Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 10
10 16. október 2006 MÁNUDAGUR
FAGNA SIGRI Spænski ökuþórinn Toni
Elias fagnar sigri á öxlum liðsstjóra
síns, Cechinni, í MotoGP-kappakstrin-
um á Estoril-brautinni í Portúgal í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
550 5600
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið
ÍRAK, AP Hörð átök milli trúarhópa
urðu til þess að íraska ríkisstjórn-
in lét fresta fyrirhugaðri sáttaráð-
stefnu milli helstu stjórnmálaleið-
toga landsins um óákveðinn tíma.
Að minnsta kosti áttatíu og fjórir
létu lífið í hefndarárásum trúar-
hópa og sprengjuárásum upp-
reisnarmanna um helgina. Á meðal
þeirra sem létust voru fimm
bandarískir hermenn.
Í tilkynningu frá ráðuneyti
innanlandssátta í Írak segir að
ráðstefnunni hafi verið frestað „af
óviðráðanlegum ástæðum“. Lík-
legt er talið að frestun ráðstefn-
unnar, sem átti að koma aðskildum
stjórnmálamönnum að samninga-
borði, muni auka enn á tilraunir
Nouri al-Maliki forsætisráðherra
til þess að styrkja pólitískt sam-
komulag í landinu.
Hefndarárásir á milli sjía og
súnnía urðu að minnsta kosti sex-
tíu og þremur að bana í borg norð-
an við Bagdad um helgina. Þar að
auki létu ellefu lífið í sprengju-
árásum á stúlknaskóla og önnur
skotmörk í borginni Kirkuk.
Októbermánuður hefur verið
sérstaklega blóðugur í Írak, jafn-
vel á íraskan mælikvarða. Hundr-
uð íraskra borgara og 54 banda-
rískir hermenn hafa beðið bana í
árásum það sem af er mánuðin-
um. - sþs
Áttatíu og fjórir liggja í valnum eftir átök í Írak um helgina:
Sáttafundi frestað
vegna trúarátaka
RÚSTIR EINAR Íraskur lögreglumaður stendur við leifar bifreiðar sem sprengd var í
loft upp í gær. Októbermánuður hefur verið sérstaklega blóðugur í Írak, en hundruð
Íraka og 54 bandarískir hermenn hafa látið lífið það sem af er mánuðinum.
FLUG Þristavinafélagið hyggst leita
leiða til þess að gera upp DC-3
Dakota vél sem félagið á. Vélin var
notuð í áætlunarflug hjá Flugfélagi
Íslands fram til ársins 1974 en var
þá lagt og hefur síðan verið nýtt í
varahluti fyrir flugvél Landgræðsl-
unnar, Pál Sveinsson, sem er af
sömu gerð. Tómas Dagur Helgason,
formaður Þristavina, segir ýmsa
möguleika vera með nýtingu á TF-
ISB ef hún verður gerð upp. „Ef við
komum henni í flughæft ástand þá
verða sett í hana farþegasæti og
hún notuð í útsýnisflug. Við erum
að skoða það núna hvort við förum í
það eða gerum hana upp sem sýn-
ingargrip. Það veltur alfarið á því
hvernig okkur gengur að fjármagna
viðgerðina.“ Þristavinir héldu opið
hús um helgina þar sem gestum og
gangandi gafst meðal annars kost-
ur á að skoða vélarnar tvær jafnt
að innan sem að utan.
Tómas segir að mikið verk sé
fyrir höndum enda sé viðgerðin
mjög kostnaðarsöm aðgerð. „Það er
ekki komið alveg á hreint hvernig
það verður fjármagnað. Við erum
svolítið að einbeita okkur að Páli
Sveinssyni núna því að flugið á
honum var minna í sumar en til
stóð. Mörg fyrirtæki ætluðu að
ganga til liðs við okkur við að græða
landið en svo varð minna um efndir
þegar á hólminn var komið.“ - þsj
Verið er að standsetja flugvél sem var nýtt í varahluti fyrir Pál Sveinsson:
Þristavinafélagið gerir upp gamla DC-3
TF-ISB Vélin var notuð í áætlunarflug hjá Flugfélagi Íslands fram til ársins 1974.
Þristavinir vilja nú gera hana upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR