. Áður hafi ákveðin regla verið á hlutunum en nú vaði uppi öryggissveitir, herskáar einka- hersveitir og ýmsir hatursmenn hernámsins. Novak segir ástandið í Írak „farið gjörsamlega úr böndunum“. Mannréttindanefnd SÞ í Írak skýrði nýlega frá því í skýrslu að ekki væri óalgengt að finna merki ógeðfelldra misþyrminga á líkum í líkhúsinu í Bagdad. - kóþ Pyntingar í Írak: Verri eftir brott- hvarf Saddams RAFAEL NADAL EINBEITTUR Á SVIP Spænski tennisleikarinn atti kappi við hinn ítalska Filippo Volandri í Santand- er á Norður-Spáni í gær og f fór með sigur af hólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.