Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 2

Fréttablaðið - 25.09.2006, Page 2
2 25. september 2006 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ����������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� UMFERÐARMÁL Hæpið er að tala um að umferðarátakið Nú segjum við Stopp sé ekki að skila sér til öku- manna þótt fleiri séu nú stöðvaðir fyrir hraðakstur en áður. Þetta segir Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðar- stofu, um ályktanir lög- reglu um að átakið sé ekki að skila sér til ökumanna. Einar Magn- ús telur að ekki þurfi að þýða að hraðakstur hafi aukist þó fleiri séu teknir. Ekki sé hægt að leggja dóm á alla ökumenn þó að einhverjir einstaklingar hafi ekki látið segjast. Verið sé að kanna nið- urstöður umferðargreina Vega- gerðarinnar um þessi mál. „Því miður er fólk úti í umferð- inni sem virðist ekki vera við- bjargandi. Við vitum að þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til ná sjaldnast eyrum þeirra for- hertustu í umferðinni,“ segir Einar. Hann telur að aukna lög- gæslu og hert viðurlög við síendur- teknum glæpum í umferðinni þurfi til að ná til þess hóps. Ótal dæmi séu um að réttarkerfið hafi brugðist í þessum málum og úr því þurfi að bæta. „Með auknu umferðareftirliti kemst upp um fleiri sem aka hratt. Það þarf þó ekki að þýða að hraðakstur hafi aukist frekar en að dregið hafi úr honum með minna eftirliti,“ segir Magnús. - kdk Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir átak gegn hraðakstri hafa borið árangur: Dregur ályktanir lögreglu í efa UMFERÐ Upplýsingafulltrúi umferðar- stofu segir tómt mál að tala um að hraðakstur hafi aukist þó að fleiri séu gripnir á of miklum hraða en áður. EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON WASHINGTON, AP Innrásin í Írak hefur ekki gert heiminn öruggari og dregið úr hættu af hryðjuverk- um. Þvert á móti er beint sam- hengi milli stríðsins og aukinnar hryðjuverkaógnar í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri leyni- skýrslu, sem byggir á mati sex- tán leyniþjónustustofnana banda- ríska ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar er í hróplegri mót- sögn við staðhæfingar George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur gjarnan líkt Íraksstríðinu við „víglínuna í stríðinu gegn hryðjuverkum“. Sagt er í skýrslunni að ný kyn- slóð hryðjuverkamanna, sem tengist hvorki Osama bin Laden né al-Kaída hryðjuverkaneti hans, hafi sprottið upp vegna stríðsins. Þetta er samhljóða opinberri skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríska þingsins, sem var gefin út á miðvikudaginn. Í henni segir að í stað fámennrar klíku Osama bin Laden séu nú til fjöl- margar hreyfingar, sem oft eigi lítt sameiginlegt annað en andúð á Vesturlöndum fyrir að ráðast inn í Írak og vegna stefnu þeirra í mál- efnum Mið-Austurlanda. New York Times greindi frá leyniskýrslunni í gær og segir að hún styðji við enn aðra skýrslu sama eðlis, en sú var gerð opinber tveimur mánuðum fyrir innrásina í Írak. Í þeirri skýrslu var varað við því að stríðið gæti hlaðið undir „pólitíska íslamstrú“ víðs vegar um heiminn og aukið stuðning við hryðjuverk. Á fimm ára ártíð árásarinnar á Tvíburaturnana, 11. september síðastliðinn, sendi Hvíta húsið frá sér skjöl sem lýstu árangri Bush- stjórnarinnar í baráttu hennar við al-Kaída. Í þeim segir meðal ann- ars: „Eftir árásirnar hinn 11. sept- ember eru Bandaríkin og banda- menn þeirra öruggari, en ekki enn örugg með öllu.“ Einnig má skilja á skjölunum að mikið hafi verið gert til að grafa undan trú manna á lögmæti hryðjuverka. Blair Jones, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki ræða skýrsl- una, en sagði í viðtali við Associ- ated Press að sú mynd sem nú væri dregin upp af henni væri ekki einkennandi fyrir skjalið í heild sinni. klemens@frettabladid.is Hryðjuverkahætta jókst við Íraksstríð Stríðið hefur kynt undir öfgahyggju múslima og andúð þeirra á Vesturlöndum. Þetta er niðurstaða bandarískra leyniþjónustna og gengur þvert á staðhæfingar George W. Bush, sem hefur kallað Íraksstríðið „stríð gegn hryðjuverkum“. ENDURKOMU SADDAMS KRAFIST Síðastliðinn föstudag voru mótmæli í Tíkrit þar sem 3.000 stuðningsmenn Saddams Hussein komu saman. Írakar hafa ekki reynst jafn hrifnir af hernáminu og lýðræðisumbótum eins og sum vestræn stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti laust eftir hádegi í gær konu sem slasast hafði rétt við Hvolsvöll og flutti hana á Landspítala í Fossvogi. Konan hafði fallið af hesti þegar hún var í reiðtúr ásamt fjölskyldu sinni og missti við það meðvitund. