Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 25.09.2006, Síða 66
 25. september 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Örfá sæti laus Fimmtudagur 12. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14. október kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudagur 15. október kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 20. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 21. október kl. 20 Laus sæti Kl. 12.30 Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson fjallar um listferil sinn í fyrirlestri á vegum Opna lista- háskólans í Laugarnesi. Ragnar útskrifaðist úr málaradeild LHÍ vorið 2001 og nam einnig í eina önn við Konunglegu Listakademíuna í Stokkhólmi. Verk hans „Stúku Hitlers“ má nú sjá í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þriðja latíndjass- plata Tómasar R. Einarssonar er komin út og ber titil- inn ROMM TOMM TOMM. Fjórtán íslenskir og kúb- anskir tónlistarmenn leika á diskinum en hann var tekinn upp beggja megin Atlantsálanna. Tómas hefur starfað sem kontrabassaleikari og djasstónskáld um árabil og hefur áður gefið út lat- índjassplöturnar Kúb- anska árið 2002 og Hav- ana árið 2003. Þetta er raunar fjórtánda platan sem geymir tónsmíðar Tómasar en verk hans mælast orðið í kassavís. „Þetta verkefni er búið að vera nokkuð lengi í bígerð, það mætti segja að ég hafi haft þetta að aðalstarfi hátt í ár,“ útskýrir Tómas en hann semur og útsetur alla tón- listina auk þess sem hann ferðaðist tvisvar til Kúbu í vor til þess að taka upp efni. „Á fyrstu plötunni spiluðu bara Íslendingar en árið eftir fór ég til Havana og tók upp með kúbönsk- um tónlistarmönnum. Svo tók ég mér gott frí og hugsaði í tvö ár hvernig mér tækist að ljúka þess- ari þrennu og flétta þetta allt saman,“ segir Tómas. Það er ekki hlaupið að því að flytja stórsveitir milli landanna og því varð úr að tónskáldið fór tvær ferðir á vor- dögum, þá fyrri í fylgd básúnuleik- arans Samúels Jóns Samúelssonar, og tók upp efni með heimamönn- um. „Við tókum síðan upp með latín- bandi hér heima og í síðari ferðinni til Kúbu fékk ég Kúbanina til að spila ofan í Íslendingana,“ útskýrir hann og bætir við að sami háttur hafi verið hafður á með fyrstu upp- tökurnar frá Kúbu sem Íslending- arnir hafi spilað inn á. „Svo er ég með sérstakan gest á plötunni, Gísla Galdur Þorgeirsson, sem ég fékk til að snúa plötum ofan í Kúbanina. Þannig binst þetta allt saman og mér finnst hafa vel tekist til að búa til eina heild og flétta saman þennan íslenska og kúbanska anda.“ Tómas tileiknar sýslung- um sínum í Dölunum fyrsta lag plötunnar. „Lagið Jörfa- gleði heitir eftir einni þekkt- ustu og villtustu samkomu Íslandssögunnar sem fór fram á Jörfa í Haukadal en yfirvöld bönnuðu hana á 18. öld. Ég er viss um að það hefur verið óskaplega gaman á hinni upprunalegu Jörfa- gleði - mikið dansað og sung- ið og hoppað og híað út um allar grundir. Ég vona að mér hafi tekist á þessari plötu að ná í skottið á þeim anda sem þar ríkti og að hin sama óhamda lífsgleði nái að skína þar í gegn.“ Platan kemur út hjá Smekkleysu en útgáfutón- leikar ROMM TOMM TOMM verða haldnir á Nasa næst- komandi laugardag sem liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. „Fyrir tveimur árum komu kúbanskir tónlistarmenn til Íslands og léku með mér á nokkr- um tónleikum en nú eru Íslending- arnir orðnir svo góðir að það þarf ekki að flytja inn erlendan liðs- auka,“ segir Tómas sposkur, „það er líka flókið að flytja inn menn beint frá Kúbu svo ég ætla að snúa þessu aðeins við.“ Tómas mun því einnig halda útgáfutónleika í tón- listarhöllinni Casa de la Música í Havana í nóvemberog þá með fríðu föruneyti íslenskra hljóðfæraleik- ara. kristrun@frettabladid.is Í anda Jörfagleðinnar TÓMAR R. EINARSSON GEFUR ÚT SÍNA ÞRIÐJU LATÍNJASS- PLÖTU Fléttar saman kúbönskum og íslenskum áhrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR > Ekki missa af... pólskum menningardögum sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Myndlist, tónlist, leiklist og kvikmyndalist í bland við bókmenntir, fræðslu og jafn- vel óhefðbundnar hannyrðir. Jazzhátíð Reykjavíkur sem er á næstu grösum. Feikinóg af frábærri tónlist frá miðvikudegi til sunnudag. leikritinu Gunnlaðarsögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kven- félagið Garpur fer höndum um samnefnda skáldsögu Svövu Jakobsdóttur í leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur. Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur efnir til hátíða- dagskrár í tilefni Evrópska tungumáladagsins í Hátíðasal Háskóla Íslands á morgun. Dagskráin er skipulögð í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Þetta er í fimmta sinn sem tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur að undirlagi Evrópuráðs- ins en tilgangur hans er að heiðra fjölbreytileika tungumála í Evrópu og hvetja fólk til að læra erlend tungumál. Dagskráin hefst með ávarpi frú Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta, en síðan flytja Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmennta- fræði við Háskóla Íslands, og Vilborg Dag- bjartsdóttir rithöfundur erindi um þýðingar og bókmenntir. Útgáfu fjöl- mála ljóðabókarinnar Zwischen Winter und Winter verður einnig fagnað en í bókinni má finna ljóð þýska skálds- ins Manfred Peter Hein á þýsku, íslensku, ensku og dönsku. Hein mun lesa úr verki sínu og ræða um það auk þess sem Gauti Kristmans- son, lektor í þýðingar- fræði, mun fjalla um útgáfu bókarinnar. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur, www.vigdis.hi.is. FJÖLBREYTILEIKI TUNGUMÁLANNA HEIÐRAÐUR Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir fagnar tungumála- deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í tilefni tungumáladagsins 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.