Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.10.2006, Blaðsíða 66
 16. október 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! Fyrir nokkrum vikum kynntu menntamálaráðherra og útvarpsstjóri nýtt samkomulag milli ríkisins og RÚV sem felur í sér stóraukinn hlut innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu. Í samningnum er kveðið á um að RÚV skuli hafa „frumkvæði að því að miðla íslenskri menningu, listum og menningararfi“ og að varið skuli að lágmarki 150 milljónum króna í innlenda dagskrárgerð strax árið 2008. Ánægjulegri tíðindi hafa varla heyrst í íslensku menningarlífi um langt skeið og verður spenn- andi að sjá hvernig málin þróast næstu misserin. Raunar má segja að nýir tímar séu þegar hafnir hjá Sjónvarpinu, sem hóf fyrir skömmu sýningar á tólf þáttum um íslenskt tónlistarfólk, Tíu fingur, í umsjón Jónasar Sen. Þættirnir eru frábært framtak og eiga eflaust eftir að vekja forvitni margra. Það er bara þessi einstaklega bragðdaufi tónlistarflutningur í sjónvarpssal sem ég á bágt með að þola, þótt ég viti vel að hann sé ódýrari kostur en að fara á stúfana og mynda flytjendur á tónleikum. Það er bara ekki um sama hlut að ræða. Lifandi tónlistarflutningur á sviði fyrir framan fullan sal af áheyrendum er ein- stakt fyrirbæri, andrúmsloftið er rafmagnað og flytjandinn leggur allt í sölurnar. Flutningur í tómum sjónvarpssal fyrir framan mishallæris- lega leikmynd getur í besta falli verið „penn“, í versta falli hrútleiðin- legur. Beint frá Carnegie Hall? Það virðist líka vera að birta til á fleiri vígstöðvum. Um síðustu helgi var tekinn upp flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Eddu I eftir Jón Leifs, sem var mögnuð upplifun og stórviðburður í íslenskri tónlistar- sögu. Sjónvarpið hefur ekki nema örsjaldan nýtt sér þann samnings- bunda rétt sinn að sýna tónleika Sinfóníunnar, og þá helst þegar Sinfón- ían fær popphljómsveitir til samstarfs, sem gerist u.þ.b. einu sinni á ári. Hvernig væri að maður eins og Rumon Gamba, aðalstjórnandi SÍ, sem hefur lyft grettistaki með hljómsveitinni undanfarin ár, fengi loksins að sjást á íslenskum sjónvarpsskjám? En ég vil strax slá einn varnagla. Menningarefni í sjónvarpinu getur aldrei bara snúist um íslenska dagskrárgerð. Við megum aldrei verða svo heimóttarleg að við hættum að forvitnast um það sem bestu lista- menn heimsins hafa fram að færa. Vonandi fá íslenskir sjónvarpsáheyr- endur að gægjast á óperusýningar í Covent Garden eða tónleika í Carn- egie Hall áður en langt um líður. Væri í alvörunni svo voðalegt að sýna píanókonsert eftir Rakhmanínoff á sunnudagskvöldi? Sjónvarpið hefur a.m.k. boðið upp á margt verra í gegnum tíðina. „Hvað er að frétta úr menningunni?“ Einn góður vinur minn segist eiga sér þann draum að sjá fréttatíma þar sem fréttamaðurinn lítur til hliðar og spyr sessunaut sinn: „Jæja, hvað er svo að frétta úr menningunni?“ Einhverra hluta vegna hefur það þró- ast þannig í íslensku sjónvarpi að menningarumfjöllun þarf stöðugt að mæta afgangi. Tónlistarmenn mega prísa sig sæla ef þeir fá eina mínútu í lok fréttatímans til að sýna hvað í þeim býr á meðan nöfn tökumanna og fréttastjóra renna yfir skjáinn á ógnarhraða. Fyrir skömmu var ráð- inn menningarfréttaritari á fréttastofu útvarpsins. Hvernig væri að sjónvarpið léki sama leik? Þetta snýst nefnilega ekki bara um peninga. Það þarf engar 150 millj- ónir til að fjalla sómasamlega um menningu og listir í sjónvarpi. Þetta er bara spurning um áhuga og metnað. Sigurbjörg Þrastardóttir hitti nagl- ann á höfuðið á málþingi um sjónvarp og menningu sem Bandalag íslenskra listamanna stóð fyrir nýverið. Hún sagði meðal annars: „Það getur ekki verið dýrara að fjalla um leikhús en hesthús. Það getur ekki verið erfiðara að tala við heimspekinga en fegurðardrottningar. Íslensk dagskrárgerð hlýtur alltaf að snúast um hugmyndaauðgi, forgangsröð- un og hugrekki; þá fyrst verða peningar vandamál þegar þeim er sóað í einsleitni.