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli komst hún aftur til meðvitundar áður en þyrlan kom á staðinn. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild í Fossvogi sagði í gær að ekki væri enn vitað hversu alvarlegir áverkar hennar væru. - kdk Féll af hesti: Þyrla sótti slasaða konu LÖGREGLUMÁL Skotið var af riffli nálægt manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í fyrrakvöld. Meðferðferð skotvopna þar er með öllu bönnuð en lögreglan í Hafnarfirði segir að nokkuð hafi borið á því að menn séu með byssur þar. Svæðið er gamalt skotsvæði. Í fréttum NFS í gær var greint frá því að maðurinn hefði furðað sig á litlum viðbrögðum lögreglu við tilkynningunni en lögreglan segir tilkynninguna hafa verið öllu hógværari en fréttaflutning af henni. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að málið verði kannað gaumgæfi- lega og gripið til aðgerða svo stemma megi stigu við meðferð skotvopna á svæðinu. - kdk Byssumenn í Hafnarfirði: Skotið úr riffli nálægt manni LEIKSKÓLAMÁL Mönnunarvandi á leikskólum í Reykjavík var meðal þess sem rætt var á fundi leikskólaráðs fyrir helgi. Um helgina vantaði enn 38 starfsmenn á leikskóla í Reykjavík, sem var svipaður fjöldi og fyrir viku síðan. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir að skoða þurfi fleira en launin til að leysa mönnunarvanda og tekur sem dæmi fjölda barna á hvern starfsmann. Á fundinum var einnig ákveðið að veita sex leikskólum hvatning- arverðlaun árlega og er markmið- ið með verðlaunum að vekja athygli á því sem vel er gert. - hs Mannekla á leikskólum: Þarf að skoða fleira en launin LÖGREGLUFRÉTT Svíar í sjálfheldu Tveir Svíar lentu í sjálfheldu á Ingólfs- fjalli í gærkvöldi. Sænskt par sem var með í för náði að kalla á hjálp og var björgunarsveitin í Árborg kölluð til aðstoðar. Svíarnir sluppu ómeiddir. Þórólfur, verðurðu á tveimur eða fjórum hjólum í vikunni? „Ég verð á tveimur jafnfljótum og á hjólum í kringum konuna.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr og fyrr- verandi borgarstjóri, fer til skiptis á hjóli og bíl til vinnu. Evrópsku samgönguvik- unni lauk nú um helgina. FLUGMÁL Feðgarnir Jón Kristleifs- son og Þorsteinn Jónsson eru stoltir eigendur sérútbúinnar „jeppaflugvélar“. Vélin er af gerðinni Super Cub frá um 1940 en á hana hafa verið sett þrjátíu og einnar tommu dekk sem eru sérútbúin fyrir erfiðar aðstæður í Alaska. Jón segir þetta stærstu dekk sem sett hafa verið undir svo litla flugvél hér á landi. Með þessu móti sé hægt að lenda á grófum flugbrautum og sandfjörum með auðveldu móti eða uppi á jöklum. Myndin að ofan er tekin uppi á Langjökli en daginn áður lentu þeir uppi á Eiríksjökli. - kdk Feðgar á flugi: Jeppaflugvél á Langjökli Á LANGJÖKLI Jón Kristleifsson við flug- vélina uppi á Langjökli. ÞYRLUR Óvíst er hvort verði af samvinnu Íslands og Noregs í kaupum á björgunarþyrlum. Láti Norðmenn hernaðarleg sjónarmið ráða í vali á þyrlutegund verð- ur samvinnan að engu. Fyrirhugað er að þjóðirnar ræði saman um sameiginlegt útboð á þyrlum til íslensku Landhelgisgæslunnar og norsku strand- gæslunnar. ¿Enn er ekkert útilokað í þessu máli,¿ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. ¿Innan norska stjórn- kerfisins takast á ólík sjónarmið, það hvort eigi að kaupa hergerð af þyrlum eða borgaralega gerð. Ef Norðmenn láta hernaðarleg sjónarmið ráða, skilja leiðir á milli þeirra og okkar við val á þyrlum.¿ Norska dómsmálaráðuneytið birti skýrslu um þessi mál í júlí seinastliðnum. Björn segir að síðan þá hafi verið skipst á upplýsingum um málið milli Íslend- inga og Norðmanna og enn sé ekkert útilokað í þessu máli. ¿Þetta mál er ekki enn komið inn á okkar borð. Það liggur ekki fyrir um hvernig að þessu verður staðið,¿ segir Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. - sþs Möguleg samvinna Íslands og Noregs verður að engu vilji Norðmenn herþyrlur: Óvíst hvort af samvinnu verði ÞYRLA LANDHEGIGÆSLUNNAR TF-SIF Björn Bjarnason dóms- málaráðherra segir enn ekkert útilokað í samvinnumálum Íslendinga og Norðmanna. Vilji Norðmenn herþyrlur verði þó ekkert úr samvinnu milli þjóðanna í þyrlukaupum. KAUPMANNAHÖFN, AP Mótmæli í Kaupmannahöfn fóru úr böndun- um í gær. Flöskum, grjóti og eggjum var fleygt að lögreglunni, að sögn talsmanns hennar. 220 mótmælendur voru handteknir. Fólkið, sem var í yngri kantinum að sögn lögreglu, vildi mótmæla sölu húss, sem hústökufólk hafði fengið leyfi til að búa í frá borgaryfirvöldum árið 1982. Húsið var selt kristilegum samtökum fyrir fimm árum og hafa þau síðan unnið að því að fá hústökufólkið borið út. - kóþ Lögreglan í Kaupmannahöfn: Fjöldahandtaka mótmælenda

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.