Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 18
 25. september 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Launavísitala landsmanna DESEMBER 1988 26 8, 9 29 7, 4 10 0 ÁGÚST 2005 ÁGÚST 2006 FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is Vasa línan Fer vel í veski Dagskrá: 1. „Íslands konur hefjist handa“ – Ávarp formanns KRFÍ, Þorbjörg Inga Jónsdóttir. 2. „ Bríet - ævi og áhrif“ – Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur. 3. „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ – Ræða Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem birtist í Fjallkonunni, 22. júní 1885, Esther Talía Casey, afkomandi Bríetar. 4. Ávarp frá Bríetunum – Hópur ungra feminista. 5. Kvennasöngvar – Sigrún Hjámtýsdóttir, Diddú undirleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir. 6. Móttaka veitingar í boði Reykjavíkurborgar. 150 ára afmælishátíð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Tjarnarsal Ráðhússins 27. september 2006 kl.14:00-16:00 Móttaka frá 16:00 til 17:00 Fundarstjóri er Margrét Sverrisdóttir Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í fréttum og ætlar að beita sér fyrir því að Kárahnjúka- virkjun verði ekki sett í gang fyrr en eftir sex ár þegar tekst að útvega rafmagn til þess frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. Ómar telur að aldrei muni nást þjóðarsátt um eyði- leggingu náttúruverðmæta. Fylgjendur álvers sætti sig ekki við að missa það og erfitt sé að sjá möguleika á annarri þjóðarsátt en hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Hvað telur Ómar að þurfi til? Hugrekki og vilja, það segir hann að sé allt sem þarf. Kostn- aðurinn við frestun myndi nema um fimmtán til tuttugu milljörð- um króna á ári og væri hlutfallslega minna átak fyrir þjóðina en vegna Eyjagossins á sínum tíma. Þessi kostnað- ur væri álíka og þjóðin greiðir beint til landbún- aðar. Hvernig skiptist þessi kostnað- ur? Ómar telur að fimm til sex milljarð- ar á ári færu í skaðabæt- ur til Alcoa og þrír milljarðar í kaup til 450 starfsmanna Alcoa. Hvernig er þetta hugsað? Starfsmennirnir myndu stimpla sig inn og út á vinnuskyldum dögum en þyrftu ekki að vinna í álverinu fyrr en það tæki til starfa. Í frítíma sínum gætu þeir fengið sér aukavinnu við uppbyggingu á þjóðgarði norðan Vatnajökuls, svæði heims- minjaskrár UNESCO á virkjunarsvæðinu og tengda ferðaþjónustu á Austurlandi. Myndu íbúarnir skaðast fjárhagslega? Nei. Vegna mætingarskyldu myndi þjónusta ekki skerðast og íbúarnir ekki skaðast fjárhags- lega, þvert á móti myndu þeir hagnast með nýjum möguleikum til uppbyggingar í tengsl- um við þjóðgarð og heimsminjasvæði sem sköpuðust. Líklega yrði að reikna með sjö til átta milljarða aukalegum fjármagnskostnaði. FBL GREINING: BARÁTTA ÓMARS RAGNARSSONAR Í UMHVERFISMÁLUM Gangsett með rafmagni frá háhitasvæðum Fyrir rúmri viku voru haldnar kosningar í Transnistríu, litlu héraði í Moldóvu. Kosið var um sjálfstæði héraðsins, sem í reynd hefur verið sjálfstætt frá árinu 1990 þótt formleg viðurkenning á þeirri stöðu hafi aldrei fengist. Í kosningunum voru íbúum hér- aðsins gefnir tveir möguleikar: Annað hvort yrði héraðið verði áfram sjálfstætt, algerlega í óþökk við stjórnvöld Moldóvu, en í fram- haldinu yrði þá stefnt að samein- ingu við Rússland, eða skrefið yrði tekið í hina áttina og ákveðið að sameinast Moldóvu. Kosningaþátttakan var góð, nærri 79 prósent allra íbúa í Trans- nistríu mættu á kjörstað, og af þeim samþykktu 97 prósent áfram- haldandi sjálfstæði og þar með sameiningu við Rússland þegar fram líða stundir. Fleiri deilur blunda Í tengslum við þessar kosningar heyrðust oft varnaðarorð um að þær gætu hvatt aðskilnaðarhreyf- ingar víðar í fyrrverandi Sovétlýð- veldum til dáða, og má þar nefna íbúa í Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem bæði eru héröð í Georgíu, og einnig íbúana í Nagorno-Karabakh í Armeníu. Hörð átök hafa sett svip sinn á sögu þessara héraða eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir hálfum öðrum áratug. Sömuleiðis þótti hætta á því að kosningarnar í Transnistríu gerðu rússneskum stjórnvöldum erfitt fyrir, því þau hafa stutt aðskilnaðar- hreyfingar Rússa í öðrum ríkjum en barið hart niður allar aðskiln- aðarhreyfingar innan eigin