“ Tónlistin og sjónvarpið Breska leikskáldið og Nóbelsverð- launahafinn Harold Pinter flytur um þessar mundir einleik Samuels Beckett, Síðasta segulband Krapps, í sérstakri uppfærslu Royal Court leikhússins í London. Tilefnið er 100 ára afmæli Becketts og fimm- tíu ára afmæli leikhússins sem frumsýndi mörg verka Becketts á sínum tíma. Nýlega lék hann einnig á móti Sir John Gielgud í kvik- myndaaðlögun leikskáldsins Davids Mamets á verki Becketts, Catastrophe, sem gerð var í tilefni af afmæli Becketts. Pinter og Beckett, sem hafa með verkum sínum haft gífurleg áhrif á vestræna leiklistarsögu, voru nánir vinir en Pinter leikur hlutverk sem upphaflega var skrif- að fyrir írska leikarann Patrick Magee. Beckett samdi Síðasta segulband Krapps á þremur vikum en það var frumsýnt í Royal Court-leikhúsinu árið 1958. Pinter sá þá sýningu en hann vann einnig með Magee því þeir kynntust á leikferðalagi um Írland á sjötta áratugnum og komst hann þá í kynni við verk Becketts. Pinter leikstýrði síðan Patrick Magee í verkinu nokkrum árum síðar. Verkið fjallar um einmana og hálfdrukkinn mann á sjötugsaldri sem hírist í herbergi á afmælis- daginn sinn þar sem hann hlustar á upptökur sínar frá liðnum afmælis- dögum. Pinter og Beckett deildu ekki aðeins ástríðu fyrir leikhúsinu heldur einnig ást á krikketíþrótt- inni. - khh Pinter leikur í verkum Becketts LEIKSKÁLDIÐ HAROLD PINTER Leikur á móti segulbandstæki í leikverki Becketts. MEÐ Á NÓTUNUM Árni Heimir Ingólfsson skrifar um klassíska tónlist Kl. 10.00 Myndlistarkonan Þórdís Aðal- steinsdóttir sýnir verk sín í Lista- safni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfirskriftina „Því heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af“ og geymir mál- verk og vídeóverk. > Ekki missa af... hlaðborði myndlistarhátíðarinnar Sequences. Fjöldi myndlistar- manna sýnir á hátíðinni sem fer fram um allar trissur í miðborg Reykjavíkur. Áherslan er á hljóð- og vídeóverk og gjörninga. kanadískum menningardög- um. Fjölbreytt menningarhátíð stendur yfir í Kópavogi til 22. október þar sem gestir geta kynnst menningu og þjóðlífi Kanadamanna. Amadeusi í Borgarleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir verk Peters Shaffer um næstu helgi, leikstjóri er Stefán Baldursson. Kanadíski píanóleikar- inn Angela Hewitt heldur tónleika í Salnum í kvöld í tilefni af Kanadískri menningarhátíð. Hewitt hefur víða vakið athygli fyrir hæfileika sína og telst meðal fremstu píanóleikara heims um þessar mundir. Angela Hewitt hóf píanónám aðeins þriggja ára gömul og kom fyrst fram opinberlega ári síðar. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum og frægðarsól hennar hefur skinið skært á undanförnum árum, ekki síst vegna hljóðritana hennar fyrir útgáfufyrirtækið Hyperion. Hewitt var í september kosin lista- maður ársins 2006 af lesendum hins virta tímarits Gramophone og sú viðurkenning hefur oft verið kölluð Óskarsverðlaun klassískrar tónlist- ar. Hewitt hefur verið kölluð arf- taki Glenn Gould en landi hennar er þekktur sem einn besti samtíma- túlkandi tónverka Bachs. Tónlist Johanns Sebastians Bach hefur heillað Angelu Hewitt frá barn- æsku og nýlega lauk hún við hljóð- ritun á heildarverkum hans. Verkefnið tók hana ellefu ár en afraksturinn má nú heyra á átján geisladiskum sem fengið hafa afbragðs viðtökur. Hewitt hefur einnig leikið mikið af tónlist annars barokkmeistara, Francois Couper- in, auk þess sem hljóðritanir henn- ar á tónlist eftir Chopin, Messiaen og Ravel hafa hlotið einróma lof. Hewitt kemur hingað til lands í tilefni af Kanadískri menningar- hátíð sem nú stendur yfir í Kópa- vogi og heldur tvenna ólíka tón- leika í Salnum. Hinir fyrri hefjast kl. 20 í kvöld en þar leikur hún verk eftir Bach og Beethoven. Á hinum síðari annað kvöld leikur hún önnur verk fyrrgreindra meistara ásamt verkum eftir Emmanuel Chabrier og Jean-Philippe Rameau en þess má geta að Hewitt hefur nýlega lokið við að hljóðrita verk hans og er diskur sá væntanlegur í byrjun næsta árs. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld og á sama tíma annað kvöld. Nánari upplýsingar um dagskrá Kanadískrar menningarhátíðar má nálgast á heimasíðunni www.kopa- vogur.is. - khh Kamelljón hljómborðsins ANGELA HEWITT PÍANÓLEIKARI Heldur sérstaklega upp á Bach og leikur verk hans á tvennum tónleikum á Kanadískri menningar- hátíð í Kópavogi. Myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson heldur fyrirlestur um verk sín á vegum Opna Listaháskólans kl. 12.30 í dag. Hug- leikur er þjóðþekktur fyrir myndasögur sínar sem birst hafa víða í blöðum og hafa bækur hans á borð við Elskið okkur, Drep- ið okkur, Ríðið okkur og Bjargið okkur fallið vel í kramið hjá íslenskum lesend- um. Erlend útgáfu fyrirtæki hafa nú einnig samið um sölu á verkum hans úti í hinum stóra heimi. Hugleikur hlaut enn fremur Grímuverðlaunin árið 2005 fyrir leikrit sitt Forðist okkur, sem byggir á mynda- sögum hans. Erindi sitt flytur Hugleikur í húsakynn- um Listaháskólans í Laugarnesi. Myndhöfundakynning Þjóðminjasafn Íslands mun á næstunni senda út spurningaskrá um fiskvinnu á síðari hluta 20. aldar. Spurningar þær snúa að vinnslu á hinum ýmsu fisktegunum og er fólk hvatt til að senda svör og hjálpa safninu að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að fari forgörðum. Safnið hefur á undanförnum árum safnað heimildum um þjóð- og starfshætti og hefur leitað til almennings eftir aðstoð. Samtals eru spurningaskrárnar nú rúmlega hundrað talsins og hefur verið aflað upplýsinga um matarhefðir, trúarlíf, vegavinnu, heyskap, ferðalög, hjúkrun og fiskveiðar svo fátt eitt sé nefnt. Spurningaskránni sem Þjóðminjasafnið sendir frá sér nú er ætlað að ná til fólks sem unnið hefur við fiskvinnslu, en nöfn manna eru fengin með aðstoð verkalýðsfélaganna í landinu. Hingað til hefur takmörkuðum heimildum verið safnað um fiskvinnu, sem er þó ekki síður mikilvæg en önnur störf enda hefur sjávarútvegur lengst af verið ein helsta atvinnugrein hér á landi. Spurningaskrá Þjóðminjasafnsins mun berast á næstunni og eru væntanlegir heimildarmenn beðnir um að bregðast vel við. Svör heimildarmanna eru varðveitt í skjalasafni Þjóðminjasafnsins og slegin inn í rafrænan gagnagrunn. Aðgangur að grunninum er þó takmarkaður og háður sérstökum leyfum. Þjóðháttasöfnun um fiskvinnu MEIRA EN ÞÚSUND ÞORSKAR Almenningur er hvattur til þess að hjálpa Þjóðminjasafni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.