Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 10
10 16. október 2006 MÁNUDAGUR FAGNA SIGRI Spænski ökuþórinn Toni Elias fagnar sigri á öxlum liðsstjóra síns, Cechinni, í MotoGP-kappakstrin- um á Estoril-brautinni í Portúgal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið ÍRAK, AP Hörð átök milli trúarhópa urðu til þess að íraska ríkisstjórn- in lét fresta fyrirhugaðri sáttaráð- stefnu milli helstu stjórnmálaleið- toga landsins um óákveðinn tíma. Að minnsta kosti áttatíu og fjórir létu lífið í hefndarárásum trúar- hópa og sprengjuárásum upp- reisnarmanna um helgina. Á meðal þeirra sem létust voru fimm bandarískir hermenn. Í tilkynningu frá ráðuneyti innanlandssátta í Írak segir að ráðstefnunni hafi verið frestað „af óviðráðanlegum ástæðum“. Lík- legt er talið að frestun ráðstefn- unnar, sem átti að koma aðskildum stjórnmálamönnum að samninga- borði, muni auka enn á tilraunir Nouri al-Maliki forsætisráðherra til þess að styrkja pólitískt sam- komulag í landinu. Hefndarárásir á milli sjía og súnnía urðu að minnsta kosti sex- tíu og þremur að bana í borg norð- an við Bagdad um helgina. Þar að auki létu ellefu lífið í sprengju- árásum á stúlknaskóla og önnur skotmörk í borginni Kirkuk. Októbermánuður hefur verið sérstaklega blóðugur í Írak, jafn- vel á íraskan mælikvarða. Hundr- uð íraskra borgara og 54 banda- rískir hermenn hafa beðið bana í árásum það sem af er mánuðin- um. - sþs Áttatíu og fjórir liggja í valnum eftir átök í Írak um helgina: Sáttafundi frestað vegna trúarátaka RÚSTIR EINAR Íraskur lögreglumaður stendur við leifar bifreiðar sem sprengd var í loft upp í gær. Októbermánuður hefur verið sérstaklega blóðugur í Írak, en hundruð Íraka og 54 bandarískir hermenn hafa látið lífið það sem af er mánuðinum. FLUG Þristavinafélagið hyggst leita leiða til þess að gera upp DC-3 Dakota vél sem félagið á. Vélin var notuð í áætlunarflug hjá Flugfélagi Íslands fram til ársins 1974 en var þá lagt og hefur síðan verið nýtt í varahluti fyrir flugvél Landgræðsl- unnar, Pál Sveinsson, sem er af sömu gerð. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavina, segir ýmsa möguleika vera með nýtingu á TF- ISB ef hún verður gerð upp. „Ef við komum henni í flughæft ástand þá verða sett í hana farþegasæti og hún notuð í útsýnisflug. Við erum að skoða það núna hvort við förum í það eða gerum hana upp sem sýn- ingargrip. Það veltur alfarið á því hvernig okkur gengur að fjármagna viðgerðina.“ Þristavinir héldu opið hús um helgina þar sem gestum og gangandi gafst meðal annars kost- ur á að skoða vélarnar tvær jafnt að innan sem að utan. Tómas segir að mikið verk sé fyrir höndum enda sé viðgerðin mjög kostnaðarsöm aðgerð. „Það er ekki komið alveg á hreint hvernig það verður fjármagnað. Við erum svolítið að einbeita okkur að Páli Sveinssyni núna því að flugið á honum var minna í sumar en til stóð. Mörg fyrirtæki ætluðu að ganga til liðs við okkur við að græða landið en svo varð minna um efndir þegar á hólminn var komið.“ - þsj Verið er að standsetja flugvél sem var nýtt í varahluti fyrir Pál Sveinsson: Þristavinafélagið gerir upp gamla DC-3 TF-ISB Vélin var notuð í áætlunarflug hjá Flugfélagi Íslands fram til ársins 1974. Þristavinir vilja nú gera hana upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.