landa- mæra, eins og til að mynda í Tsjetsjeníu. Transnistría er eitt einangrað- asta svæði Evrópu. Til þess að komast frá Tiraspol, sem er höfuð- borg Transnistríu, til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu, þarf að fara í gegnum fimm eftirlitsstöðv- ar, en stór hluti íbúa héraðsins eiga ekkert vegabréf og komast því alls ekki þessa leið. Héraðið Transnistría er löng og mjó landræma meðfram austur- landamærum Moldóvu, austan við ána Dniestr. Transnistría tilheyrði áður Sovétríkjunum og hafði stöðu sjálfstæðs héraðs þar áður en Stal- ín hirti vænan part af hinum mold- óvska hluta Rúmeníu og samein- aði hann héraðinu í nýtt Sovétlýðveldi sem fékk nafnið Moldova. Kostaði 1.500 manns lífið Eftir fall Sovétríkjanna féllu braust fljótlega út stríð milli Mold- óvu og Transnistríu sem kostaði 1500 manns lífið en lauk árið 1992, án þess þó að endanleg niðurstaða fengist í sjálfstæðismálinu. Íbúar í Transnistríu eru um það bil 550 þúsund, flestir af rússnesk- um eða úkraínskum uppruna, en þriðjungur íbúanna er mold- óvskur. Íbúarnir minnast margir hverjir Sovétríkjanna með hlýhug og tákn Sovétríkjanna er enn víða að finna í höfuðborginni Tiraspol. Opinbert tungumál Moldóvu er hins vegar rúmenska, og Trans- nistríubúar hafa enn horn í síðu Rúmena frá því stjórn hliðholl nasistum var þar við völd í heims- styrjöldinni síðari. „Pólitískur farsi“ Utanríkisráðherra Moldóvu kall- aði sjálfstæðiskosningarnar í Transnistíur „pólitískan farsa“ sem ekki myndi breyta nokkrum sköpuðum hlut, enda hefur hérað- ið í reynd verið sjálfstætt í hálfan annan áratug. Einnig þykir afar ólíklegt að af sameiningu við Rúss- land verði nokkurn tímann, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Auk þess á héraðið ekki landamæri að Rússlandi, því Úkr- aína er á milli Rússlands og Mold- óvu. Íbúar héraðsins virðast hins vegar upp til hópa ánægðir með að loksins hafi verið efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæðis- málið. „Við hefðum átt að gera þetta fyrir löngu,“ hafði blaðakona AP- fréttastofunnar eftir konu á sex- tugsaldri, sem var á göngu við risastóra styttu af Lenín sem prýð- ir miðbæinn í Tiraspol, höfuðborg héraðsins. „Við eigum heima í Rússlandi.“ Aðskilnaðarhreyfing vaknar úr löngum dvala FAGNAR SJÁLFSTÆÐISKOSNINGU Íbúar í Transnistríu vilja ólmir segja skilið við Moldóvu og helst sameinast Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP © GRAPHIC NEWS EDS -- DATA CORRECT AS AT 14:30GMT, SEPTEMBER 18, 2006 CurrentAffairs POL,OVR :Politics MOLDOVA: Frozen conflicts threaten to flare Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research) GRAPHIC NEWS Adobe Illustrator version 8.01 2 columns by 127mm deep 18/9/2006 Reuters, Associated Press 20067 CATEGORY: IPTC CODE: SUBJECT: ARTISTS: ORIGIN: TYPE: SIZE: DATE: SOURCES: GRAPHIC #: STANDARD MEASURES (SAU) Picas 12p5 25p7 38p9 52p 65p1 78.p3 millimetres 52.3 107.7 163.2 219.0 274.4 329.7 © Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only. The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image. 8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom. Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290 Width 1 col 2 col 3 col 4 col 5 col 6 col ���������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������� ������� ������������������������������������������������ ������� ��������������������������������� MOLDóVA ÚKRAÍNA RÚMENÍA 80km 80km Chisinau Tiraspol Bakú Ts’khinvali ������� T’bilisi Xankandi ASERBAÍDJAN GEORGIA ������������������������������� ����������������������������� ������������������������ ���������������������� ��������������������� TYRKLAND ARMENÍA ÍRAN KASPÍA- HAF ������������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������� ���������������� ������������������������ ������������������������� ��������������� ����������������������������� ��������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������� ���������������������������������� �������������������������� �������������������������� ���� ����������������������� ���� ������������������ ������������������������ ������������������������� ������������ ������������� � � � � � � � � ÚKRAÍNA ������ Heimild: Hagstofa Íslands AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.