Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 35

Fréttablaðið - 25.09.2006, Side 35
MÁNUDAGUR 25. september 2006 15 Á næstu árum munu ný póst- hús rísa víðs vegar um landið. Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju pósthúsi á Reyðarfirði hinn 12. september síðastliðinn. Fram- kvæmdir verksins verða í hönd- um Smiða ehf. á Reyðarfirði og á því að vera lokið í júní 2007. Á næstu þremur árum mun Íslandspóstur ráðast í uppbygg- ingu nýrra pósthúsa á tíu stöðum á landsbyggðinni auk þess sem umfangsmiklar endurbætur verða gerðar á pósthúsum fjög- urra staða. Framkvæmdirnar eru liður í þeirri ákvörðun stjórnar Íslandspóst að byggja upp starf- semi og þjónustu á landsbyggð- inni. - eö Uppbygging Íslandspósts Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður Íslandspósts, tók fyrstu skóflustunguna að nýja pósthúsinu á Reyðarfirði. Lýsing: Komið er inn í opið rými með náttúrusteini á gólfi og góðum fataskáp úr eik. Eldhús er með vandaðri AXIS-eikarinnréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa, keramikhelluborði og stálháf þar fyrir ofan. Stofa og borðstofa eru samliggjandi með stórum og björtum gluggum sem ná niður í gólf og frá borðstofu er útgengt út á flísalagðar svalir með góðu útsýni, meðal annars að Hallgrímskirkju og Esju. Hol er notað sem tölvuherbergi en það væri einnig hægt að nýta sem sjónvarpshol. Hjónaherbergi og barnaherbergi eru með plastparketti á gólfum og rúmgóðum eikarfataskápum sem ná upp í loft. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með eikarinnréttingu við vask, baðkari með sturtuaðstöðu og upphengdu salerni. Þvottahús er með flísum á gólfi og hvítri innréttingu. Annað: Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu og geymsla í sameign. Lyfta er í húsinu og mynddyrasími. Umhverfið er fallegt og fjölskylduvænt og stutt í skóla og alla þjónustu. Verð: 27,9 milljónir Fermetrar: 103 Fasteignasala: Remax 210 Garðabær: Glæsileg eign á góðum stað Norðurbrú 1: Þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í lyftuhúsi Félag fasteignasala Grænamörk 2a - 103, Selfossi Um er að ræða glæsilega 79,8 m² íbúð í nýju raðhúsi fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin telur m.a. bjarta stofu og eldhús sem er opið í eitt með fal- legri eikarinnréttingu, rúmgott svefnh. m/stórum skápum og svalahurð, mjög rúmgott baðh. m/eikarinnréttingu, handklæðaofni og upphengdu salerni. Innfelld halogenlýsing í eldhúsi og stofu. Verð 21,9 m. Eyravegur 16, Selfossi Í einkasölu 71,8 m² neðri hæð í tvíbýlishúsi ásamt 70 m² bílskúr í mið- bæ Selfoss. Eignin telur m.a.stofu og borðstofu, eldhús m/upprunalegri innréttingu, búr m/hilllum er innaf eldhúsi, tvö svefnherbergi m/skápum og flísalagt lítið baðherbergi m/sturtu og þvottavélatengi. Verð 16,5 m. Dverghólar 8, Selfossi Í einkasölu 114,0 m² parhús ásamt 30,8 fm bílskúr. Eignin telur m.a. rúmgóða stofu m/hurð út á stóran sólpall m/skjólveggjum, eldhús m/ágætri eldhúsinnréttingu svefnherbergisgang, þrjú svefnherbergi - góðir skápar í hjónaherbergi og baðherbergi sem er m/innréttingu, bað- kari m/nuddi og handklæðaofn. Heitur pottur er á verönd. Verð 27,3 m. Austurvegi 3, Selfossi | S: 480 2900 | Fax: 482 2801 Ólafur Björnsson hrl. Löggiltur fasteignasali Sigurður Sigurjónsson hrl. Löggiltur fasteignasali Christiane L. Bahner hdl. Löggiltur fasteignasali Torfi R. Sigurðsson Lögfræðingur Ólöf Lilja Eyþórsdóttir Rekstrarfr./sölumaður Steindór Guðmundsson Iðnrekstrarfr./sölumaður Anna Rúnarsdóttir Ritari/skjalavarsla Kristín Kristjánsdóttir Ritari/skjalavarsla Fr u m Suðurengi 30, Selfossi Vorum að fá í einkasölu 102,6 m² snyrtilegt raðhús ásamt 28 m² bílskúr. Eignin telur m.a. forstofu m/skáp, eldhús m/hvítri beykiinnréttingu, búr m/hillum, stofu, þrjú svefnh. þar af tvö m/skápum, baðh. m/innréttingu og sturtuklefa og þvottahús m/skáp. Malbikað bílaplan. Verð 