Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 71
Enska hljómsveitin Kaiser Chiefs er stærsta nafn Ice- land Airwaves-hátíðarinnar sem hefst í næsta mánuði. Freyr Bjarnason ræddi við söngvarann Ricky Wilson. „Við erum í hljóðverinu í þessum töluðu orðum og gengur mjög vel. Við erum allir mjög hamingju- samir og afslappaðir og hljómum bara skrambi vel,“ segir Wilson. „Við erum orðnir beittari og betri en áður og það er meiri áhersla á gítar en á fyrstu plötunni.“ Besta tónleikasveitin Kaiser Chiefs var stofnuð í Leeds árið 1997, þá undir nafninu Parva. Sveitin sló í gegn á síðasta ári með sinni fyrstu plötu, Employ- ment, sem fór beint í þriðja sæti breska listans sína fyrstu viku á lista. Var hún í framhaldinu til- nefnd til hinna virtu Mercury- verðlauna og var talin líklegust til að hreppa þau en varð á endan- um að lúta í lægra haldi fyrir Ant- ony and the Johnsons. Einnig vann hún þrenn Brit- verðlaun fyrr á árinu, þar á meðal sem besta tónleikasveitin. Gestir á Iceland Airwaves eiga því væntanlega þrælgóða tónleika í vændum í Hafnarhúsinu 21. október. Eflaust munu þar vinsæl- ustu lög sveitarinnar fá að hljóma, þar á meðal Everyday I Love You Less and Less og I Predict a Riot. Fljótir á flug Wilson er hæstánægður með þær móttökur sem Kaiser Chiefs hefur fengið að undanförnu. „Við höfum farið á flug frekar fljótt en við erum samt ekki það ungir. Við erum allir að nálgast þrítugt þannig að þetta hefur tekið dálít- inn tíma en um leið og við náðum hlutunum á okkar vald hefur okkur gengið mjög vel. Stundum gleymir maður því hversu vel hefur gengið og maður þarf að setja niður og hugsa: „Fjandinn, við erum eiginlega búnir að gera allt sem okkur langaði til að gera.“ Síðan verður metnaðurinn meiri og maður býr til aðra plötu og þá byrjar þetta allt saman aftur.“ Eins og Kaiser Chiefs Kaiser Chiefs hefur stundum verið líkt við sveitir á borð við Blur og Madness. Wilson gefur lítið fyrir þann samanburð í dag. „Þetta var allt í lagi í byrjun þegar fólk reyndi að tengja okkur við einhverja. En núna þegar við höfum verið að í dálítinn tíma erum við eiginlega farnir að hljóma eins og Kaiser Chiefs. Ég held að fólk sé farið að líkja öðrum böndum við okkur núna,“ segir hann. Telur peningana Kaiser Chiefs er á leið í tónleika- ferð um Evrópu í nóvember en Wilson vill ekki velta sér of mikið upp úr því. „Ég spái eiginlega ekkert í hvað við erum að fara að gera. Þeir fara varla af stað án mín,“ segir hann kokhraustur og hlær. „Ég sit bara rólegur og tel peningana þegar þeir tínast inn. Fyrst hugsar maður um allt sem er í gangi en þá fríkar maður út og mér finnst það ekki gaman, ég er of gamall fyrir það.“ Borðtennis eða hnífakast Sagan segir að nafnið Kaiser Chiefs sé tekið úr nafni æskufé- lags Lucas Radebe, fyrrum fyrir- liða enska fótboltaliðsins Leeds, Kaizer Chiefs Football Club í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Wilson segist ekki vera ákafur stuðningsmaður Leeds eins og félagar sínir í hljómsveitinni. „Mér finnst gaman að sparka í bolta en mér finnst erfitt að fylgj- ast með heilum fótboltaleik. Ég vil frekar horfa á bíómynd,“ segir hann. „Ég er mikið fyrir borð- tennis í augnablikinu og ætla að verða góður í því. Það er annað hvort að velja um borðtennis eða hnífakast og mér líst betur á borð- tennis. Kannski ef einhver úr öðru bandi verður þarna á Íslandi gæti ég skorað á hann í borðtenn- is. Ef Pete Doherty verður þarna get ég skorað á hann, hann er örugglega góður. Menn spila örugglega borðtennis þegar þeir eru í meðferð.“ Wilson ætlar sér þó ekki að hljóta sömu örlög og Doherty. „Ég hef aldrei farið í meðferð og mun vonandi aldrei fara. Það eru frek- ar sorgleg örlög finnst mér.“ Orðnir beittari og betri KAISER CHIEFS Enska rokksveitin heldur tónleika í Hafnarhúsinu 21. október. Fjórða myndin í Die Hard- bálknum vinsæla, Live Free or Die Hard, er væntanleg á hvíta tjaldið hinn 29. júní á næsta ári. Í myndinni mun Bruce Willis endurtaka hlutverk sitt sem lög- reglumaðurinn John McClane, sem virðist alltaf vera á röngum stað á röngum tíma. Myndin gerist í þetta skiptið á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þar sem McClane á í höggi við þrjóta sem gera árás á tölvukerfi Bandaríkjanna. Leikstjóri myndarinnar verður Len Wiseman, sem gerði Under- world-myndirnar tvær. Handritið gerði Mark Bomback, sem m.a. samdi handritið að Godsend með Robert De Niro í aðalhlutverki. McClane snýr aftur JOHN MCCLANE Bruce Willis hefur farið á kostum í hlutverki John McClane í þremur myndum. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u. SENDU SMS SKEYTIÐ JA LSF Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER PS2 TÖLVA OG JUST CAUSE LEIKUR AUKA VINNINGAR ERU: LEGO STARWARS LEIKIR • PS2 TÖLVUR DVD MYNDIR • FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA! LENDIR Í BT 21. SEPT EMPER BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Blóðugt meistarverk eftir Nick Cave með úrvalsleikurum í hverju hlutverki. HAGATORGI • S. 530 1919 / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA BJÓLFSKVIÐA BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON V.J.V. TOPP5.IS ���� Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL Tilboð 400 kr / KRINGLUNNI NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:15 B.i.14.ára. NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 4:50 - 8 - 10:20 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð THE WILD M/- ensku tal. kl. 4 - 6:15 - 8:10 Leyfð THE ALIBI kl. 8:10 - 10:20 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 10:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 3:50 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð / AKUYREYRI ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 UNITED 93 Síð. Sýn kl. 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 8 - 10 B.i. 7 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.i.14 UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 BÖRN kl. 5:50 - 8 - 10.15 B.i.12 THE PROPOSITION kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 16 ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 9 B.i. 12 Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl. Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. THE ALIBI Lokasýningar Munið afsláttinn Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. Jack Black er GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem villidýrin fara á kostum. Ekki missa af fynd- nustu Walt Disney teiknimynd haustins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. Deitmynd ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.