Fréttablaðið - 25.09.2006, Blaðsíða 22
[ ]
Með tilkomu PVC-glugga sem
eru fáanlegir hjá PGV í Bæjar-
hrauni 6 í Hafnarfirði þarf ekki
lengur að hafa áhyggjur af
viðhaldi, viðgerðum og endur-
nýjun glugga.
„Þetta eru viðhaldsfríir gluggar
úr álagsþolnum harðplastprófíl-
um, með miðjukjarna úr
„galvaníseruðu“ stáli,“ segir Þor-
steinn Jóhannesson, einn eigenda
PGV, um PVC-gluggana. „Við
fáum efni, það er gluggaprófíl-
ana, frá hinu velþekkta og virta
byggingavörufyrirtæki Thyssen
í Þýskalandi, en smíðum þá hér.“
Að sögn Þorsteins er áratuga
reynsla af PVC-gluggunum
erlendis, þar sem þeir hafa gefið
góða raun. „Mest er framleitt af
PVC-gluggum í löndum eins og
Þýskalandi, Frakklandi og Bret-
landi,“ segir hann. „Í Bretlandi
eru PVC-gluggaverksmiðjur að
verða uppiskroppa með verkefni
að nýbyggingum undanskildum,
þar sem slíkir gluggar eru komn-
ir nánast í hvert einasta hús og
því engin þörf á endurnýjun.
Með tilkomu PVC heyrir viðhald
glugga sögunni til.“
Þorsteinn segir glugga af
þessu tagi henta best þar sem
veðurskilyrði eru erfið og
umhleypingasöm. „PVC þolir
hitabreytingar og seltu, sem
vinnur frekar á timbri og áli,“
segir hann. „Í Kanada verður
engin breyting á gluggunum
hvort sem það er 40 stiga hiti á
sumrin eða 40 stiga frost á vet-
urna, sem sparar kyndingar-
kostnað. Eins er orðin gríðarleg
eftirsókn í Færeyjum og á
Nýfundnalandi þar sem timbur-
gluggar í byggingum við sjávar-
síðuna hafa orðið ónýtir á aðeins
nokkrum árum.“
Þorsteinn bendir á að PVC-
gluggarnir séu seldir á sambæri-
legu verði og timburgluggar auk
þess sem tíu ára ábyrgð fylgi
þeim. „Þeir eru fljótir í uppsetn-
ingu, það er auðvelt að glerja þá
og skipta um gler brotni það,“
segir hann. „Valið stendur því á
milli tveggja gluggategunda,
annars vegar glugga sem þarfn-
ast reglulegs viðhalds eða við-
haldsfrírra glugga með tíu ára
ábyrgð. Svo eru þeir mjög hljóð-
einangrandi.“ Allar nánari upp-
lýsingar má finna á heimasíðu
fyrirtækisins www.pgv.is
roald@frettabladid.is
Viðhald heyrir sögunni til
PVC-gluggar hjá PGV eru á sambærilegu
verði og timburgluggar. MYND/PGV
Hjá PGV eru ekki eingöngu smíðaðir gluggar og hurðir úr PVC, heldur einnig garðskálar og svalagluggar. MYND/PGV
PVC-gluggar eru einangrandi bæði hvað hljóð og hitabreytingar snertir. MYND/PGV
Þorsteinn segir PVC-glugga hafa gefið
góða raun erlendis þar sem þeir hafa
verið notaðir um áratuga skeið.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Garðhúsgögnin eru mörgum kær og því er ekki úr vegi að
vernda þau fyrir haustvindum sem eiga til að sýna sig þessa dagana. Ekki
viljum við að Kári stingi af með garðstólinn einn daginn.
Eina sérverslunin á landinu neð vörur fyrir meindýravarnir.
Sími 482-3337 Fax 588-9229
www.meindyravarnir.is
Fjölbreytt úrval. Músagildrur
Músafellur – Músabeitustöðvar
Músastoppkítti – Músahótel.
Meindýraforvarnir.
Hafðu samband við fagmenn...
það er lausnin.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
�������������
���������������
����������������������
��������������� ���������
��������������������
�� ������������������������
���������������������
����������������� ��������
���� ����������������� ��
����������������������
���������� ��
�
�
�
��
��
��
���
�
�����������������������������������