22,3 m. Kálfhólar 4, Selfossi Um er að ræða glæsilegt og vel hannað 129,9 m² parhús ásamt 29,7 m² sambyggðum bílskúr. Eignin telur m.a. stofu og eldhús sem er opið í eitt en eldhúsið er m/glæsilegri innréttingu, þrjú svefnherbergi m/skáp- um og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf og er þar innrétting, hornsturtuklefi m/nuddi og útvarpi og baðkar m/nuddi. Verð 28,9 m. Sólvellir 13, Selfossi Vorum að fá til sölu gott 142,0 m² steinsteypt einbýlishús ásamt 33, 3 m² bílskúr. Eignin telur m.a. gestasnyrtingu, stóra og bjarta stofu og borðstofu, eldhús m/snyrtilegri eldri innréttingu, fjögur svefnherbergi en þar af er eitt forstofuherbergi og baðherbergi m/baðkari. Húsið er ný- málað að utan. Verð 29,9 m. Vaðnesvegur 10, Grímsnes- og Grafningshreppi Vorum að fá í sölu 43,6 m² sumarhús ásamt 6,6 m² geymslu sem stendur á 14.400 m² eignalóð í Vaðneslandi í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Eignin telur stofu m/kamínu, eldhús m/furuinnréttingu - gaselda- vél, tvö svefnherbergi og salerni. Heitur pottur. Verð 15,8 m. Hús til flutnings Um er að ræða ca. 65 m² heilsárshús auk. ca. 17 m² svefnlofts. Húsið er í byggingu og selst til flutnings. Það afhendist fullbúið að utan og rúmlega fokhelt að innan. Eignin telur skv. teikningu tvö svefnh., baðh., stofu og eldhús, opið í eitt og svefnloft. Húsið stendur við Lágheiði á Selfossi. Möguleiki á að kaupa bústaðinn lengra kominn. Verð 6,3 m. Reynifell 17A, Rangárþingi ytra Til sölu 11.530 m² sumarbústaðalóð úr landi Reynifells, Rangárþingi ytra. Búið er að leggja veg, rafmagn,kalt vatn að lóðarmörkum. Lóðin er vel í sveit sett með fögru útsýni. Lóðin er kjarri vaxin. Um 22 km frá Hellu. Verð 2,5 m. Kjarrhólar 13-15, Selfossi Til sölu stórglæsileg og vönduð 146,4 m² parhús ásamt 31,7 fm² bílskúr sem er í byggingu. Eignin telur skv. teikningu m.a. tvö forstofuherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús og hjónaherbergi m/sérbaðher- bergi og fataherbergi og dyr út á verönd. Eignin skilast fullbúin og er innra skipulag og innréttingar hannaðar af innanhúsarkitektinum Katrínu Guðmundsdóttur. Verð 38,0 m. Fífumói 11, Selfossi Um er að ræða bjarta og rúmgóða 94,8 m² íbúð í nýju fjórbýli. Eignin tel- ur forstofu m/skáp, eldhús og stofu sem er opið í eitt og er eikarinnrétt- ing í eldhúsi, baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er þar innrétting, upphengt salerni og sturtuklefi, tvö svefnherbergi m/skápum, þvottahús og geymslu sem nýta mætti sem skrifstofu eða herbergi. Verð 19,5 m. Fossalda 10, Hellu Um er að ræða 63,1 m² íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi sem er byggt úr steinsteypu árið 1980. Eignin telur m.a. eldhús m/hvítri innréttingu, búr m/hillum, stofu m/svalahurð, svefnherbergi m/skápum og flísalagt bað- herbergi m/baðkari og innréttingu. Verð 9,5 m. Birkibraut 2 og 4, Bláskógabyggð Um er að ræða tvær glæsilegar sumarbústaðalóðir í landi Helludals skammt frá Geysi. Lóðirnar eru samliggjandi eignarlóðir og eru þær 4.800 m² og 4.880 m² að stærð. Á annari lóðinni stendur 14,4 m² gestahús og einnig gamalt hjólhýsi en á hinni lóðinni er búið að jarð- vegsskipta fyrir ca. 60 m² húsi, komið er heitt og kalt vatn að jarðvegs- púðanum. Verð 8,9 m. Spilda úr Tjörvastaðaheiði, Rangárþingi ytra Um er að ræða ca. 82 ha. spildu úr landi Tjörvastaða. Landið er mis- hæðótt, allt gróið og gott beitarland. Landið er afmarkað og afgirt. Veg- slóði er inn á landið. Kalt vatn úr borholu. Tilboð óskast. Miðfellsvegur 4, Bláskógabyggð Vorum að fá í sölu 15 m² bjálkahús á 5.510 m² leigulóð í Úthlíð í Bisk- upstungum. Húsið er með einangrun í lofti og gólfi. Kalt vatn er tengt húsinu svo og sólarsella. Lóðin er með miklu kjarri og búið er að gróð- ursetja mikið af trjám. Frábært útsýni yfir Heklu. Verð 4,5 m.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.